Landshagsskýrslur fyrir Ísland - 01.01.1911, Blaðsíða 184
*
178
Vextir og afborganir lána er orðinn sá gjaldabálkur í sýslureikningunum, er
næst gengur samgöngumálunum, og fer hann vaxandi. Þessi útgjöld voru:
Vextir Afborganir Samtals
1906 12088 kr.
1907 16162 —
1908 6058 kr. 10716 kr. 16722 —
1909 7760 — 30177 — 37937 —
Ymisleg útgjöld sýslusjóðanna námu 1909 6894 kr. Meðal þeirra voru talin :
Útlán og áfallnar ábyrgðir ......................... 1166 kr.
Ýmislegur skrifstofukostnaður ........................ 1127 —
Endurskoðun reikninga ................................. 735 —
Ritfangakostnaður oddvita.............................. 603
3. Efnahagur., Samkvæmt yfirlitum um efnahag sýslnanna, sem fylgja
sýslureikningunum, voru eignir þeirra og skuldir:
Eignir Skuldir
31. des. 1908 ....................... 145382 kr. 177627 kr.
31. des. 1909 .................... 164103 — 174958 —
Samkvæmt þessu liafa eignir sýslnanna aukist talsvert árið 1909, en skuld-
irnar lækkað lítið eitt, en hvorugt mun vera fyllilega að marka, heldur mun þetta
stafa af því, að eignaframtalið sje dálítið skárra síðara árið og að úr skuldalista
sýslnanna hefur verið sleppt lánum, sem þær hafa tekið fyrir aðra og aðrir annast
um greiðslu á, en þær cinungis ábyrgjast greiðsluna. Samkvæmt þessum yfirlitum
hrökkva eignir sýslnanna ekki fyrir skuldum, en það er varla vafi á því, að þetta
stafi af ónógu eignaframtali, þvi að í mörgum sýslum eru engar aðrar eignir taldar
heldur en eftirstöðvar í sjóði eða útistandandi fje. Einkanlega virðist áfátt í þessu
efni, að þvi er kemur til sýslnanna á Suðurlandi, því að ósennilegt er, að sýslurnar
sunnanlands. sem skulda 2—3 falt meira heldur en sýslurnar á Norðurlandi, eigi
7—8 falt minni eignir lieldur en þa:r.