Húnavaka - 01.05.2012, Blaðsíða 160
H Ú N A V A K A 158
Flutti Elsa þá suður til Reykjavíkur og settist að í sannkölluðu fjölskylduhúsi
að Tjarnargötu 10d, sem Magnús faðir hennar hafði áður fest kaup á. Í þessu
húsi bjuggu Helga, móðir hennar og systirin Olga auk tveggja albræðra Elsu,
Jóns og Óskars, ásamt fjölskyldum þeirra.
Elsa hóf þá að starfa sem ritari á lögmannsstofu Jóns bróður síns og starfaði
þar til sjötugs. Hún var orðvör kona og vandaði framkomu sína en það vissu
þeir sem næst stóðu að hún hafði sterkar skoðanir jafnt á mönnum sem mál-
efnum.
Þær systur Olga og Elsa létu reisa lítið sumarhús, Vinaminni, að Flögu í
Vatnsdal á landskika sem Elsa hafði haldið eftir er hún hélt suður. Þar áttu þær
systur sælureit sem gegnt hefur mikilvægu hlutverki í lífi fjölskyldu Elsu gegn-
um árin. Í Vinaminni endurnýjaði Elsa áhuga sinn á ræk tunarmálum og hóf
skipulega skógrækt sem borið hefur ríkulegan ávöxt, afkomendum öllum til
mikillar ánægju.
Síðustu æviárin naut Elsa góðrar umönnunar á Droplaugarstöðum. Þótt
aldur og elli færðist yfir var hún áfram sjálfstæð í skoðunum og tók fullkomna
ábyrgð á eigin heilsu og lífi og naut virðingar allra sem umgengust hana.
Hún lést 93 ára að aldri. Útför hennar fór fram frá Fossvogskapellu 21.
janúar og var jarðsett í Fossvogskirkjugarði.
Guðlaug M. Jónsdóttir.
Vigdís Theodóra Bergsdóttir (Dósý),
Bjarnastöðum
Fædd 28. febrúar 1941 – Dáin 17. janúar 2011
Vigdís, oftast kölluð Dósý, fæddist að Bæjarskerjum í Miðneshreppi. Foreldrar
hennar voru Pálína Þórunn Theodórsdóttir frá Bæjarskerjum og Bergur Vig-
fús Sigurðsson fæddur í Skálholti í Biskupstungum, Árnessýslu.
Börn þeirra hjóna eru í aldursröð; Þorbjörg
elst, þá Vigdís, Margrét, d. 1994, Berglín, d.
1995. Einar, Hrönn, Guðveig, Valgerður Auð-
björg, og Sig urður Skúli.
Vigdís ólst upp hjá foreldrum sínum og
systkinum. Eftir barnaskólann í Sandgerði var
hún einn vetur í Reykholti og síðan einn vetur í
Kvennaskólanum á Blönduósi. Á síldarárunum
var hún í sumarvinnu við síldarsöltun á Siglufirði
og Seyðisfirði. Seinna kom hún aftur sem
ráðskona á síldarvertíð á Seyðisfjörð í
Sunnuversbraggann, þar sem voru um tvö
hundruð manns í fæði. Þá var hún rétt liðlega
tvítug.
Vorið 1963 réðst hún sem ráðskona til Magnús ar Björnssonar í Hnausum.