Húnavaka


Húnavaka - 01.05.2012, Blaðsíða 65

Húnavaka - 01.05.2012, Blaðsíða 65
H Ú N A V A K A 63 eftir hjálp. Þegar búið var að losa um aktygin og stugga við honum spratt hann á fætur og virtist alheill en með sár á hægri lend. Nagli hafði stungist á kaf í hægri lend og þannig lá klárgreyið grafkyrrt í æðilangan tíma. En nú styttist í óvanalega atburði þar sem einnig kerran og Blesi koma við sögu. Mér var sagt að þvo kerruna vel og vandlega, til þess varð ég að fara niður í á og það var Blesa ekkert vel við því megnið af sumrinu höfðum við farið tvisvar á dag að sækja vatn í 200 lítra tunnu. Blesi var orðinn leiður á þessu sífellda ónæði og kargur við þennan strákgepil. Ég held að þetta hafi verið þurrkasumarið mikla og mörg vatnsból á bæjum orðin þurr. Tveir stálpaðir kálfar voru skildir frá kúnum, reknir suður að fjárhúsum og hurðirnar teknar af lömum. Grímur kom með kindabyssuna og skaut báða kálfana sem gerðir voru til í snatri og var kjötið síðan lagt í kerruna þannig að það kólnaði sem fyrst. Nú var ljóst að við Grímur áttum langferð fyrir höndum. Kjötið þurfti að komast í kæli sem allra fyrst og við þurftum því út í Vatnsdalshóla í veg fyrir Norðurleiðarbílinn. Ég fékk fjöl þversum á kerruna sem sæti en Grímur var ríðandi. Við fengum mikið og gott að borða og lögðum síðan af stað undir nóttina. Þetta var hlý sumarnótt, logn og ilmur af þurrheyi lá í lofti. En hundurinn sást hvergi, hefur líklega verið lokaður inni, stakk ég upp á. Þess þurfti ekki, hann flýði af bænum þegar hann sá byssuna, sagði Grímur. Þegar leið á nótt sótti svefn fast á okkur alla, menn og hesta, þar sem við siluðumst áfram í logninu. Skyndilega sveipaðist um okkur hvít móða sem huldi dalbotninn nánast hlíða á milli, þéttust yfir ánni. Dalalæða eða kerlingarvella öðru nafni, sagði Grímur. Um þetta leyti hafði ég komist í mannkynssöguna og rakst þar á hetjuna Spartacus sem þeysti um í stríðsvagni sem dreginn var af tveim gæðingum. Í svefnmókinu þótti mér heldur lítil reisn yfir okkur Blesa með tvo dauða kálfa þar sem við siluðumst upp með túngarðinum á Hnjúki. Skyndilega hrökk ég upp við æðisgengið gelt og urr, Blesi greikkaði sporið og ég var nærri dottinn afturábak ofan á kálfana. Ófriðurinn stóð af tveimur mórauðum ljóngrimmum heimilishundum á Hnjúki. Bersýnilegt var að þeir höfðu legið í leyni innan við túngarðinn og ekki látið til skarar skríða fyrr en við vorum komnir í dauðafæri. Lengi síðan var ég hræddur við hundana á Hnjúki þótt þeir reyndar þyrðu ekki út fyrir túngarðinn. Fyrir innan garð voru þeir öruggir. Á heimleiðinni gelti ég og sigaði á móti og þá urðu þeir alveg óðir og froðufelldu af æsingi. Nú hafði ég nógan tíma til að hugsa um ýmis vandamál mín, þar á meðal eitt sem snerti hundinn okkar og kallaður var Kátur. Hann var góðlyndur, gulmórauður á litinn með hringað skott og lafandi eyru og fremur loðinn. Við mig var hann latur og svikull og virtist enga rellu gera sér þótt hann svikist frá mér í hrossaleit. Þegar ég var búinn að binda á mig beislið, kominn með svipuna, sem ég varð að smíða sjálfur, og kallaði á hundinn þá sveikst hann frá mér áður en ég náði upp á efri brún. Honum tókst yfirleitt að hverfa án þess ég tæki eftir fyrr en um seinan. Hann nennti ekki einu sinni að taka á móti mér þegar ég rak hestana að heimahliðinu leiri stokkinn og hungraður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216
Blaðsíða 217
Blaðsíða 218
Blaðsíða 219
Blaðsíða 220
Blaðsíða 221
Blaðsíða 222
Blaðsíða 223
Blaðsíða 224
Blaðsíða 225
Blaðsíða 226
Blaðsíða 227
Blaðsíða 228
Blaðsíða 229
Blaðsíða 230
Blaðsíða 231
Blaðsíða 232
Blaðsíða 233
Blaðsíða 234
Blaðsíða 235
Blaðsíða 236
Blaðsíða 237
Blaðsíða 238
Blaðsíða 239
Blaðsíða 240
Blaðsíða 241
Blaðsíða 242
Blaðsíða 243
Blaðsíða 244
Blaðsíða 245
Blaðsíða 246
Blaðsíða 247
Blaðsíða 248
Blaðsíða 249
Blaðsíða 250
Blaðsíða 251
Blaðsíða 252
Blaðsíða 253
Blaðsíða 254
Blaðsíða 255
Blaðsíða 256
Blaðsíða 257
Blaðsíða 258
Blaðsíða 259
Blaðsíða 260
Blaðsíða 261
Blaðsíða 262
Blaðsíða 263
Blaðsíða 264
Blaðsíða 265
Blaðsíða 266
Blaðsíða 267
Blaðsíða 268
Blaðsíða 269
Blaðsíða 270
Blaðsíða 271
Blaðsíða 272
Blaðsíða 273
Blaðsíða 274
Blaðsíða 275
Blaðsíða 276
Blaðsíða 277
Blaðsíða 278
Blaðsíða 279
Blaðsíða 280
Blaðsíða 281
Blaðsíða 282
Blaðsíða 283
Blaðsíða 284
Blaðsíða 285
Blaðsíða 286
Blaðsíða 287
Blaðsíða 288
Blaðsíða 289
Blaðsíða 290
Blaðsíða 291
Blaðsíða 292
Blaðsíða 293
Blaðsíða 294
Blaðsíða 295
Blaðsíða 296
Blaðsíða 297
Blaðsíða 298
Blaðsíða 299
Blaðsíða 300

x

Húnavaka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húnavaka
https://timarit.is/publication/1122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.