Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.2008, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.2008, Blaðsíða 10
FIMMTUdagUr 11. dESEMBEr 200810 Neytendur Dísilolía el d sn ey t i Gullinbrú verð á lítra 136,8 kr. verð á lítra 159,9 kr. Skeifunni verð á lítra 135,2 kr. verð á lítra 158,4 kr. Akranesi verð á lítra 133,1 kr. verð á lítra 156,5 kr. bensín Neskaupstað verð á lítra 128,6 kr. verð á lítra 152,3 kr. Neskaupstað verð á lítra 128,9 kr. verð á lítra 152,4 kr. Fellsmúla verð á lítra 135,2 kr. verð á lítra 158,4 kr. Skógarseli verð á lítra 135,3 kr. verð á lítra 162,0 kr. UMSjón: BaldUr gUðMUndSSon, baldur@dv.is / neytendur@dv.is Ódýrast er að elda kalkún, ef veislumat skal á annað borð elda, samkvæmt athugun DV. Hann er í sumum tilvikum margfalt ódýrari en annað kjöt sem fæst í verslunum. Hangi- kjöt og hamborgahryggir eru í svipuðum verðflokki en þeir sem kaupa rjúpur, hrein- dýr, gæs eða hjört þurfa að kafa mun dýpra í veskin. KalKún á Kreppujólum BALDUR GUÐMUNDSSON blaðamaður skrifar baldur@dv.is Kalkún er langódýrasti hátíðarmat- urinn sem völ er á. Kílóverðið af frosnum kalkún er í Hagkaupum um 1.197 krónur en í Bónus 959 krónur. Flestar aðrar tegundir af kjöti sem fólk borðar yfir hátíðarnar kostar helmingi, eða jafnvel margfalt meira en kalkúninn. Fyrir fimm manna fjölskyldu dug- ar 2 kílóa kalkún, en samkvæmt upp- lýsingum frá Ísfugli er miðað við að beinin af heilum fugli séu um 30 pró- sent af heildarþyngdinni. Því þarf kjötíð í jólamáltíðina ekki að kosta nema um 2.000 krónur. Þó ber að hafa í huga að vegleg fylling getur kostað sitt. Afsláttur víða DV fór á stúfana í gær og kannaði kílóverð á því sem algengast er að fólk hafi á boðstólum um jólin. Kílóverð á hamborgahryggjum, með beini, er yfirleitt rétt um 1.900 krónur. Kjötið kemur verðmerkt frá framleiðendum en verslanir bjóða svo afslætti af kjöt- inu eftir atvikum. Í Hagkaupum var til dæmis 20 prósenta afsláttur af Ali- hamborgahryggjum en Óðals-hrygg- ir voru með 30 prósent afslætti, þegar blaðamann bar að garði. Verðin sem hér verða talin upp miðast við upp- gefið kílóverð frá framleiðendum því verslanir geta sett vörur á afslátt með litlum fyrirvara. Hangikjötið dýrara en hryggurinn Þó algengasta verðið á hamborga- hryggjum sé um 1.900 krónur er BirGjAr lækkA verð Í framhaldi af styrkingu krón- unnar, frá því hún var sett á flot í byrjun desember, hafa innlend- ir framleiðendur lækkað verð á vörum sínum. Frá þessu segir á heimasíðu Neytendasamtak- anna, ns.is. „Neytendasamtökin hafa ákveðið að birta upplýsing- ar á heimasíðu sinni um þessar lækkanir til að upplýsa neytend- ur og til að hvetja aðra birgja til að lækka verð hjá sér,“ segir á síðunni en þar eru birgjar og innlendir framleiðendur beðnir um að láta vita af lækkunum með því að senda póst á ns@ns.is. „Jafnframt ætlast Neytendasam- tökin til þess að þetta skili sér til neytenda þegar þeir versla. Það er von samtakanna að þetta verði hvatning til allra að lækka verð.“ MiSjAFN SkilAFreStur Þeir sem eru í öða önn að kaupa jólagjafir ættu að spyrja um skilareglur áður en þeir kaupa vörurnar. Þannig má fá á hreint með hvaða hætti skila má vör- unni ef hún fellur ekki í kramið en fæstar verslanir endurgreiða vörur. Eigendur þeirra ráða sjálfir hversu langan skilafrest þær veita en strangt til tekið þurfa verslan- ir ekki að taka vörur aftur, nema þær séu gallaðar. Frá þessu segir á heimasíðu Neytendasamtak- anna en þar má lesa nánar um rétt neytenda og þær reglur sem við lýði eru. n Ung kona hafði samband og vildi lasta Krónuna. Hún var að kaupa í matinn um daginn þegar hún gekk framhjá kjötvörunum. Þegar hún rak augun í kótilettur mundi hún að þær hafði hún ekki bragðað lengi og hugðist því skella sér á lítinn pakka. Hún sagðist hins vegar hafa snarhætt við þegar hún sá að fjórar litlar og rýrar kótilettur hafi kostað yfir 1.000 krónur. n Viðskiptavinur hafði samband og bar afgreiðslustúlkunum í Vero Moda vel söguna. Hann sagði að stelpurnar sem þar ynnu væru afar hjálpfúsar, glaðlyndar og ósérhlífnar. Hann sagði enn fremur að góð þjónusta væri ekki á hverju strái og þess vegna væri sérlega ánægjulegt að versla þar sem hana er að finna. SEndIð loF Eða laST Á nEYTEndUr@dV.IS „Kílóverð á hamborg- arhryggjum með beini er yfirleitt rétt um 1.900 krónur.“ sums staðar hægt að finna ódýrara kjöt. Í Bónus hægt að fá hrygg sem kostar um rúmlega 1.300 krónur á kíló. Þumalputtareglan er sú að með beini sé ágætt að miða við að kaupa 250 til 300 grömm á mann. Ef miðað er við efri mörkin ætti 1,5 kílóa hamborgahryggur að duga vel handa fimm manna fjölskyldu. Sá hryggur myndi því kosta að lág- marki um 1.950 krónur en algengast er að hann kosti 2.850 krónur. Hangikjöt er á flestum íslensk- um heimilum órjúfanlegur hluti jólanna. Úrbeinaður hangifram- partur er ódýrari en hangilæri. Framparturinn kostar að jafnaði um 2.200 krónur, eftir því hver framleið- andinn er, en algengt kílóverð á úr- beinuðu hangilæri er rúmlega 3.000 krónur. Fimm manna fjölskylda þarf um eitt kíló af beinlausu kjöti en magnið ræðst auðvitað af því hversu mikið meðlæti er haft með matnum og hvort forrétur er snæddur á und- an. Rjúpan kostar skildinginn Rjúpur eru einn vinsælasti matur- inn á jólaborðum Íslendinga. Afar erfitt er að reikna út kostnaðinn við hverja rjúpu ef fjölskyldumeðlimur hefur veitt fuglinn sjálfur en sam- kvæmt því sem fram kom í DV í gær er hægt að kaupa íslenskar rjúpur á svörtum markaði á um 2.000 til 5.000 krónur stykkið. Taka ber fram að blátt bann ríkir við sölu á rjúpum og rjúpnaafurðum. Gróflega má áætla að fimm manna fjölskylda borði að lágmarki fimm rjúpur en sum- ir halda því fram að þeir borði leik- andi tvær og að því þurfi fleiri fugla á borðið. Sé miðað við sjö rjúpur, á meðalverðinu 3.500 krónur stykkið, kostar rjúpnamáltíðin 24.500 krón- ur. Margir fá þó fugla frá vinum eða ættingjum og borga mun minna, ef nokkuð, fyrir matinn. Því skal taka þessari tölu með fyrirvara. Skoskar rjúpur eru til sölu í Hag- kaupum. Þær kosta 1.297 krónur stykkið og því kosta sjö rétt rúmlega 9.000 krónur. Hjörturinn dýr Margt fleira ratar á jólaborð lands- manna en það sem að ofan er talið. Sumir elda bayonneskinku en hún kostar beinlaus um 1.800 kr/kg. Í Hagkaupum er mikið úrval af ýmiss konar innlendu og innfluttu kjöti. Þar kostar beinlaus hrein- dýralund 5.699 kr/kg. Hjartarkjöt er með því dýrara sem fæst, kostar 7.998 kr/kg, heil lynghæna kostar 4.999 kr/kg og beinlausar villigæsa- bringur 4.999 kr/kg. Nautalund- ir eru á 3.998 kr/kg og pekingönd 1.498 kr/kg. Kanadagæs kostar 2.999 kr/kg. Ferskt Hagkaupshátíðarlamba- læri kostar 2.298 kr/kg en frosið ókryddað læri kostar 1.798 kr/kg. Þá kostar lambahryggur 1.888 kr/ kg. Þessi verð er gott að hafa til við- miðunar en ekki er loku fyrir það skotið að í lágvöruverðsverslunum megi fá kjöt á lægra verði. Algengt kílóverð á hátíðArmAt Kalkún 1.197 kr. Pekingönd 1.498 kr. lambalæri frosið 1.798 kr. Bayonneskinnka 1.798 kr. lambahryggur 1.888 kr. Hamborgarhryggur úrb. 1.898 kr. Hangikjöt framp. úrb. 2.200 kr. Hagkaupa hátíðarlambalæri 2.298 kr. Kanadagæs 2.299 kr. Hangikjöt læri úrb. 3.050 kr. Nautalundir frosnar 3.998 kr. lynghæna 4.999 kr. villigæsabringur 4.999 kr. Hreindýralund frosin 5.699 kr. Hjartarkjöt 7.998 kr. Rjúpa 3.500kr.stk* Skoskrjúpa 1.297kr.stk. * Bannað Er að SElja íSlEnSkar rjúpUr. Sannkallaður hátíðarmatur kalkún er bæði ódýr og ljúffengur á jólaborðið. MyND GUNNAR GUNNARSSON „Algengt kílóverð á úr- beinuðu hangilæri er rúmlega 3.000 krónur.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.