Húnavaka - 01.05.2012, Blaðsíða 247
245H Ú N A V A K A
sveita sóknunum er messað á stór há-
tíðum, kirkjuafmælum eða af öðrum
tilefnum. Hinn 27. mars var bryddað
uppá þeirri nýbreytni að vera með
sameiginlega fjölskylduguðsþjónustu í
Húnaveri fyrir sóknirnar þrjár, Holta-
staðasókn, Bólstaðarhlíðarsókn og
Bergs staðasókn. Húsrýmið gaf mögu-
leika á að vera með líflega messugjörð
og messukaffi að athöfn lokinni. Mikil
ánægja var með þetta fyrirkomulag og
messufólk var sammála um að fram-
hald mætti vera á.
Sjómannaguðsþjónustan var haldin
að venju laugardaginn fyrir Sjómanna-
sunnudaginn. Skrúðganga með fána-
berum og sóknarpresti í broddi
fylkingar gekk frá höfninni til Hóla-
neskirkju. Sjómannakórinn, sem æfir
fyrir þessa einu árlegu athöfn, söng af
miklum krafti og innlifun. Sjó manna-
messan í Hólaneskirkju er einstæð
upplifun, krafturinn og gleðin sem
ríkir snertir hvern einasta kirkjugest.
Lögin sem kórinn syngur eru að vísu
ekki beint uppúr sálmabókinni en
þegar sjómannakórinn syngur sjó-
manna sálminn ,,Líknargjafi þjáðra
þjóða“ eftir Jón Magnússon, nr. 497 í
Sálmabók Þjóðkirkjunnar, með sinni
einstöku djössuðu útsetningu, lætur
það engan ósnortinn.
Gospelmessa hefur verið árlegur
viðburður á Kántrýdögum á Skaga-
strönd. Árið 2011 var hún með breyttu
sniði. Í þetta sinn sá Friðrik Ómar,
ásamt undirleikara sínum, um tón-
listina. Kórfélagar í kór Hólaneskirkju
gátu því í þetta sinn tekið þátt í
hátíðarhöldunum áhyggjulausir, mætt
í kirkju og notið þess að hlusta á vel
heppnaðan tónlistarflutning og ljúfan
söng.
Guðsþjónustan hefur árum saman
verið í samkomutjaldinu en var nú
færð í Hólaneskirkju vegna mikils
slag veðurs.
NTT (níu til tólf ára) starf var
haldið vikulega vor og haust í Hóla-
neskirkju. Að vanda var farin ævin-
týraferð í Vatnaskóg í byrjun maí.
Ferðin tókst í alla staði vel og sóknar-
prestur var ákaflega stoltur af sínum
stóra og fríða hópi.
Foreldramorgnar voru í Hóla-
neskirkju á miðvikudögum. Góð mæt-
ing hefur verið á morgnana, börn,
mæður og einstaka pabbi eiga nota-
lega stund yfir kaffisopa og spjalli
með an börnin leika sér saman.
Sóknarprestur var með vikulegar
helgistundir á Dvalarheimilinu Sæ-
borg vorið 2011. Vegna fækkunar á
heimilinu og brottflutnings undir-
leikara starfsins hefur form helgi-
haldsins verið í endurskoðun.
Fermingarnámskeið var haldið að
venju í Vatnaskógi í lok ágústmánaðar.
Dvalið var þar frá mánudegi til
föstudags. Námskeiðið var frábært í
alla staði og bæði ungmennin og
sóknarprestur komu heim endurnærð
á sál og líkama eftir hressilega daga í
hópi annarra fermingarbarna úr
Húnavatns- og Skagafjarðar prófasts-
dæmi. Að þessu sinni voru færri börn
úr Skagastrandarprestakalli en oft
áður eða aðeins 8 börn, 6 drengir og
2 stúlkur.
Í kirkjubækur Skagastrandar-
prestakalls árið 2011 voru eftirfarandi
athafnir skráðar í prestþjónustubækur:
Skírð voru 15 börn, þrjár hjónavígslur
fóru fram og átta útfarir. Eru þetta
fleiri athafnir en áður hafa verið.
Ursula Árnadóttir, sóknarprestur.