Húnavaka - 01.05.2012, Blaðsíða 168
H Ú N A V A K A 166
hámæli var honum falið það hlutverk að gera vísur um skipshöfnina sem hann
fór svo með á sjó manna daginn í góðra vina hópi. Þetta voru tækifærisvísur um
hitt og þetta en hann var lunkinn að sjá spaugi legu hliðarnar á hlutunum.
Vísurnar voru hins vegar ekki allar prenthæfar.
Stefán var veiðimaður og hafði mjög gaman af
öllum veiðiskap, hvort sem það var silungs- eða
laxveiði. Hann fór gjarnan upp í heiði og renndi
fyrir silung þar. Hann átti einnig oft góða daga
við veiði í Blöndu, hvort sem hann átti daginn eða
fór með frændum og vinum til að fylgjast með
laxveiðinni.
Hann var golfáhugamaður og einn af þeim
sem stóðu að stofnun golfklúbbs á Skagaströnd. Á
meðan heilsa hans leyfði stundaði hann
golfíþróttina af kappi og naut þeirra stunda sem
hann átti á Háagerðisvelli.
Bílar vo ru einnig í miklu uppáhaldi hjá Stefáni.
Einkum hafði hann áhuga á breyttum jeppum og
átti marga slíka sem hann lá gjarnan yfir að
lagfæra og breyta og naut þess að beita þeim í vetrarófærð og við erfiðar
aðstæður.
Síðustu árin átti Stefán við erfið veikindi að stríða sem gerðu hann óvinnu-
færan. Hann lést að heimili sínu á Skagaströnd. Útför hans var gerð frá Kálfa-
tjarnarkirkju 27. maí.
Sigurður Kristinsson.
Lárus Árnason,
Skagaströnd
Fæddur 18. ágúst 1922 – Dáinn 21. maí 2011
Lárus fæddist í Víkum á Skaga. Foreldrar hans voru Árni Antoníus
Guðmundsson, fæddur í Víkum á Skaga, 1870-1931 og Anna Lilja Tómasdóttir,
fædd í Neðri-Lækjardal, á Refasveit en alin upp í Ásbúðum á Skaga, 1883-
1973. Þau hjón bjuggu alla tíð í Víkum.
Systkini Lárusar voru í aldursröð: Guðmundur Magnús, Vilhjálmur, Fanney
Margrét, Karl Hinrik, Sigríður Sigurlína, Hilmar, Leó, Hjalti og sveinbarn er
dó dagsgamalt. Þau eru nú öll látin.
Um 1950 kynnist Lárus eiginkonu sinni, Sigurlaugu Jónsdóttur, 1927-2011,
sem fæddist á Álfhóli á Skagaströnd. Foreldrar hennar voru Jón Ólafsson og
Eðvarðsína Kristjánsdóttir en Sigurlaug ólst upp hjá móðurömmu sinni,
Sigurbjörgu Sigurbjörnsdóttur og móðurbræðum sínum, þeim Sigurbirni og
Kára. Þeir bræður reistu síðan húsið Kárastaði á Skagaströnd ásamt móður
sinni og á Kárastöðum fæddust Lárusi og Sigurlaugu börnin þeirra tvö: Kári