Fréttablaðið - 27.01.2016, Side 10

Fréttablaðið - 27.01.2016, Side 10
Síðumúli 34 • 108 Reykjavík Sími 696 5600 • rafsol@rafsol.is ENDURNÝJUN OG VIÐHALD Löggiltur rafverktaki Sími: 696 5600 rafsol@rafsol.is Allir velkomnir ! Fulltrúar evrópskra samstarfsáætlana og þjónustuskrifstofa kynna styrki og samstarfsmöguleika. Tækifæri fyrir skóla, fyrirtæki, stofnanir og samtök að kynna sér möguleika til evrópsks samstarfs á flestum sviðum menntunar, menningar og atvinnulífs. Kynning á tækifærum og styrkjum í Evrópusamstarfi, fimmtudaginn 28. janúar 2016 Háskólinn í Reykjavík (Sólin) kl. 11.00-13.00 Háskóli Íslands (Háskólatorg) kl. 14.30-16.30 Samfélag „Við erum búin að eiga í þessu samstarfi í fimm ár en það hefur lítið gerst,“ segir Unnsteinn Jóhannsson, formaður trúnaðar- ráðs Samtakanna '78 og meðlimur í samstarfshópi samtakanna og Íslenskrar ættleiðingar. Hann telur Íslenska ættleiðingu ekki standa sig í að koma á samningum við lönd sem ættleiða börn til samkynja para. Félagið segir að engin lönd bjóði upp á þá leið. Unnsteinn segir að Íslensk ætt- leiðing fari fram á að Samtökin '78 vinni forvinnuna sem þarf til að koma á samningum við erlend ríki. Vinnan yrði öll unnin í sjálfboða- starfi. Hann segir að forvinna þeirra hafi skilað þeim niðurstöðum að Argentína, Brasilía, Úrúgvæ, Mexíkó og sum fylki Bandaríkjanna heimili ættleiðingar til samkynhneigðra para. Þá liggur fyrir opin fyrirspurn til Suður-Afríku í utanríkisráðu- neytinu. Þegar land er fundið þarf að svara ítarlegum spurninga- lista um hvert land fyrir sig, þar á meðal um pólitískan og efna- hagslegan stöðugleika landsins. „Ég set spurningarmerki við það að lítill hópur eigi að sitja og svara þessum listum í frítíma sínum, þegar samtök á borð við Íslenska ættleiðingu eru með þjónustu- samning við íslenska ríkið,“ segir Unnsteinn. Undir þetta tekur Auður Magn- dís Auðardóttir, framkvæmdastjóri Samtakanna '78. „Ef maður talar almennt um málefni hinseginfólks, þá er það alltaf þannig að allt sem hefur áunnist hefur í fyrstu litið út fyrir að vera vonlaust. Engin réttindi hinseginfólks hafa nokkurn tímann unnist með þessu viðhorfi. Það þarf að halda áfram að ýta, senda bréf og fyrirspurnir.“ Kristinn Ingvarsson, fram- kvæmdastjóri Íslenskrar ættleiðing- ar, segir að það sé lítið sem félagið og íslensk stjórnvöld geti gert. „Þessi samstarfshópur er búinn að reyna að finna leiðir talsvert lengi en þetta er ekki innanríkismál Íslands held- ur eru það upprunaríkin sem ráða ferðinni. Eina landið sem við vitum að gerir þetta er Suður-Afríka og við höfum reynt að ná samningum við þá um margra ára skeið. Auð vitað ganga hlutirnir hægt ef það eru engir möguleikar.“ – snæ Samtökin '78 ósátt við hægagang ættleiðinga grikkland Grískir ráðamenn brugð- ust ókvæða við hótunum frá Evrópu- sambandinu um að útiloka Grikkland frá Schengen-svæðinu. Á fundi innanríkisráðherra Evrópu- sambandsins í Amsterdam á mánudag var talað um nauðsyn þess að styrkja ytri landamæri Schengen-svæðisins, til að hægja á flóttamannastraumnum. Spjótunum var sérstaklega beint að Grikklandi, enda hefur meginstraum- ur flóttafólksins frá Mið-Austurlönd- um komist inn á Schengen-svæðið með því að leggja út í hættuför frá Tyrklandi yfir Eyjahafið til Grikklands. „Á endanum er það svo, að ef eitt ríki stendur ekki undir skuldbinding- um sínum, þá þurfum við að takmarka tengsl þess við Schengen-svæðið,“ sagði Anders Ygeman, sem er innan- ríkisráðherra Svíþjóðar, við fjölmiðla. „Grikkir verða að leggja sig meira fram og fá aðstoð,“ sagði Johanna Mikl-Leitner, innanríkisráðherra Austurríkis. „Ef við getum ekki varið ytri landamæri Evrópusambandsins, landamæri Grikklands og Tyrk- lands, þá þarf að færa ytri landamæri Schengen- svæðisins nær Mið-Evr- ópu.“ Nikos Toskas, innanríkisráðherra Grikklands, segist ekki sjá hvernig Grikkir ættu að halda uppi landa- mæraeftirliti á hafinu: „Það er mjög erfitt að stöðva litla báta sem koma, nema þá með því að sökkva þeim eða skjóta á þá, sem brýtur í bága við hin evrópsku gildi okkar og grísk gildi, og það munum við ekki gera.“ Ioannis Mouzalas, innflytjendaráð- herra Grikklands, sagði það fráleitt að kenna Grikkjum um ástandið: „Við höfum engan tíma til þess að gera til- raunir með hluti sem gera ástandið bara enn verra.“ Í sjónvarpsviðtali í Grikklandi sagði Mouzalas ýmsar undarlegar hugmyndir hafa komið til tals á ráð- herrafundinum í Brussel. Þar á meðal hafi Jan Jambon stungið upp á því að Grikkir settu upp flóttamannabúðir fyrir 400 þúsund manns í Aþenu. Þá sagði Mouzalas hugmynd um að Grikkir fengju skuldir sínar að hluta niðurfelldar gegn því að halda flótta- fólkinu í Grikklandi fáheyrða. ESB hefur samþykkt að greiða Tyrkj- um stórfé fyrir að halda flóttafólki innan Tyrklands, en ekki er sjáanlegt að það samkomulag hafi breytt miklu. Það sem af er ári hafa um 35 þús- und manns komið til Grikklands yfir hafið frá Tyrklandi, en á síðasta ári komu meira en milljón flóttamenn til Scheng en-landanna, flestir frá Sýr- landi, Írak og Afganistan. Sex af 26 aðildarríkjum Schengen- samstarfsins hafa þegar ákveðið tíma- bundið eftirlit með innri landamær- um sínum að öðrum aðildarríkjum. Þýskaland og Austurríki hafa nú í hyggju að framlengja slíkt landamæra- eftirlit til ársins 2018. gudsteinn@frettabladid.is Hóta Grikkjum brottrekstri úr Schengen vegna flóttamanna Grikkir segja hugmyndir ESB um styrkingu ytri landamæra fráleitar og spyrja hvort þeir eigi kannski að sökkva flóttamannabátum eða stugga frá með skothríð. Ekkert vit sé í að kenna Grikklandi um vandann. Við höfum engan tíma til þess að gera tilraunir með hluti sem gera ástandið bara enn verra. Ioannis Mouzalas, innflytjendaráðherra Grikklands 35 þúsund flóttamenn hafa komið yfir Eyjahaf til Grikk- lands það sem af er árinu Danir samþykktu hertar reglur Danska þingið samþykkti í gær, með 81 atkvæði gegn 27, breytingar á lögum um útlendinga, flóttafólk og hælisleitendur. Í breytingunum eru meðal annars umdeild ákvæði um að flóttafólk verði að láta af hendi verðmæti, hafi það meira en jafnvirði 10 þúsund danskra króna í fórum sínum. Þetta samsvarar um það bil 190 þúsund- um íslenskra króna. Einnig verður flóttafólki gert erfiðara að fá ótímabundið dvalar- leyfi í Danmörku auk þess sem þeim, sem hafa fengið tímabundið hæli, verður gert erfiðara að fá til sín fjölskyldumeðlimi. „Við þurfum að fá reglur sem gera það að verkum að landið okkar hafi ekki meira aðdráttarafl en önnur lönd,“ sagði Inger Støjberg utanríkis- ráðherra í umræðunum á þingi í gær. frakkland Verkföll flugumferðar- stjóra, leigubílstjóra og starfsmanna hins opinbera um gjörvallt Frakk- land í gær lömuðu samgöngur í landinu. Illa var hægt að komast á stærstu flugvelli landsins, meðal annars Charles de Gaulle í París. Tugum flugferða var því frestað. Mikill hiti var í leigubílstjórum. Um þrjú hundruð leigubílstjórar lokuðu vegum umhverfis höfuðborg- ina París, hentu reyksprengjum í átt að lögreglu og kveiktu í dekkjum. Nítján voru handteknir. – þea Köstuðu reyksprengjum í átt að lögreglu Leigubílstjórar köstuðu reyksprengjum að lögreglu. Nordicphotos/AFp inger støjberg, utanríkisráðherra danmerkur. FréttAbLAðið/EpA 2 7 . j a n ú a r 2 0 1 6 m i Ð V i k U d a g U r10 f r é t t i r ∙ f r é t t a B l a Ð i Ð 2 6 -0 1 -2 0 1 6 2 2 :3 5 F B 0 5 6 s _ P 0 5 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 8 4 7 -E 5 D 8 1 8 4 7 -E 4 9 C 1 8 4 7 -E 3 6 0 1 8 4 7 -E 2 2 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 A F B 0 5 6 s _ 2 6 _ 1 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.