Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.2008, Side 21

Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.2008, Side 21
FIMMTUdagUr 11. dESEMBEr 2008 21Fréttir Vélvæddur lífsförunautur Le Trung, 33 ára snillingur frá Ontario í Kanada, var of önnum kafinn til að gefa sér tíma til að finna sér lífsförunaut. Trung greip því til þess ráðs að búa til sambýl- iskonu. Afraksturinn varð Aiko, englakroppur á þrítugsaldri. Aiko situr ekki auðum höndum því hún sér um léttar hreingerningar og ýmis önnur heimilisverk. Hún veit hver uppáhaldsdrykkur Trungs er. Aiko er vel að sér í reikningi og sér meðal annars um reikn- inga Trungs. Le Trung sagði að hann hefði ekki smíðað Aiko sem kynlífsfélaga, en það væri hægt að breyta henni með það í huga. Hundurinn Clyde braut blað í sögu þýskra dómstóla: Hundur komst á blöð sögu þýskra dómstóla þegar hann var kallaður til vitnis í dómsal í Köln á dögunum. Í viðtali við dagblaðið Expressen, hverfisblað í Köln sagði talsmaður dómshússins að allajafna fengju dýr ekki aðgang að húsakynnum dóm- stóla, en „í þessu tilfelli gerðum við undanþágu“. Hundurinn var dreginn inn í deilu leigusala og leigjanda hans, að nafni Ralf Urban. Samkvæmt leigusamn- ingi við leigjandann var hundahald bannað. Leigjandinn hélt því hins vegar fram að hundurinn væri ekki hjá honum. Hann sagði að hundur- inn væri hjá sjötíu og eins árs gam- alli móður hans, Margarethe Urban, sem býr á sömu hæð. Leigusamning- ur við móður leigjandans er eldri og er henni heimilt, samkvæmt honum, að hafa hund í íbúðinni. Lögfræðingur leigusalans fór fram á að hundurinn, bandarískur bolabítur að nafni Clyde, kæmi fyrir réttinn sem vitni því til staðfestu að hin aldna móðir hefði ekkert hús- bóndavald yfir Clyde. Sú varð einnig raunin. Hvað Clyde varðaði gat móðir leigjandans allt eins verið fjarverandi. Þegar Margarethe reyndi, að beiðni dómarans, að fara með Clyde í vitnastúkuna varð hann órólegur. Hann horfði stöðugt til Ralfs og Margarethe tókst ekki að róa hann. Clyde tók einungis við skipunum frá Ralf sem róaði hann án vandræða. Leigjandinn var þó ekki á að leggja árar í bát. Hann bar brigður á vitnis- burð hundsins og segir yfir allan vafa hafið að Clyde hafi frosið vegna álags- ins í dómsalnum, enda ljóst að Clyde er alls óvanur því að bera vitni fyrir rétti. Hvort frammistaða Clydes kem- ur til með að hafa afgerandi áhrif í þessu deilumáli kemur í ljós 20. jan- úar á næsta ári. Hundur kallaður til vitnis Bannað að bölva og ragna Það er eins gott að fara varlega í að bölva og ragna í enska bænum Preston, í það minnsta þegar líður að jólum. Bæjarráð hefur nefni- lega tekið þá ákvörðun að þeir sem verða berir að bölvi verði sektaðir. Og það er ekki um að ræða klink þegar kemur að sektinni því hún verður 80 sterlingspund, eða um þrettán þúsund og fimm hundr- uð krónur. Bannið er þáttur í við- leitni bæjarráðs til að sveipa bæ- inn anda jólafriðar og -anda. Að banni við bölvi og ragni meðtöldu er einnig mælst til þess að fólk sé ekki of drukkið, láti vera að æla á torgum og pissi ekki úti á götu. Sá sem hugðist myrða teiknarann Kurt Westergaard fær helgarfrí: Kurt Westergaard, danski teiknar- inn sem teiknaði eina umdeildustu myndina af spámanninum Múham- eð, fékk líflátshótanir í kjölfar birting- ar myndarinnar, líkt og aðrir teiknarar sem gert höfðu slíkt hið sama. Nafn Westergaards hefur borið hæst í umræðunni sem spannst í kjöl- far myndbirtinganna, enda fór mynd hans sérstaklega mikið fyrir brjóst múslíma. Einn þeirra sem tadir eru hafa haft í bígerð að myrða Westergaard, að mati dönsku öryggislögreglunn- ar PET, býr nú í flóttamannabúðum í Sandholm, norður af Kaupmanna- höfn. Ekki hefur verið hægt að vísa hon- um úr landi vegna laga um að slíkt megi ekki ef viðkomandi eigi á hættu pyntingar eða líflát í heimalandi sínu. Manninum, sem á rætur að rekja til Túnis, hefur því verið liðin landvist í Danmörku, en í flóttamannabúðum. Nú lítur út fyrir að Kurt Westerg- aard geti vænst þess að hitta á förn- um vegi manninn sem, að mati PET, hugðist myrða hann. Dómsmálaráð- herra Danmerkur segir að það myndi stríða gegn mannréttindum Túnis- búans að meina honum að heim- sækja fjölskyldu sína um helgar, en fjölskyldan býr í Gellerupparken við Árósa á Jótlandi, heimabæ Wester- gaards. Sú hætta var á sínum tíma ein ástæðnanna fyrir því að þegar unnið var að fjárlögum Danmerkur þrýsti Danski þjóðarflokkurinn ríkisstjórn- inni til pólitísks samkomulags um að herða sem fyrst lög sem lúta að út- lendingum sem er liðin landvist á áð- urnefndum forsendum. Býr í heimabæ teiknarans Í bígerð er að opna sérstakt safn um einræðisherrann og harðstjór- ann Saddam Hussein, sem stjórn- aði með harðri hendi í Írak frá 1979 til 2003. Ráðgert er að safnið verði opnað í Bagdad, höfuðborg lands- ins, á næsta ári. Hugmyndasmiðurinn að baki safninu er Arif Abdul Razak al-Sha- heem dómari, en hann var ein- mitt dómari réttarins sem dæmdi Hussein til dauða í nóvember 2006. Dauðadómnum var framfylgt í lok desember sama ár. Safnið mun verða eins kon- ar skrásetning þeirra glæpa sem framdir voru af stjórn Saddams og er ætlað að senda skýr skilaboð um að jafnvel verstu harðstjórar fái ekki flúið réttlætið. Arif Abdul Raz- ak al-Shaheem vill að tuttugu og sex milljónir skjala sem innihalda sönnunargögn verði aðgengileg á safninu, þeirra á meðal vitnis- burðir og yfirlýsingar verjenda frá réttarhöldunum yfir Saddam og skósveinum hans. „Ég mun senda skilaboð til allra einræðisherra í heimi hér um að tími einræðis sé liðinn,“ sagði Arif Abdul Razak al- Shaheem um safnið. Hryllingssafn Saddams Á meðal sýningargripa verður járn- búr, mótað eins og mannslíkami, sem notað var til að pynta íþrótta- menn sem ekki stóðu undir vænt- ingum. Einnig verður hægt að berja augum, á þessu hryllingssafni Sadd- ams, blóðugar snörur og árásar- áætlanir sem miðuðu að útrýmingu Kúrda, en tilvist þeirra var eitt af því sem Saddam hugnaðist ekki. Á safninu verða til sýnis raun- veruleg skjöl um árásirnar á varn- armálaráðuneyti Kúrda og „hvern- ig ráðgert var að þurrka út þorpin“, sagði Shaheem. Á meðal þeirra skjala er kort sem notað var í svo nefndri al-Anfal-herferð, en í henni beittu Saddam Hussein og frændi hans, Ali Hassan al-Majid, Efna- vopna-Ali, efnavopnum til að drepa þúsundir Kúrda í norðurhluta Írak. Á því má sjá rauðgular örvar sem sýna hreyfingar herja Saddams og rauða punkta sem sýndu staðsetn- ingu uppreisnarsveita Kúrda sem nú hafa tekið við hlutverki öryggis- sveita í Kúrdistan. Pyntingar í húsnæði ólympíunefndar Járnbúrið sem verður til sýn- is fannst á skrifstofum íröksku ól- ympíunefndarinnar og er eitt af því hryllilegasta á safninu. Ólymp- íunefndin var undir stjórn sonar Saddams, Uday, en hann var síst skárri pappír en faðir hans. Búrið var notað til að pynta íþróttamenn sem ekki stóðu undir þeim væntingum sem gerðar voru til þeirra. Hnefaleikari einn, sem tapaði bardaga, var afklæddur og lokaður inni í búrinu sem síðan var híft upp. Í þrjátíu daga mátti hann þola brennandi sólina, innilok- aður í búrinu, ófær um að beygja fótleggina og með brunasár vegna heits járnsins. Eftir að hnefaleikamanninum hafði verið gefið eitthvað að eta sveifluðu verðirnir búrinu þannig að fórnarlambið seldi upp. Síðasti felustaðurinn Til að byrja með verður safnið til húsa í litlum sal sem er rúmlega 220 fermetrar að flatarmáli. Sal- urinn er í vöruskemmu, og nú er unnið að því að koma öllum skjöl- um stjórnar Saddams í tölvutækt form. Hugmynd er uppi um að smíða tröppur niður í salinn og hafa inn- ganginn þannig að sólin komi upp að baki honum. Á táknrænan hátt mun sólin rísa og skína á nokkuð sem heyrir sögunni til. Auk pyntinga- og morðtóla verða sýndir hlutir sem Saddam Hussein hafði í fórum sínum þeg- ar bandarískir hermenn fundu hann árið 2003. Eftirlíking í fullri stærð af hol- unni sem Saddam fannst í um miðjan desember 2003 verður sett upp í einu horni salarins. Þeir hlutir sem hann var þá með verða til sýnis á safninu; skjalataska, spegill, landlínusími og tvær bækur, kóraninn og skáldsaga. Stólar sakborninga Ætlunin er að að þrír stólar sak- borningastúku réttarsalarins, þar sem réttað var yfir Saddam Huss- ein, Efnavopna-Ali og Tarik Aziz, aðstoðarforsætisráðherra Sadd- ams, verði endurgerðir og sýndir. Sönnunargögn um harðstjórn Saddams munu verða aðgengi- leg í tölvum og ekkert á að verða undanskilið. Þar mun geta að líta smáatriði skipunar Saddams um að taka af lífi sjíamúslima sem risu upp gegn honum í kjölfar Flóa- stríðsins 1991 og fyrirmælin um dráp 148 sjíamúslima í bænum Dujali, en dauðadómur Saddams grundvallaðist á þeim verknaði. Lokatakmark Arif Abdul Raz- ak al-Shaheem dómara er að færa safnið inn í húsnæði dómstóls- ins. Þar voru áður til húsa höfuð- stöðvar Baath-flokks Saddams, og stendur það ekki fjarri bandaríska sendiráðinu innan græna svæðis- ins svonefnda. Shaheem er bjartsýnn á að inn- an árs verði störfum dómstóls- ins lokið, en þrettán mál bíða enn umfjöllunar, og þá verði hægt að leysa réttinn frá störfum. Pyntingartæki Íþróttamönnum var ekki sýnd linkind. Saddam Hussein Í bígerð er að opna safn um sjórnartíð hans og glæpi. Hryllingssafn saddams Kurt Westergaard gæti hitt á götu þann sem hugðist myrða hann. Bolabítur Clyde var kallaður til vitnis í dómsmáli í Köln. getur enn skipað í sæti Obamas Eins og málum er nú háttað er ekkert því til fyrirstöðu að Rod Blagojevich, ríkisstjóri Illinois, tilnefni einhvern til að taka sæti Baracks Obama í öldungadeild- inni, þrátt fyrir ákærur um að hafa ætlað að höndla með sætið. En menn eru sammála um að slíkt myndi krefjast sterkra tauga af hálfu Blagojevich, og hann yrði að hafa hraðar hendur því löggjafi Illinois leggur nótt við dag til að svipta Blagojevich þeim réttind- um. Refsing vegna þeirra brota sem hann er sakaður um nemur þrjátíu ára fangelsisvist.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.