Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.2008, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.2008, Blaðsíða 6
Vilja Davíð aftur á nefndarfund Ágúst Ólafur Ágústsson, formað- ur viðskiptanefndar Alþingis, var hvattur til þess á Alþingi í gær að kalla Davíð Oddsson Seðla- bankastjóra aftur fyrir nefnd- ina. Hvorki forsætisráðherra né utanríkisráðherra kannast við að Davíð hafi sagt í júní að 0 pró- sent líkur væru á því að bank- arnir lifðu. Davíð sagði á fundi viðskiptanefndar að viss símtöl væru til hljóðrituð í bankanum. Þingmenn telja að annað- hvort segi Davíð eða oddvitar ríkisstjórnarinnar ósatt um þetta atriði. FIMMTUdagUr 11. dESEMBEr 20086 Fréttir InnlendarFréttIr ritstjorn@dv.is GLEÐILEG JÓL Mynd - ljósmyndastofa í 25 ár. MYND Bæjarhrauni 26, Hafnarfirði S: 565 4207 www.ljosmynd.is Kynferðisbrotadeild lögreglu rannsakar ljótt nauðgunarmál í Reykjavík. Maður af erlendu bergi brotinn, sem talinn er tengjast málinu, er flúinn af landi brott. Óvíst hvort fleiri menn komi við sögu í málinu, segir Björgvin Björgvinsson hjá kynferð- isbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Rannsókn er á frumstigi og margt enn óljóst. Því miður ekki einsdæmi, segir Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta. Þrettán ára stúlku nauðgað á hóteli Meira samstarf við grænland „Ég hef verið þeirrar skoðunar lengi að Grænlendingar, Fær- eyjingar, Norðmenn og Íslend- ingar eigi að efla samstarf sitt á norðurhluta Atlantshafsins og vinna meira saman varðandi ýmis málefni, veiðar, vinnslu, markaðssetningu, nýtingu auð- linda og annað,“ segir Guðjón A. Kristjánsson þingmaður og einn af flutningsmönnum tillögu um að gert verði samkomulag við landsstjórn Grænlands um að löndin skiptist á útsendum sendifulltrúum. Í tillögunni eru Færeyjar og Grænland jafnframt hvött til að skiptast á opinberum sendifulltrúum. sendifulltrúa á grænlandi Tillaga til þingsályktunar um samkomulag milli Íslands og Grænlands um skipti á útsend- um sendifulltrúum og milli Fær- eyja og Grænlands hefur verið lögð fyrir Alþingi. Tillagan er sett fram á grundvelli ályktun- ar Vestnorræna ráðsins frá því í ágúst. Í ályktuninni kemur þetta meðal annars fram: „Löng hefð er fyrir jákvæðu og víðtæku sam- starfi vestnorrænna þjóða. Þær eru nánustu nágrannar og hafa öldum saman átt með sér góð vináttu- og nágrannatengsl.“ Úrskurðarnefnd um upplýsingamál veitir Seðlabankanum framlengdan frest: Leynd ríkir um minnisblöð davíðs Seðlabankinn hefur ekki haft tök á því að verða við erindi blaðamanns DV um hvort hann fær afhent afrit af minnismiðum Davíðs Oddsson- ar seðlabankastjóra, að því er kem- ur fram í svari bankans til úrskurð- arnefndar upplýsingamála, og hefur því fengið framlengdan frest til 17. desember. Í októberlok óskaði DV eftir minnismiðum Davíðs sem hann sagði í viðtali að sönnuðu að hann hefði varað forsvarsmenn við- skiptabankanna við útrásinni. Þrátt fyrir ítrekanir DV á fyrirspurninni svaraði Seðlabankinn aldrei er- indinu og því kærði blaðamaður sinnuleysið til úrskurðarnefndar- innar, sem heyrir undir forsætis- ráðuneytið. Bankanum var gert að svara í síðasta lagi 8. desember. Í gær, tveimur dögum eftir lokafrest, ósk- aði Seðlabankinn eftir því við úr- skurðarnefndina að fá framlengd- an frest og var hann veittur. Arna Schram, formaður Blaða- mannafélags Íslands, segir að þeg- ar upplýsingalögin voru sett hafi BÍ lagt áherslu á að frestur til að svara upplýsingabeiðnum væri sem skemmstur. „Markmið upplýsinga- laganna er að viðkomandi aðilar svari sem fyrst eða gefi skýringar á því að svarið dregst,“ segir Arna. Fimmtán dagar eru síðan DV kærði sinnuleysi bankans til úr- skurðarnefndarinnar. Alls hefur blaðið því beðið í tæpar sjö vikur eftir svari bankans. Ef Seðlabank- inn hafnar beiðni DV þegar fram- lengdi fresturinn rennur út 17. desember kærir blaðið þá niður- stöðu og fær bankinn þá nýjan frest til að rökstyðja ákvörðun sína. Mið- að við þetta fordæmi getur hann einnig sótt um aukfrest til þess. Blaðamaður DV er hins vegar ekki sá eini sem bíður eftir upp- lýsingum frá Seðlabankanum því Ágúst Ólafur Ágústsson, formaður viðskiptanefndar Alþingis, hefur óskað eftir hljóðritunum af símtöl- um Davíðs en á fundi viðskipta- nefndar Alþingis nýverið sagðist Davíð hafa varað ráðherra ríkis- stjórnarinnar við því í júní að núll prósent líkur væru á að viðskipta- bankarnir lifðu af aðsteðjandi erf- iðleika. Geir H. Haarde forsætis- ráðherra kannast ekki við þessi orð Davíðs. erla@dv.is Sjö vikna bið Sjö vikur eru síðan dV óskaði eftir minnismiðum davíðs Oddssonar seðlabankanstjóra sem hann segir sanna að hann hafi varað forsvars- menn viðskiptabankanna við útrásinni. SiGurður Mikael JónSSon blaðamaður skrifar: mikael@dv.is Þrettán ára stúlka varð fórnar- lamb nauðgunar á hótelherbergi í Reykjavík í fyrradag, en þetta stað- festir Björgvin Björgvinsson, yfir- maður kynferðisbrotadeildar lög- reglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Maður af erlendu bergi brotinn tengist málinu en að sögn Björg- vins er margt enn óljóst varðandi atvikið. Rannsókn málsins er á frumstigi. Farinn af landi brott Meðal þess sem óljóst er í málinu er hvort maðurinn sem talinn er tengjast málinu sé gerandi í því, en hann er að sögn Björgvins farinn af landi brott. „Málið er á byrjunar- stigi en það er ekki ólíklegt að fleiri komi við sögu í þessu máli,“ seg- ir Björgvin. „Við teljum okkur vita hver aðilinn er, en hann er farinn af landi brott,“ bætir Björgvin við. Lögreglunni á höfuðborgar- svæðinu var tilkynnt um málið seinnipartinn á þriðjudag og hófst frumrannsókn kynferðisbrota- deildar þá. Ekki fékkst staðfest á hvaða hót- eli stúlkunni var nauðgað. Þekktust í gegnum son mannsins Ekki fékkst heldur upp gefið hjá lögreglu hverrar þjóðar maðurinn er, sem að sögn lögreglu kemur við sögu í málinu. Heimildir DV herma hins vegar að hann sé pólskur. Sömu heimildir herma að sonur mannsins þekki stúlkuna sem var nauðgað og maðurinn tengist hinu þrettán ára fórnarlambi þannig. Björgvin segir að farið hafi verið með stúlkuna á bráðamóttöku þar sem hún fékk aðhlynningu og var skoðuð. Hún er nú hjá fjölskyldu sinni að jafna sig. Engar niður- stöður liggja fyrir úr skoðun bráða- móttökunnar að sögn Björgvins en rannsókn verður haldið áfram og er málið allt á byrjunarstigi eins og áður segir. Því miður ekki einsdæmi Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta, segir því miður að at- vik sem þessi séu ekki einsdæmi. Nauðganir eigi sér stað gagnvart fólki á öllum aldri. „Nærri helm- ingur þeirra kynferðisbrotamála sem við fáumst við hjá Stígamót- um hefjast á aldrinum fimm til tíu ára. Og það er allt frá áreitni yfir í grófar nauðganir,“ segir Guðrún og bætir við að fæstir leiti sér þó aðstoðar fyrr en mörg- um árum seinna. „Auðvitað eru öll mál ljót en það er skelfilegt að vita til þess að þrettán ára stúlku hafi verið nauðgað.“ nauðgað Þrettán ára stúlka varð fórnarlamb nauðgunar á hótelherbergi ónefnds hótels í reykjavík í upphafi vikunnar. Pólskur karlmaður sem talinn er tengjast málinu er flúinn af landi brott en ekki er óvíst að fleiri tengist málinu. Myndin er SviðSett „Við teljum okkur vita hver aðilinn er, en hann er farinn af landi brott.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.