Húnavaka - 01.05.2012, Blaðsíða 163
H Ú N A V A K A 161
og var snjall gítarleikari. Um tíma var hann einnig að kenna á gítar og fórst
það vel úr hendi. Þá stofnaði hann hljómsveitina GOR. Hann samdi tónlist og
texta sem sumir fjalla um hans hlutskipti í lífinu. Hann átti aldrei nóg af
gíturum og gítarana kallaði hann elskurnar sínar.
Þrátt fyrir erfið veikindi þá var Kári glaðlegur ungur maður. Hann var
mikill húmoristi, sem sneri erfiðum aðstæðum og setti í umgjörð sem vakti bros
og hlátur.
Hann lést á Borgarspítalanum. Útför hans fór fram frá Bústaðakirkju 10.
mars og jarðsett var í Kópavogskirkjugarði.
Sr. Pálmi Matthíasson.
Guðrún Erlendsdóttir,
Sæbóli, Blönduósi
Fædd 26. október 1922 – Dáin 6. mars 2011
Guðrún Erlendsdóttir fæddist í Reykjavík. Foreldrar hennar voru Sveinfríður
Jónsdóttir frá Hamri í Hegranesi, 1898-1967 og Erlendur Gíslason frá Kiða-
bergi í Grímsnesi í Árnessýslu, 1891-1923. Þau bjuggu í Reykjavík og áttu tvö
börn og gekk Sveinfríður með þriðja barnið þegar Erlendur drukknaði á
Sundunum við Reykjavík. Eftir missinn flutti hún
norður í Skagafjörð, að Hamri í Hegranesi, til
frænda síns, Stefáns.
Seinni maður Sveinfríðar var Ólafur Ólafsson
frá Háagerði á Skagaströnd, 1905-2001. Alsystkini
Guðrúnar voru: Guðmundur og Erlenda Stefana.
Guð rún á fimm hálfsystkini, sem eru: Jónmundur,
Ingibjörg Olga, Eiðný Hilma, Ólafur og Guðríður
Fjóla.
Guðrún ólst upp á Kleif á Skaga hjá móður
sinni og Ólafi stjúpa sínum. Hún fór snemma að
vinna og var dugleg til allra verka, m.a. reri hún
ung til fiskjar með Ólafi. Hún var um tíma á
Húsmæðraskólanum á Löngumýri í Skagafirði en
fór sem ung stúlka til Reykjavíkur og vann þar við
ýmis þjónustu störf.
Guðrún giftist árið 1957, Baldri Þórarinssyni, 1921-1988, frá Skúfi í Norð-
ur árdal. Eignuðust þau sex börn. Elst barna Guðrúnar er Gísli Ófeigsson,
kona hans er Ester Garðarsdóttir og eiga þau þrjú börn, næstelst er Sveinfríður
Sigrún Guðmundsdóttir, maki Ásgeir Axelsson, 1942 - 2011, og eiga þau 12
börn. Börn Guðrúnar og Baldurs eru, Þórarinn, kvæntur Guðrúnu
Kristinsdóttur og á hann tvö börn. Magnús, maki Helga Sigurðardóttir og
eiga þau þrjá syni. Þrándur, maki Emilía M. Stefánsdóttir og á hann þrjú
börn. Sigurbjörg, maki Hreiðar Margeirsson og á hún fjögur börn. Steinvör,