Fréttablaðið


Fréttablaðið - 27.01.2016, Qupperneq 4

Fréttablaðið - 27.01.2016, Qupperneq 4
Það má gera betur í þessum efnum og ljóst að staðan sem nú er uppi er ekki boðleg. Kristján Þór Júlíus­ son heilbrigðis­ ráðherra. Frá kr. 105.900 m/allt innifalið TENERIFE 2. febrúar í 7 nætur Netverð á mann frá kr. 105.900 m.v. 2 í stúdíó.Tamaimo Tropical SÉRTILBOÐ Bir t m eð fy rir va ra um pr en tvi llu r. He im sfe rð ir á sk ilja sé r r étt til le iðr étt ing a á sl íku . A th. að ve rð ge tur br ey st án fy rir va ra. Dómsmál Barnaníð á Suðurlandi Þann 18. janúar síðastliðinn var karlmaður dæmdur í fimm ára og sex mánaða fangelsi í Héraðsdómi Suðurlands fyrir kynferðisbrot gegn tveimur börnum. Dómstóllinn hefur ákveðið að birta dóminn ekki opinberlega vegna þess hve viðkvæmur hann þykir. – snæ samfélag Mikill hiti var í hópi mótmælenda sem komu saman fyrir utan höfuðstöðvar Lands- bankans í Austurstræti á hádegi í gær til að mótmæla sölu á 31,2 pró- senta eignarhlut bankans í Borgun. Bankastjóri Landsbankans, Steinþór Pálsson, hefur verið gagn- rýndur harðlega fyrir söluna eftir að í ljós kom að Borgun gæti átt von á greiðslum vegna valréttar Visa Inc. á Visa Europe. Mótmæl- endur báðu Steinþór um að svara fyrir þessa sölu. „Ætlarðu að segja mér að þú hafir ekki vitað að Borg- un myndi græða svona mikið eftir eitt ár?“ var Steinþór spurður. „Málið er það að við seljum á verði sem endurspeglar mikinn vöxt þannig að við erum að fá framtíðarávinning inn í söluna,“ sagði Steinþór og heyrðist hrópað „lygi“ umsvifalaust úr hópnum. „Ertu ekki vanhæfur fyrst þú klúðr- aðir þessu svona?“ var Steinþór spurður. Steinþór sagðist í samtali við Stöð 2 skilja reiði þeirra sem mótmæltu. „Það er náttúrulega mikil gremja í þjóðfélaginu með ýmislegt sem hefur aflaga farið á undanförnum árum. Traustið er í molum og þarna sýnist þeim að hlutir hafi brotnað. Það byggist á því að þau telja að þarna hafi einhverjir milljarðar verið á ferðinni,“ sagði Steinþór í samtali við fréttamann Stöðvar 2 í gær. Bankastjórinn segist telja það fjarri lagi að milljarðar hafi verið þarna undir. – jhh Bankastjóri segir gremju í þjóðfélaginu Fólkið sem var mætt í höfuðstöðvar Landsbankans í gær frábað sér spillingu. FréttabLaðið/SteFán. Dómsmál Hreiðar Már Sigurðs- son, Sigurður Einarsson og Magnús Guðmundsson voru allir sýknaðir í svokölluðu Chesterfield-máli í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Þremenningarnir voru allir meðal æðstu stjórnenda Kaup- þings. Ákæruvaldið taldi að þeir hefðu misnotað aðstöðu sína sem stjórnendur Kaupþings í 510 millj- óna evra lánveitingum til nokkurra eignarhaldsfélaga í eigu vildarvið- skiptavina bankans. Lánin voru veitt til að kaupa lánshæfistengd skuldabréf af Deutsche Bank sem tengd voru skuldatryggingarálagi Kaupþings. Markmiðið var að lækka skuldatryggingarálagið. Dómurinn tekur annars vegar afstöðu til ákæruliða eitt og þrjú þar sem fjallað er um lán til félag- anna vegna skuldabréfakaupanna og svo hins vegar til ákæruliða tvö og fjögur þar sem fjallað er um lán sem veitt voru til að mæta veð- köllum Deutsche Bank. Niðurstaða dómsins er að lánin hafi ekki verið veitt án trygginga og þar af leiðandi hafi Hreiðar, Sigurður og Magnús ekki stefnt fé bankans í verulega hættu. Hvað varðar lán sem veitt voru félög- unum vegna veðkalla Deutsche Bank þegar skuldatryggingarálag Kaupþings hækkaði telur dómur- inn einnig ósannað að með þeim hafi þremenningarnir misnotað aðstöðu sína og stefnt fé bankans í verulega hættu. Vikið er að því í dómnum að lykilvitni í málinu, Halldór Bjarkar Lúðvígsson, hafi verið óstöðugur í skýrslum sem hann hefur gefið í málinu, annars vegar undir rann- sókn málsins og hins vegar fyrir dómi. Verði að hafa þetta í huga þegar sönnunargildi skýrslna Hall- dórs Bjarkars er metið. – skh, jhh Dómurinn taldi framburð vitnis í Chesterfield-máli óstöðugan Þeir Hreiðar Már Sigurðsson og Sigurður einarsson voru ákærðir í svokölluðu Chesterfield-máli. FréttabLaðið/GVa sýrlanD Tuttugu féllu í sprengju- árásum í sýrlensku borginni Homs í gær og fleiri en hundrað særðust. DAISH-samtökin, sem kenna sig við íslamskt ríki, lýstu yfir ábyrgð á árásunum. Í viðtali við fréttastofu SANA sagði borgarstjóri Homs, Talal Barazi, að ráðist hafi verið á her- stöð með bílsprengju í fyrstu og svo fylgdi sjálfsmorðsárás í kjölfarið. Árásirnar eru gerðar í aðdraganda friðarviðræðna sem Sameinuðu þjóðirnar hafa boðað til milli ríkis- stjórnar Bashars al-Assad og upp- reisnarmanna. Friðarviðræðurnar eiga að hefjast í Genf í Sviss á föstudag en óvíst er hvaða hreyfingar uppreisnarmanna mæta. Stærsta fylking uppreisnar- manna boðar þó komu sína og mun Mohammed Alloush, leiðtogi Jaish al-Islam tala máli hennar. – þea Mannfall í árás á Homs tuttugu féllu í árásunum. nordiCpHotoS/aFp Heilbrigðismál Ríkisendurskoðun segir það algjörlega óásættanlegt að tvær ríkisstofnanir, Landspít- ali – háskólasjúkrahús og Sjúkra- tryggingar Íslands, skuli deila sín á milli um starfsemi sjúkrahótels við Ármúla í Reykjavík sem rekið er af einkafyrirtækjunum Sinnum ehf. og Heilsumiðstöðinni ehf. Í skýrslunni kemur fram að Land- spítalinn hafi allt frá árinu 2011 gert margvíslegar athugasemdir við aðstöðu, aðbúnað og efndir rekstraraðila á samningunum. Sjúkratryggingar hafi talið þær til- efnislausar og stofnanirnar deilt opinberlega vegna þessa. Ríkisendurskoðun hvetur vel- ferðarráðuneytið til að höggva á hnútinn. Marka þurfi mun skýrari stefnu um eðli og rekstur sjúkra- hótela og tryggja samræmi í samn- ingum milli aðila. „Það má gera betur í þessum efnum og ljóst að staðan sem nú er uppi er ekki boðleg. Við verðum nú að vinna að lengri tíma lausn í þeim efnum,“ segir Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra. „Ég er búinn að sitja fund með aðilum Landspítalans og í dag mun ég halda fund með Sjúkratrygg- ingum Íslands. Eftir þá fundi mun ég setjast niður með mínu fólki í ráðuneytinu til að finna lausn á þessu máli,“ segir ráðherra. Fram kemur í skýrslu Ríkisendur- skoðunar að meginvandinn felist í því að stofnanirnar hafi mismun- andi sýn á eðli, hlutverk og rekstrar- form sjúkrahótelsins, notendahóp þess og þjónustustig. Síðasta föstudag sagði Heilsumið- stöðin upp samningi við Sjúkra- tryggingar. Að öllu óbreyttu leggst starfsemin af í lok apríl á þessu ári. Mun því engin gisting vera í boði af hálfu ríkisins fyrir sjúklinga sem þurfa að sækja til höfuðborgarinnar frá öðrum stöðum á landinu. Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, framkvæmdastjóri flæðisviðs LSH, segir Landspítala fagna skýrslu Ríkisendurskoðunar enda taki hún undir öll helstu sjónarmið Land- spítala, meðal annars að sjúkra- hótelið verði að nýtast sjúklingum spítalans. Guðlaug Rakel segir Landspítala taka sömuleiðis undir það sjónar- mið ráðherra að ófært sé að deilur standi um svo mikilvæga starfsemi á opinberum vettvangi, enda hafi Landspítali aldrei haft frumkvæði að slíku. Þessu verði að linna „Mikilvægt er að vanda samn- inga af þessu tagi svo þeir nýtist eins og best verður á kosið. Við erum vonsvikin að svona skyldi fara og að rekstraraðilinn skuli kjósa að segja sig frá verkinu með þessum hætti, fremur en að leita lausna. Við munum gera það sem við getum til að málið hljóti farsæla niðurstöðu hið fyrsta, enda höfum við enga aðra hagsmuni í málinu en þá sem lúta að skjólstæðingum okkar.“ Rekstraraðilar sjúkrahótelsins hafa fengið greiddar um 105 millj- ónir króna að meðaltali ár hvert frá því samningar tókust milli Sjúkra- trygginga og Sinnum ehf. Einnig fékk fyrirtækið greiddar svokall- aðar efndabætur í tvígang árið 2012 án þess að loforð væri fyrir því í samningum milli aðila. Ekki náðist í Kolbrúnu Viðars- dóttur, framkvæmdastjóra Heilsu- miðstöðvarinnar, við vinnslu frétt- arinnar. sveinn@frettabladid.is Harðorð skýrsla um sjúkrahótel Skýrsla Ríkisendurskoðunar um málefni sjúkrahótels í Ármúla sýnir óásættanlega stöðu LSH og Sjúkra- trygginga. LSH hafi margoft gert athugasemdir við stöðuna en Sjúkratryggingar virt þær að vettugi. ríkisendurskoðun bendir á fjölda vankanta í stjórnsýslunni er varðar sjúkrahótel Sinnum ehf. FréttabLaðið/anton 2 7 . j a n ú a r 2 0 1 6 m i ð V i K U D a g U r4 f r é t t i r ∙ f r é t t a b l a ð i ð 2 6 -0 1 -2 0 1 6 2 2 :3 5 F B 0 5 6 s _ P 0 5 3 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 3 K _ N Ý. p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 8 4 7 -C 3 4 8 1 8 4 7 -C 2 0 C 1 8 4 7 -C 0 D 0 1 8 4 7 -B F 9 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 5 6 s _ 2 6 _ 1 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.