Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.2008, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.2008, Blaðsíða 28
FIMMTUdagUr 11. dESEMBEr 200828 Fókus Árið 1987 breyttu Guns N´Ros-es rokksögunni með frum-burði sínum „Appetite for Destruction“, sem er vafalítið ein af bestu rokkplötum síðustu aldar. Platan gerði bandið að stórstjörn- um á einni nóttu. G N´R Lies kom 2 árum seinna og þegar hinar mögn- uðu Use Your Illusion I og II komu út 1991 var Guns N´Roses stærsta rokkhljómsveit veraldar ásamt Metallica. Eftir þær plötur, endalausa tón- leika og misheppnuðu útgáfuna „The Spagetti Incident?“ árið 1993 fór að halla undan fæti. Meðlimir hljómsveitarinnar hættu hver af öðr- um og eftir stóð Axl Rose og hélt eft- ir nafninu. Hann túraði áfram sem Guns N´Roses með ýmsum tónlist- armönnum á meðan eldri meðliðir gengu til liðs við aðrar hljómsveitir, meðal annars stofnaði Slash Velvet Revolver. Rose hefur líklega talið það „smart move“ að hafa þetta nafn á diskinum og fá þá athygli sem því myndi fylgja en þegar tekið er inn í jöfnuna að langflestir Ameríkanar geta ekki fundið Kína á landakorti og hvað þá upplýstir um stjórnar- hætti landsins er það varla sterkur leikur. Er það síðan sniðugt að svo til útiloka sölu disksins á stærsta markaðsvæði veraldar með inni- haldslausri gagnrýni á hluti sem hann virðist ekki skilja sjálfur. Og síðan má spyrja: Hver er Axl Rose að gagnrýna Kínverja þar sem er bullandi hagvöxtur á meðan „Land of the free“ er á hausnum? Kanan- um er margt til lista lagt. Gagnrýni á önnur lönd er ekki eitt af því. En að sjálfum diskinum. Hann byrjar ekki illa. Fyrsta lagið ber nafn plötunnar og er týpískt Guns N´ Roses-lag , tvíraddað og kröft- ugt. Ádeilutextinn fer reyndar fyr- ir ofan garð og neðan en ekki eins vandræðalega slæmur eins og víð- ar á diskinum. Í næsta lagi mætir manni öskrandi „Nu Metal“-hljóm- ur í anda Slipknot og lagið slepp- ur alveg. Þriðja lagið „Better“ er vel þolanlegt líka og sá grunur læðist að manni að Axl Rose sé eftir allt sam- an að sleppa sæmilega frá þessu. En þá fór að halla undan fæti. Ætla mætti að á 10 árum hefði verið hægt að nurla saman nógu mörgum lögum í góða plötu en þegar á leið hlustun fóru að renna á mann tvær grímur. Þetta var bara engan veginn nógu gott. Axl Rose gerir til- raunir til að vera reiður en það er alls ekki sannfærandi. Hann þenur háa röddina í tíma og ótíma og þegar líð- ur á diskinn er gaulið farið að pirra mann það mikið að erfitt er að hlusta á góðum styrk eins og hlýða ber á rokktónlist. Hugljúfar ástarjátningar í rólegri lögum verða síðan hreinlega pínlegar þegar Axl Rose öskrar þær í hæstu hæðum eins og kvalið svín. Hann reyndar syngur þorrann af plötunni þannig. Þetta ískrandi ýlfur í Axl á plötunni verður til þess að hlé verður að taka á hlustun. Um tíma upplifði ég sjálfan mig sem Steinrík við það að slökkva á Óðríki Algaula. Allur hljómur og spilamennska er stórfín og fagmenn á öllum stöð- um en allt fútt vantar í fagleikann. Að margra mati varð ekki síst sam- leikur gítarleikaranna Slash og Izzy Stradlin það sem gerði Guns N´ Ros- es að því sem hljómsveitin var. Gerð- ar eru margar tilraunir til að apa eft- ir þeim á plötunni en það tekst ekki sem skyldi. Platan er þó ekki alslæm og aðdá- endur Guns N´ Roses, og þá meina ég aðdáendur Axl Rose, munu vafa- laust fagna plötunni. En eitt er víst að ef Rose tekst að koma original bandinu saman á túr eins og sögu- sagnir eru uppi um mun ég freista þess að mæta á tónleika og mun ég þá nota tækifærið og fara á bar- inn eða klósettið þegar lög af þessari plötu verða leikin. Sveinn Waage Á f i m m t u d e g i Hvað Heitir lagið? „Einn dag á jólum, verða karlmenn að strákum. Leikandi sér við sprengjur, rétt eins og krakkar leika sér að leikföngum.“ JólagJöf til allra lands- manna Jólahátíð Kimi Records fer fram á skemmtistaðnum NASA í kvöld. Margar af helstu hljómsveitum landsins munu koma fram og gleðja landann og má þar á meðal annars nefna Múgsefjun, Retro Stefson, Agent Fresco, Borko, Morðingj- ana, Reykjavík! og Sudden Weather Change. Einnig er von á leynigesti. Aðgangsmiðinn kostar fimm hundr- uð krónur, en tónleikagestir eiga kost á því að kaupa plötu sem og aðgangsmiða á 1.500 krónur. Húsið opnað klukkan 20 og hefst tónleika- dagskrá korteri seinna. síðasti upplesturinn Síðasti upplestur haustsins í upp- lestraröð Forlagsins, undir heitinu „Gleymdu þér andartak“, fer fram á Te & kaffi í kvöld. Kvöldin hafa ver- ið haldin öll fimmtudagskvöld síð- an í október. Höfundarnir sem lesa eru Ólafur Gunnarsson (Dimmar rósir), Haukur Sigurðsson (ævisaga Benedikts Davíðssonar verkalýðs- frömuðar), Vilhjálmur Árnason (siðfræðiritið Farsælt líf – Réttlátt samfélag), Silja Aðalsteinsdóttir (Gylfi, bók um myndlistarmann- inn Gylfa Gíslason), Sigrún Eld- járn (Eyja Sólfuglsins) og Gunnar Theodór Eggertsson (Steindýrin sem hlaut Íslensku barnabóka- verðlaunin í ár). Upplesturinn hefst klukkan 20. Bryndís Á domo Í kvöld mun leik- og söngkonan, Bryndís Ásmundsdóttir, fagna afmæli sínu með tónleikum á DOMO. Í til- kynningu frá Bryndísi segir að blóm og kransar séu afþakkaðir en þess í stað vonist hún til að sjá sem flesta á tónleikunum. Húsið opnað klukkan átta og miðaverð er þúsund krónur. Ásamt Bryndísi koma fram margir góðir leynigestir. Undanfarið hefur Bryndís farið með hlutverk sjálfrar Janisar Joplin í Íslensku óperunni við góðan orðstír og hefur þar að auki gert það gott sem Tina Turner ásamt Siggu Beintens víða um landið. Félag Allskonar Listamanna- og Kvenna, eða FALK, stendur fyr- ir tónleikum á Café Amsterdam í kvöld. Þar koma fram raftónlist- armennirnir Sigtryggur Berg Sig- marsson, Klive og Arnljótur og DJ Djammhamar leikur lög af hljóm- plötum á milli atriða. Sigtryggur Berg er þekktur og dáður um allan heim sem meðlim- ur hinnar rómuðu raftónlistarsúp- ergrúppu, Evil Madness, en þeir gáfu út nýja plötu fyrir skemmstu. Einnig er hann annar helming- ur óhljóðasveitarinnar Stillupp- steypu sem aukið hefur hróður lands og þjóðar um árabil. Klive hefur vakið óskipta hrifn- ingu allra unnenda raftónlistar frá því hann spratt fullskapaður fram á sjónarsviðið „líkt og höggvinn úr höfði rafmagnsguðsins“ eins og segir í tilkynningu. Hann gaf út sína fyrstu plötu, Sweaty Psalms, síðastliðið vor. Arnljótur er sagður eitt þessara sjaldgæfu „múltítalenta“ sem ein- ungis örsjaldan koma fram á sjón- arsviðið. Hann er ekki einungis eft- irsóttur sessjónleikari á hvers kyns hljóðfæri heldur hefur hann einn- ig komið fram með skara hljóm- sveita undir hinum ýmsu nöfnum. Nýjasta útspil Arnljóts er að koma fram undir eigin nafni en hann gaf út hljómdiskinn Lystauka síðast- liðið sumar. DJ Djammhammar er svo fjöl- hæfur lagablandari sem hyggst draga fram úr pússi sínu fáheyrða gullmola í bland við þekktara efni. FALK er ársgamalt félag en það er stofnað að undirlagi vin- anna Baldurs Björnssonar og Að- alsteins Jörundssonar og nýverið bættist Einar Valur Aðalsteinsson í hópinn. FALK miðar að því að gefa út og koma á framfæri list í víðustu merkingu þess orðs með útgáfustarfsemi og uppákomum og hefur það að leiðarljósi að gera hefðbundna hluti á óhefðbund- inn hátt. Nú þegar hefur komið út bókverkið *Heimsendir er í nánd*- *The God Bok* eftir Baldur. Í júlí síðastliðnum var svo fyrsta FALK- kvöldið haldið og lukkaðist framar vonum. Tónleikarnir í kvöld hefjast klukkan 21 og er frítt inn. raftónlist á Café amsterdam litlu skÁrra en kínverskt lýðræði tónlist Chinese DemoCraCy Flytjandi: guns N´roses Axl Rose „allur hljómur og spila- mennska er stórfín og fagmenn á öllum stöðum en allt fútt vantar í fagleikann.“ Svar: SoMEday aT ChrISTMaS MEð STEvIE WoNdEr Rafmagnað Tónlistarmað- urinn Krakkbot spilaði á FaLK-kvöldi síðasta sumar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.