Húnavaka - 01.05.2012, Blaðsíða 264
H Ú N A V A K A 262
og til góðan tíma utan leik skóla lóð-
arinnar á útinámssvæði, Villisvæðinu,
sem er norðan við leikskólann. Á
miðju svæðinu er eldstæði á malar-
hring og þar í kring eru sæti úr
rekaviðardrumbum. Stundum eldum
við súpu þar og hitum kakó sem er
afar vinsælt. Að vera á Villisvæðinu
býður upp á fjölbreytta leiki og
athafnir án leikfanga eða leiktækja og
þar fer fram mikið uppgötvunar- og
könnunarnám sem eflir sjálfstæði og
samvinnu nemenda. Þar fer einnig
fram hið ósýnilega nám, þ.e. þegar
nemandinn skoðar og veltir hlutum
fyrir sér, reynir sig við athafnir og
uppgötvar og safnar reynslu með því
að framkvæma og prufa sig áfram.
Síðan er að tala um, segja frá og
hlusta á aðra segja frá upplifuninni.
Inn í útinámið tengjast vettvangs-
ferðir innan sveitarfélagsins en við
erum svo heppin á Barnabóli að hafa
góða aðstöðu til að stunda útinám.
Stutt er í fjöru, tún og hóla, Höfðann,
Hólabergin og höfnina og atvinnulífið
þar.
Kennarar Barnabóls eru sannfærðir
um mikilvægi útinámsins, m.a. til að
byggja upp jákvæða sjálfsmynd
nemandans, sjálfstæði hans og
útsjónarsemi, að nemendur
læri að bera virðingu fyrir
umhverfi sínu og náttúrunni
og sýna umburðarlyndi, kjark,
kraft og þor. Og ekki síst að
þeir læri á og um samfélagið
sitt og að vera fullgildur
þátttakandi í því.
Á síðustu árum hef ég sem
leikskólastjóri stundum verið
hugsandi yfir hlutverki og
starfsumhverfi leikskólanna í
landinu og fyrir hvað þetta
fyrsta stig formlegrar mennt-
unar stendur í hugum fólks.
Ég hef velt fyrir mér hvort leikskólinn
sem menntastofnun njóti nægrar
jákvæðrar athygli eða hvort
leikskólarnir séu ekki „fréttamatur“
nema þegar fjallað er um rekstrarlega
eða neikvæða þætti sem og óvinsælar
aðgerðir. Nær faglegt, metnaðarfullt,
uppbyggilegt og skemmtilegt starf
leikskólanna ekki athygli fjölmiðla til
að skila því til samfélagsins. Það er
einnig hlutverk kennara og foreldra
að vekja athygli á gróskumiklu og
fjölbreyttu starfi leikskólanna og stuðla
að því að það endurspeglist til sam-
félagsins.
Á árlegum degi leikskóla, 6. febrúar,
nýttum við Barnabólsbúar einmitt
tækifæri til að vekja jákvæða athygli á
okkur með opnun listsýningar í
Landsbankanum. Verkefnin sem voru
á sýningunni tengdust öll þema Barna-
bóls „Náttúra, tónlist og heim speki“
og hlaut sýningin lof sýningar gesta.
Til að kynnast starfi og verkefnum
Barnabóls bendi ég á heimasíðuna á
slóðinni: www.leikskólinn.is / velja
landssvæði / velja Leikskólann Barna-
ból.
Þórunn Bernódusdóttir, leikskólastjóri.
Við eldstæðið á útinámssvæðinu okkar. Myndin tekin
af Lilju Ingólfsdóttur í nóv. 2011.