Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.2008, Side 30

Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.2008, Side 30
FIMMTUdagUr 11. dESEMBEr 200830 Fólkið Snyrtirinn Heiðar Jónsson hefur ætíð verið einn dyggasti stuðn- ingsaðili íslenskra fegurðar- drottninga. Alexandra Helga Ívarsdóttir, ungfrú Ísland í ár, er þar engin undantekning en stúlkan er stödd í Suður-Afríku þar sem keppnin um ungfrú heim fer fram. Heiðar er dug- legur að skilja eftir hvetjandi athugasemdir á bloggsíðu feg- urðardísarinnar. Meðal annars segist hann spá henni einu af þremur efstu sætunum í keppn- inni. Að auki segist hann hlakka mikið til að lýsa keppninni, sem fram fer á laugardaginn, fyrir ís- lenskum sjónvarpsáhorfendum. „Ég er búin að skrá mig,“ segir Jónína Bene- diktsdóttir, íþróttafræðingur og athafnakona sem gengin er í Framsóknarflokkinn. „Ég tel að þetta sé eini möguleikinn í stöðunni því það myndi taka of langan tíma að búa til nýj- an flokk og koma undir hann fótunum,“ en að mati Jónínu eru tímamót í Framsókn- arflokknum þar sem spilling og valdahroki muni víkja fyrir nýjum hugmyndum. „Þarna er höfuðlaus her og þetta er eini flokkurinn þar sem fólk hefur axlað ábyrgð og sagt af sér,“ segir Jónína sem var áður í Sjálfstæðisflokknum. „Ég get ekki séð hvern- ig þessi ólíku öfl innan Sjálfstæðisflokksins, frjálshyggjuöflin og þau öfl sem vilja stíga varlega til jarðar, eigi að ná saman um nokk- urn hlut.“ Jónína tekur þó fram að hún treysti Geir H. Haarde forsætisráðherra. „Ég treysti honum ágætlega í stöðunni.“ Þó Jónína útiloki ekki neitt segir hún það ekki á dagskrá hjá sér að fara í framboð þótt hún hafi skráð sig í flokkinn. „Ég er ekki viss um að ég sé endilega rétta manneskjan til þess. Ég hef samt fengið mjög jákvæð við- brögð í sambandi við það og margir hvatt mig til þess. Ég vil bara leggja mitt af mörk- um í að byggja upp nýtt stjórnmálaafl sem er í takt við tíðarandann. Vinstri-grænir eru of mikill öfgaflokkur fyrir hægri krata eins og mig og Samfylkingin hefur misst trúverðug- leika.“ Ganga Jónínu í flokkinn kemur eflaust mörgum á óvart og hún viðurkennir að það hljómi eins og galin hugmynd í fyrstu. „Það hafa fáir gagnrýnt Framsókn eins mikið og ég. En það fólk sem hefur stuðlað að spillingu í flokknum er á leið út ef það er ekki þegar farið,“ en Jón- ína telur mestu möguleikana til þess að móta nýtt afl í íslenskum stjórn- málum vera í Framsóknarflokknum. „Við þurfum ekki nema 250 manns inn í flokkinn til þess að breyta for- ustu hans. Að vísu er ég mjög hrif- in af honum Höskuldi Þórhallssyni. Mér finnst hann fyrirmyndarstjórn- málamaður. En það þarf að fá þessa sérfræðinga til landsins og inn í stjórnkerfið. Við getum ekki haft þetta svona lengur. Það er eitt í dag og annað á morgun. Það er bara óstjórn í landinu og það verður ekki litið framhjá því.“ Jónína segir að þó hún sjálf hafi gagnrýnt Framsóknarflokk- inn mikið fyrir spillingu þá megi ekki hengja allan flokkinn á gjörðir fárra aðila. „Það þýðir ekki að jarða heilan flokk þó að fjórir úr honum séu spilltir og siðlausir.“ Jónína segist hafa verið að námi undanfarið sem hafi hjálpað henni að velja Fram- sóknarflokkinn. „Ég hef verið í námi sem kallast strategi of econ- omics undanfarið. Ég lét þetta dæmi inn í formúluna mína og kom út með Framsóknarflokkinn,“ segir Jónína létti bragði að lokum. asgeir@dv.is Jónína Benediktsdóttir hefur skráð sig í Fram- sóknarflokkinn. Hún var áður í Sjálfstæðis- flokknum en telur hann of klofinn til að sinna hlutverki sínu. Jónína segir upprisu Fram- sóknar vera í vændum og útilokar ekki fram- boð þótt það sé ekki á dagskrá. „Hún minntist eitthvað á þetta við mig, ég er alveg til í þetta,“ segir Eggert Pét- ursson, listamaður, en Dorrit Moussa- ieff forsetafrú bað Eggert um að hanna fyrir sig hálsmen. Eggert segir að Dorrit hafi nefnt þetta við sig þegar hún tók við hjartaarfinum í síðustu viku sem Egg- ert hannaði, Dorrit hefur ákveðnar hug- myndir varðandi menið. „Hún var með ákveðna tíu rauða steina í huga, ég þyrfti að fá að velta þessu fyrir mér og útfæra þetta,“ segir Eggert en Dorrit ætlaði að senda honum ljósmyndir af steinun- um. Aðspurður hvað forsetafrúin ætli að borga honum fyrir hönnunina á háls- meninu segir hann að það sé óráðið. „Ég hef ekki hugmynd um það, það fer eft- ir því hvert málefnið er. Það kostar ekki neitt ef það er til styrktar einhverjum, ég veit ekki alveg hvað hún er að hugsa.“ Eggert hannaði hjartaarfann sem er seldur til styrktar hjartveikum börnum en býst ekki við því að fara út í skart- gripahönnun í komandi framtíð. „Það er gaman að hanna svona skartgripi þó ég hafi nú ekki gert það áður en ég hannaði hjartaarfann, ég ætla nú ekki að fara snúa við blaðinu og gerast skartgripahönnuð- ur,“ segir Eggert sem starfar sem listmál- ari. Dorrit hefur búið á Englandi drjúg- an hluta ævi sinnar og er vel tengd þar í landi, bæði í samkvæmis- og viðskipta- lífinu. Í viðtali við DV sagði hún að hún myndi reyna selja allt sem hún gæti fyrir Ísland. bodi@dv.is STYÐUR FEGURÐAR- DÍSIRNAR EggErt Pétursson liStamaður Hannar HálSmen með tíu rauðum Steinum Fyrir ForSetaFrúna Jónína Ben: Sólveig Eiríksdóttir, heilsugúru Íslands, hefur samkvæmt Face- book-síðu fengið sér sitt fyrsta húðflúr. Sólveig, sem er þekkt undir nafninu Solla á Grænum kosti, lét húðflúra á sig á dög- unum hið heimsþekkta merki Óm úr jógaspekinni. Táknið merkir einfaldlega „allt sem var, er og verður“ og fer fólk með nokkurs konar Óm-bæn er það stundar jóga. Solla hefur fengið mikið hrós á síðu sinni fyrir að gerast svo djörf að fá sér húðflúr en Óm-merkið ku vera á hægri handlegg Sollu. HEILSUGÚRÚ MEÐ HÚÐFLÚR skartgripahönnuðir dorrit Moussaieff og Eggert Pétursson við afhendingu hjartaarfans í síðustu viku. MEN FYRIR DoRRIT GENGIN Í FRAMSókN Jónína Ben Hefur fengið sig fullsadda af ástandinu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.