Húnavaka - 01.05.2012, Blaðsíða 166
H Ú N A V A K A 164
Guðmundsson og eiga þau þrjú börn, Kristinn Þorvarður, hans kona er Guð-
finna Þorgeirsdóttir og eiga þau þrjú börn, Hall björn Þráinn, hans kona er
Elín Helga Jóhannes dóttir og eiga þau tvö börn, Guðrún Þórunn, henn ar maður
er Jóel Friðriksson, þau eiga þrjú börn.
Ágúst og Guðný byggðu sér hús á Skagaströnd ásamt Jóhanni, bróður hans
og nefndu húsið Bláland eftir fæðingarbæ bræðranna. Þar bjuggu þau þar til
þau flytja á Sæborg, dvalarheimili aldraðra á Skagaströnd, þegar það hóf
starfsemi 1988. Nokkrum mánuðum eftir að þau flytja á Sæborg andaðist
Ágúst en Guðný bjó á Sæborg í 19 ár, þar leið henni vel og undi hag sínum
vel. Í febrúar 2007 fór hún á Heil brigðisstofnunina á Blönduósi vegna
heilsubrests og dvaldi þar til dauðadags.
Guðný var skemmtileg og góð kona sem hafði einstaka skapgerð, var alltaf
ljúf og góð við alla. Slík skapgerð er oft forsenda fyrir því að ná háum aldri,
vera sáttur við sitt og láta smámál ekki koma sér úr jafnvægi. Hún lærði
snemma æðruleysi og að taka því sem lífið gaf henni með jafnaðargeði. Henni
var gefið gott skopskyn og góð frásagnargáfa. Hún gat verið mjög glettin og
spaugsöm. Hún vann vel úr málum, trygg og samviskusöm. Hún hugsaði
ógjarnan um sjálfa sig, kvartaði ekki og vildi ekki að aðrir hefðu áhyggjur af
sér. Eins og fleiri systkini hennar hafði hún góða söngrödd og kunni ógrynni
af sálmum og ljóðum.
Hennar lífsstarf var starf húsmóðurinnar og móðurhlutverkið. Hún var
mjög gestrisin og góð heim að sækja. Um árabil sá hún líka um að þrífa
kirkjuna á Skagaströnd.
Guðný lést á Heilbrigðisstofnuninni á Blönduósi, hún var jarðsungin frá
Hólaneskirkju 19. mars og jarðsett í Spákonufellskirkjugarði.
Sr. Ursula Árnadóttir.
Bergþóra Kristjánsdóttir,
Blönduósi
Fædd 14. maí 1918 – Dáin 9. maí 2011
Bergþóra var fædd í Köldukinn á Ásum, barn þeirra Guðrúnar Sigríðar
Jónsdóttur Espólín kennara og húsfreyju frá Mjóadal og Kristjáns Kristó-
ferssonar bónda í Köldukinn. Í Köldukinn ólst hún upp með bræðrum sínum
sem eru; Jón Espólín og Kristófer Björgvin.
Skólaganga hennar var hefðbundin barnafræðsla þess tíma, farskóli fjóra
vetrarparta og fullnaðarpróf. Eftir það var hún í námi hjá séra Þorsteini B.
Gíslasyni í Steinnesi og síðan í Kvennaskólanum á Blönduósi en þaðan
útskrifaðist hún vorið 1935.
Árið 1941 giftist hún Pétri Péturssyni frá Bolla stöðum. Foreldrar hans voru
Þórunn Sigur hjartardóttir frá Urðum í Svarfaðardal og Pétur Jónsson frá
Nautabúi í Skagafirði. Þau Bergþóra og Pétur hófu sinn búskap að Bollastöðum
í sam býli við fóstru Péturs, Unni Pétursdóttur. Frá Bolla stöðum fluttu þau