Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.2008, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.2008, Blaðsíða 4
FIMMTUdagUr 11. dESEMBEr 20084 Fréttir Jón BJarki magnússon blaðamaður skrifar jonbjarki@dv.is Lilja Helgadóttir er 73 ára ellilífeyr- isþegi sem keypti hluti í Símanum þegar ríkið hóf að selja bréf í fé- laginu. Henni finnst því næst sem Bakkavararbræðurnir Ágúst Guð- mundsson og Lýð Guðmundsson hafa stolið bréfum hennar þegar þeir yfirtóku félagið og tilkynntu hluthöfum eins og henni að bréf- unum í Símanum hefði verið skipt út fyrir hluti í Exista. Lilja bjó lengi úti í Noregi og hún segir við vini sína þar að íslensku þjóðinni líði eins og hún hafi verið rænd. Bréf í símanum urðu að skiptum Lilja keypti hlutabréf í Símanum í aðdraganda einkavæðingar fyrir- tækisins og almenningi var gefinn kostur á að kaupa. Þegar Bakka- vararbræður keyptu svo Símann tóku þeir félagið af markaði. Lilju var í byrjun árs 2007 tilkynnt að samkvæmt yfirtökutilboði gæti hún fengið bréf í Exista fyrir bréf sín í Símanum. „Í mars í vetur fékk ég svo bréf þar sem þeir buðu mér að kaupa bréfin mín í Skiptum með því að setja það inn í Exista. Þeir léku sér að hluthöfum,“ segir Lilja. Hún segir stjórnendurna á þess- um tíma hafa vitað hvernig myndi fara með Exista og þess vegna hafi henni verið gefin bréf sem nokkr- um mánuðum seinna voru alveg verðlaus. gömlu Bakkabræður komu með sólina inn „Ég ætlaði bara að eiga bréfin í Símanum og þess vegna keypti ég þar. Þeir settu þetta svo bara yfir í Skipti og án þess að ég hafi valið það var ég allt í einu orðin eigandi í Skiptum,“ segir Lilja sem aldrei hefur viljað trúa neinu misjöfnu um nokkurn mann, en veit nú að eigin sögn betur. „Mér finnst að Bakkabræður hafi sett blett á hina gömlu góðu Bakkabræður sem báru sólina inn í húfunum sínum. Þessir komu með allt annað í sínum fórum til þjóðarinnar,“ segir Lilja og tekur fram að hún hafi verið alin upp þannig að fólk hafi þurft að vera heiðarlegt hvert við annað. Þjófnaður „Ég hefði alveg getað notað þessa peninga fyrir afkomendur mína, eða brugðið mér til útlanda,“ seg- ir Lilja sem tekur fram að hún hafi ekki átt háar upphæðir í bréfum og margir hafi eflaust tapað mun hærri fjárhæðum. Henni þykir það þó litlu máli skipta hversu háar fjárhæðirnar eru, það vilji enginn láta stela af sér peningum. „Ég er bara heimsk kerling sem keypti þarna bréf. En ég kalla þetta bara þjófnað, þeir vissu al- veg hvað þeir voru að gera með öllum þessum krosseignatengsl- um. Stofnandi félög um hitt og þetta og látandi þau heita ýmsum nöfnum,“ segir Lilja sem að eigin sögn hefur lært það að innan fjár- málageirans sé engum treystandi nema manni sjálfum. Ekki náðist í talsmenn Exista við vinnslu þess- arar fréttar. „Mér finnst að Bakka- bræður hafi sett blett á hina gömlu góðu Bakkabræður sem báru sólina inn í húfunum sínum. Þessir komu með allt annað í sínum fórum til þjóð- arinnar.“ ILLA SVIKIN AF BAKKABRÆÐRUM Lilja Helgadóttir er 73 ára ellilífeyrisþegi sem keypti hlutabréf í Símanum þegar hann var einkavæddur. Þá hvarflaði ekki að henni að hlutabréfum hennar yrði síðar skipt út fyrir bréf í Exista sem yrðu lítils sem einskis virði. Það gerðist þó eftir að Bakkavararbræður keyptu Símann. Henni finnst eins og þjóðin hafi verið rænd í bankahruninu og segir ljóst að ansi mörgum viðskiptaforkólfum sé ekki treystandi. Þjóðinni var nauðgað Lilja Helgadóttir segist loks hafa lært það að engum sé treystandi. Hún segir að illa hafi verið komið fram við þjóðina á seinustu árum. mynd róBert Sýknaður af kynferðisbroti Héraðsdómur Reykjavíkur sýkn- aði í gær þrítugan karlmann af ákæru um kynferðisbrot gegn fjögurra ára stúlku. Maðurinn var ákærður fyrir að káfa á kynfær- um stúlkunar í október á síðasta ári. Maðurinn sagði fyrir dómi að hann hefði verið gestkomandi í íbúðinni þegar meint atvik átti sér stað. Hann hafi heyrt barns- grát og farið inn í herbergi og lagað til sokkabuxur stúlkunnar sem lá í rúmi sínu. Stúlkan sagði daginn eftir að ókunnugur mað- ur hefði komið inn í herbergið og káfað á kynfærum sínum. Var það mat dómara að ekki væri hægt að leggja frásögn stúlkunn- ar til grundvallar refsingu. Ákærður fyrir brot gegn syni 32 ára gamall karlmaður hefur verið ákærður fyrir kynferðis- brot gegn syni sínum. Meint atvik átti sér stað árið 2003 en maðurinn er ákærður fyrir að hafa farið höndum um og sogið kynfæri sonar síns. Son- ur mannsins var sjö ára þegar hið meinta kynferðisbrot átti sér stað. Aðalmeðferð í máli mannsins fer fram í Héraðs- dómi Reykjaness í dag. Davíð og Árni rúnir trausti Fæstir bera traust til Davíðs Odds- sonar, Árna M. Mathiesen og Björns Bjarnasonar samkvæmt könnun Markaðs- og miðlarann- sókna (MMR). 78 prósent sögðust bera lítið traust til Davíðs Oddssonar seðla- bankastjóra og Árna M. Mathie- sen fjármálaráðherra. 68 prósent sögðust bera lítið traust til Björns Bjarnasonar og 67 prósent til Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, eiganda Baugs. Flestir, eða 64 prósent, sögðust bera mikið traust til Jó- hönnu Sigurðardóttur félagsmála- ráðherra. Þar á eftir koma Ólafur Ragnar Grímsson forseti sem 44 prósent sögðust bera mikið traust til og þá Þorgerður Katrín Gunn- arsdóttir, sem 40 prósent sögðust bera mikið traust til. InnlendarFréttIr ritstjorn@dv.is Skattrannsóknarstjóri segir aldrei mikilvægara en nú að opna fyrir bankaupplýsingar: Látið reyna á bankalög „Það er sjálfsagt að láta á það reyna tafarlaust hvaða upplýsingar er hægt að fá með þessum hætti. Aðalatrið- ið er að salan sé sett í bið á meðan fæst á hreint hvort umbeðin gögn fáist,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs. Greint var frá því í fréttum Ríkis- útvarpsins í gær að fjármálaeftirlitið í Lúxemborg er reiðubúið að veita ís- lenskum yfirvöldum upplýsingar um Kaupþing þar ef það er í samræmi við lög og reglur. Hins vegar er ljóst að vandamálið við að fá upplýsingar um bankana frá Lúxemborg er einmitt hversu strang- ar reglur gilda þar um bankana og því enn ekki vitað hvort þessi orð tals- manns fjármálaeftirlitsins þar ytra breyti nokkru fyrir stöðu íslenskra yf- irvalda til að fá upplýsingar. Steingrímur fagnar þó að Björg- vin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra ætli að beita sér í þessa veru. Bryndís Kristjánsdóttir skattrann- sóknarstjóri fagnar einnig aðgerð- um Björgvins en hann hefur gefið út að útibú bankanna erlendis verði ekki selt nema íslenskar rannsókn- arnefndir fái aðgang að umbeðnum upplýsingum þaðan. DV fjallaði í gær um að skila- nefndir tveggja viðskiptabankanna hefðu sent skattayfirvöldum bréf þar sem þær báru fyrir sig að dótturfélög bankanna væru í öðrum löndum og því næði lögsaga íslenskra skattayfir- valda ekki til þeirra. Lögfróðir menn sem DV hefur rætt við segja að ef þetta sé raunin hafi opnast flóðgátt fyrir spillingu hér á landi og Lúxem- borg yrði því höfuðborg íslenskrar spillingar. Bryndís bendir á að það hafi lengi valdið skattayfirvöldum hérlend- is vandræðum að fá ekki bankaupplýsingar frá Lúx- emborg. „Það er ekki hægt að stemma af neinar upp- lýsingar ef ekki fást gögn um bankaviðskiptin og þetta hamlar því starfsemi skattayfirvalda. Nú, frekar en nokkru sinni fyrr, er mik- ilvægt að leita allra leiða til að opna upplýsingaflæðið eins og hægt er,“ segir hún. erla@dv.is F r j á l s t , ó h á ð d a g b l a ð dv.is besta rannsók narblaðamenn ska ársinsmánudagur 10. nóvember 2008 dagbl aðið vísir 209. t bl. – 98. árg. – v erð kr. 295 skaut upp bónusfána og slapp undan lögr eglu: F r j á l s t , ó h á ð d a g b l a ð Ætlar að slá út Jordan Kristrún Ösp stæk kar brjóstin og fer í víking til E nglands fólK fréttir fréttir MEira lýðrÆði í ÚKraínu rá ðhErrarÆði á íslandi „Múgurinn hjálpaði Mér“ Þjóðin er á barmi uppþots Þúsundir mótmæ ltu á austurvelli „ég hrópaði hönd , og þeir réttu mér hjálparhönd“ Valdalaust alÞ ingi í gíslingu stJórn arinnar sViptir rafMagni fyrir JólalJós húsbílamönnum fórnað fyrir jólastemning u lÆKKaði laun og fór á lEiK stjórnendur í 365 á Emirates lÖgguhundur bEit platÞJóf lífVErðir daVíðs Eru ríKislEyndarMá l björn bjarnason neitar að upplýsa almennir borgara r borga brúsann m yn d ir J ó h a n n Þ rö st u r Pá lm a so n hollEndingar spariféð handruKKa reglurnar vandamálið Steingrímur J. segir sjálfsagt að láta á það reyna hvaða upplýsingar fáist .dV 10. desember 2008 Baldur sagði Björgvini ekki frá Björgvin G. Sigurðsson við- skiptaráðherra sagði í umræð- um á Alþingi í gær að Baldur Guðlaugsson, ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu, hefði ekki upplýst sig um að hann ætti hlut í Landsbankanum áður en hann og fleiri settust að fundarborði með Alasdair Darling, fjármála- ráðherra Breta, 2. september síð- astliðinn. Fram hefur komið að Bald- ur seldi eignarhlut sinn í Lands- bankanum eftir umræddan fund en fyrir hrun bankakerfisins. Þetta hefur sætt gagnrýni en fjár- málaráðherra styður Baldur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.