Húnavaka - 01.05.2012, Blaðsíða 40
H Ú N A V A K A 38
ist í þriggja til fjögurra daga dvöl í Beijing og
ná grenni, sjö til átta daga á Yangtze svæðinu í
mið hluta landsins og tvo til þrjá daga í suður-
hluta þess, alls 14 daga. Síðan dvöldum við tvo
daga í Hong Kong. Skipulag, móttökur og
þjónusta, þ.ám. hótel, var allt til fyrirmyndar.
Að sjálfsögðu var fararstjóri með hópnum
allan tímann, einn til tveir sérlegir fulltrúar
kínverskra stjórnvalda og tveir til þrír túlkar og
talaði einn þeirra íslensku. Opinberar móttökur
voru allmargar enda vorum við opinberir gestir.
Sumar voru mjög stuttar eða um hálftíma. Svo
var t.d. um þá fyrstu, kl. 10 morguninn sem við
lentum, og var hún í boði forseta þjóðþingsins
og önnur daginn eftir í boði varaforseta ríkisins.
Aðrar voru undanfari kvöldverðar eða af öðru
tilefni en formið var alltaf hið sama. Gestgjafinn
og forystumaður gestanna, þ.e. Salóme, sátu sitt
hvoru megin við lítið borð og fluttu stutt ávörp.
Aðrir sátu að baki þeim og til hliðar. Gestunum
leyfðist að leggja fram eina fyrirspurn hverjum,
sem gestgjafinn svaraði. Þetta form var ekki síst
heppilegt við kvöldverðarboð, því með þessu
lauk öllum formsatriðum, fólk settist frjálslega til
borðs og engin frekari ræðuhöld á dagskrá.
Við komuna til Beijing blasti við okkur nýr
heimur. Veður var kyrrt og fremur svalt, nokk-
urra stiga frost. Þykk móða var í lofti og mengun
slík að mig var farið að svíða í öll vit þegar líða
tók á daginn. Stræti stórborgarinnar voru iðandi
af mannlífi, umferðin gríðarleg og farartæki af
öllum stærðum og gerðum. Bílar voru þó
tiltölulega fáir en mergð af fólki á reiðhjólum,
margt af því með kerrur eða litla vagna í
eftirdragi og á þeim hverskonar varningur,
jafnvel sementspokar og steypustyrktarjárn.
Nokkuð var um þríhjóla farartæki á stærð við
gamla Ford. Framhluti þessara farartækja var
með einu hjóli, mótor og ökumanni, síðan
komu einskonar liðamót og aftan við þau
tvíhjóla flutningavagn. Þessi tæki sáust mjög
víða í Kína. Auglýsingaskilti vestrænna stór-
fyrirtækja sáust víða um borgina og Mc Donald´s
blasti við í miðborg Beijing.
Torg hins himneska friðar er geysistórt, hið
Kristinn H. Gunnarsson.
Sigbjörn Gunnarsson.
Belinda Theriault.