Fréttablaðið - 27.01.2016, Page 8

Fréttablaðið - 27.01.2016, Page 8
Oculis ehf., í hnotskurn Lyfjaþróunarfyrirtækið Oculis ehf. hefur þróað byltingarkennda tækni við meðhöndlun augnsjúkdóma. Tæknin, sem er varin einkaleyfi, lýtur að því að nota augndropa í stað augnástungu til að meðhöndla sjúkdóma í afturhluta augans. Þá leysir tæknin einnig tvö stærstu vandamál hefðbundinna augn­ dropa, en með tækninni má marg­ falda leysanleika lyfja og ná fram langverkandi áhrifum. Leit að fjár­ magni til að ljúka klínískum rann­ sóknum og til markaðssetningar er hafin. Guðrún M. Ásgrímsdóttir, rann­ sóknarstjóri hjá Oculis, segir að tæknin eigi rætur að rekja til lyfja­ fræðideildar Háskóla Íslands, en hugvitið er prófessoranna Þorsteins Loftssonar og Einars Stefánssonar. „Tæknin skapar verulega möguleika til lyfjaþróunar, sérstaklega fyrir sjúkdóma í afturhluta augans en einnig fyrir ýmsa algenga og erfiða sjúkdóma í framhluta augans,“ segir Guðrún. Fyrirtækið Oculis var stofnað um þessa tækni árið 2003. Grunn­ rannsóknir og dýratilraunir hafa að stærstum hluta farið farið fram í Reykjavík. Klínískar rannsóknir [rannsóknir í mönnum] hafa að mestu farið fram erlendis, m.a. í Japan, Ísrael og Danmörku. Fyrir það lyf sem lengst er komið í þróun hjá Oculis, DexNP, hafa rannsóknir sýnt fram á að bæta megi sjón og minnka bjúg í sjónhimnu augans með augndropunum einum saman. „Þessar rannsóknir hafa verið framkvæmdar á tveimur mismun­ andi sjúkdómum sem í dag eru að stærstum hluta meðhöndlaðir með lyfjum sem sprautað er inn í augað með sprautunál,“ segir Guðrún. Megináhersla Oculis er að fá DexNP samþykkt til meðferðar við sjónhimnubjúg í sykursýki. Lyfið er hins vegar líklegt til að þjóna sem meðferð við öðrum sjúkdómum, m.a. sem bólgueyðandi lyf eftir augasteinsskipti, uveitis (sjaldgæfur bólgusjúkdómur) og aldurstengdri hrörnun í augnbotnum. Oculis þróar jafnframt fleiri lyf til hliðar við DexNP til meðferðar á öðrum algengum augnsjúkdómum. Er þar m.a. um að ræða lyf við gláku, þurrum augum og augnsjúkdómi í sykursýki (diabetic retinopathy). Oculis tilkynnti um miðjan des­ ember að í byrjun þessa árs hæfist leit að fjármagni til að ljúka klín­ ískum rannsóknum og til markaðs­ setningar á DexNP augndropunum. Áætlaðar tekjur af DexNP eru veru­ legar verði lyfið markaðssett í Evrópu og Bandaríkjunum. Tvö lyf eru í dag ríkjandi á markaði fyrir sjónhimnu­ sjúkdóma en samanlagðar tekjur þeirra nema í dag um sex milljörðum Bandaríkjadala á ári, þrátt fyrir að einungis lítill hluti sjúklinga sé í dag að fá meðferð. „Mikil þörf er fyrir einfaldari með­ ferðarúrræði við sjónhimnusjúk­ dómum, en sem dæmi má nefna að áætlað er að aðeins um tvær millj­ ónir þeirra 25 milljóna manna sem þjást af sykursýkistengdum sjón­ himnubjúg fái lyf við hæfi, m.a. vegna skorts á aðgengi að sérhæfðum augn­ læknum með sprautuaðstöðu,“ segir Guðrún. Byltingarkennd meðferð augnsjúkdóma Lyfjaþróunarfélagið Oculis ehf. hefur þróað augndropa sem koma í stað augnástungu við meðferð augnsjúkdóma. Hugvitið á rætur að rekja til lyfjafræðideildar Háskóla Íslands. Leit að fjármagni til að ljúka klínískum rannsóknum og til markaðssetningar er hafin. Að losna við að láta sprauta lyfi í augað á sér er eitthvað sem flestir myndu kjósa. mynd/oculis l Oculis ehf. er fyrirtæki sem vinnur að þróun augnlyfja. l Fyrirtækið vinnur með nanóagnir í augndropum sem auka frásog lyfja inn í augað. Þannig má bæta lyfjameðferð við ýmsum algengum augnsjúkdómum. l Hægt er að meðhöndla sjón­ himnusjúkdóma með augn­ dropum þannig að sjúklingar þurfa ekki á augnástungum að halda. l Þrír reyndir einstaklingar úr lyfjaiðnaði voru kosnir í stjórn félagins í júní síðastliðnum, þeir Dr. Joeseph Markoff, augnlæknir og fyrrum yfirmaður augndeildar Merck, Dr. K. George Mooney, fyrrrum forstöðumaður þróunar­ einingar Pfizer, og Dr. James D. Pipkin, núverandi forstöðumaður lyfjaþróunar hjá Ligand Pharma­ ceuticals. l Þá tók Páll Ragnar Jóhannesson, fyrrum framkæmdastjóri fyrir­ tækjaráðgjafar Straums, við sem framkvæmdastjóri félagsins í maí og Rene Ruckert, fyrrum yfirmaður augndeildar hjá alþjóðlega lyfja­ fyrirtækinu Bayer, tók við sem for­ stöðumaður vöruþróunar í ágúst. l Ásamt þessu var vísindaráð félagsins sett formlega á stofn, en í því situr hópur leiðandi vísinda­ manna á sviði augnlækninga og lyfjaþróunar. Svavar Hávarðsson svavar@frettabladid.is Tæknin skapar verulega möguleika til lyfjaþróunar, sérstaklega fyrir sjúkdóma í afturhluta augans en einnig fyrir ýmsa algenga og erfiða sjúkdóma í framhluta augans Guðrún Marta Ásgrímsdóttir, rannsóknarstjóri hjá Oculis Vinsamlegast skráið þátttöku á vef SA: www.sa.is Fimmtudaginn 28. janúar á Hilton Reykjavík Nordica kl. 8.30-12.00 Menntadagur atvinnulífsins 8.30 Setning. Guðrún Hafsteinsdóttir, varaformaður SA. Þúsundir nýrra starfa. Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra. Tækni og skólastarf. Kristín Pétursdóttir, forstjóri Mentor. Tækifærin í skapandi greinum. Sigurlína Ingvarsdóttir, yfirframleiðandi Star Wars: Battlefront hjá DICE. Æi ég Googla það bara! Er framtíð fræðslu í okkar höndum? Hlíf Böðvarsdóttir, fræðslu- og gæðastjóri Securitas. Vinnumarkaður, færni og framtíðin. Karl Sigurðsson, sérfræðingur hjá Vinnumálastofnun. Menntaverðlaun atvinnulífsins 2016. Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra afhendir verðlaunin. 10.00 Kaffi og með því. Fræðslusjóðir og fræðsluaðilar kynna sig á Menntatorgi. 10.30 Menntastofur samtaka í atvinnulífinu. SAF, SFS, SFF, SI og SVÞ ræða brýnustu menntamálin innan einstakra atvinnugreina. Fundarstjóri: Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka. Allir velkomnir – ekkert þátttökugjald. 2 7 . j a n ú a r 2 0 1 6 M I Ð V I K U D a G U r8 f r é t t I r ∙ f r é t t a B L a Ð I Ð 2 6 -0 1 -2 0 1 6 2 2 :3 5 F B 0 5 6 s _ P 0 4 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 8 4 7 -E A C 8 1 8 4 7 -E 9 8 C 1 8 4 7 -E 8 5 0 1 8 4 7 -E 7 1 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 B F B 0 5 6 s _ 2 6 _ 1 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.