Fréttablaðið - 27.01.2016, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 27.01.2016, Blaðsíða 18
Áður en Apple kynnti afkomu fjórða ársfjórðungs síðasta árs í gærkvöldi var því spáð að söluaukningin milli ára yrði mun minni en árin áður. Nú spá sérfræðingar að þetta sé byrjunin á hnignun í sölu iPhone á árinu 2016. Apple átti stórkostlegt ár eftir að hafa kynnt síma með stærri skjá, iPhone 6, auk stærri útgáfu af þeim síma, iPhone 6 Plus, í septem­ ber árið 2014. En talið er að of lítil þróun hafi orðið milli iPhone 6 og 6S, sem kynntur var í september 2015, því séu neytendur annað­ hvort að kaupa gamla iPhone 6 síma eða bíða eftir tækninýjungum hjá iPhone 7, sem er væntanlegur í september 2016. Reuters greinir frá því að spáð sé að sala á iPhone muni dragast saman á fyrsta fjórðungi þessa árs sem yrði fyrsti samdráttur milli fjórðunga síðan fyrsti iPhone síminn var kynntur árið 2007. Sér­ fræðingar spá að 54,6 milljónir síma muni seljast á fyrsta fjórðungi þessa árs, samanborið við 61,2 milljónir síma á sama fjórðungi ársins 2015, sem var fjörutíu prósenta aukning milli ára. Afkoman hafði ekki verið kynnt þegar Markaðurinn fór í prentun en þá höfðu hlutabréf í Apple lækkað um tíu prósent síðan í byrjun októ­ ber. – sg Spá hnignun í sölu iPhone Mat Capacent á virði olíufélags­ ins N1 er einum milljarði lægra en markaðsvirði félagsins var við lokun markaða í gær. Samkvæmt verðmati Capacent er virði félagsins 15,37 milljarðar króna. Markaðsvirði félagsins, þegar matið var gert, var 16,57 milljarðar en 16,38 milljarðar í gær. Capacent segir að vöxtur og hagn­ aður til framtíðar séu lykilatriði við mat á virði félagsins. „Vöxtur með núverandi viðskiptamódeli verður að teljast frekar ólíklegur. Aukinn hagnaður getur orðið til með veru­ legri lækkun á kostnaði eða þá að, og kannski líklegar, við áherslu­ breytingar varðandi vörur og við­ skiptavini,“ segir í verðmatinu. Þá segir að margt bendi til þess að framtíðin í sölu á jarðefnaelds­ neyti, ekki síst fyrir bifreiðar, sé ekki björt, þó ekki séu miklar breytingar í vændum á allra næstu árum. Capa­ cent segir að veruleg óvissa ríki um hvað framtíðin beri í skauti sér fyrir félagið. Hæfileiki til að takast á við breyttar aðstæður verði lykilatriði fyrir framtíð félagsins Í verðmati Capacent segir að árið 2014 hafi markaðshlutdeild N1 á eldsneytismarkaði á Íslandi verið 37%. Helstu samkeppnisaðilar séu Olís, Skeljungur og Atlantsolía. „Samkeppnisumhverfið gæti þó breyst fljótlega þar sem tvær smá­ sölukeðjur, Costco og Kaupás, hafa lýst yfir áhuga á að selja eldsneyti til bifreiða við útsölustaði sína.“ Á meðal helstu áhættuþátta í rekstri félagsins segir Capacent að sé gjaldeyrisáhætta. Eldsneyti er keypt í bandarískum dollurum en að mestu selt í íslenskum krónum. Þessari áhættu sé mætt með sér­ stökum samningum og lágri birgða­ stöðu. „Sveiflur í eldsneytisverði skapa einnig áhættu sem öðru fremur er háð stærð og aldri birgða. En þrátt fyrir töluverð skammtíma­ áhrif eru sveiflur í verði á gjaldeyri og eldsneyti ekki líklegar til að hafa veruleg langtímaáhrif á reksturinn,“ segir í matinu. Það sé þó vert að geta þess að téðar sveiflur geti haft veruleg áhrif á hagnaðarhlutföll með þeim afleiðingum að saman­ burður milli ára getur verið verulega skakkur. – jhh Telja markaðsvirði N1 of hátt Á meðal helstu áhættuþátta í rekstri N1 er gengisáhætta. Fréttablaðið/Valli Sala á iPhone 6S hefur ekki verið í sam- ræmi við væntingar. Fréttablaðið/Getty Á síðastliðnu ári afgreiddi Kaup­ höllin sextíu og sjö eftirlitsmál, þar af var tuttugu ábendingum vísað til Fjármálaeftirlitsins (FME), segir í tilkynningu. Kauphöllin afgreiddi mun færri mál en árið 2014 þegar áttatíu og níu mál voru afgreidd, fleiri ábend­ ingar voru þó sendar til FME, en fimmtán ábendingar voru sendar til FME árið 2014. Þremur málum var vísað til Viður laganefndar Kauphallarinn­ ar til frekari meðferðar árið 2015. Einu þeirra var lokið með opin­ berri áminningu og févíti en beðið er eftir úrskurði Viðurlaganefndar í hinum tveimur. Af málunum sextíu og sjö, afgreiddi Kauphöllin 49 mál vegna gruns um brot á reglum um upp­ lýsingagjöf félaga á markaði („upp­ lýsingarskyldueftirlit“) en tuttugu mál sem lutu að viðskiptum með verðbréf („viðskiptaeftirlit“). Í upplýsingaskyldueftirliti var tuttugu og eitt mál afgreitt með athugasemd og sex málum lokið með óopinberri áminningu. Tvö mál voru afgreidd með opinberri áminningu og févíti. Sjö málum var vísað til FME til frekari skoð­ unar. Alls var nítján málum lokið án aðgerða. Af þeim málum sem lutu að við­ skiptum með verðbréf voru tvö mál afgreidd með athugasemd. Eitt mál var afgreitt með óopin­ berri áminningu. Þrettán málum var vísað til FME til frekari skoð­ unar. Fimm málum var lokið án aðgerða. – sg Tuttugu málum vísað til FME árið 2015 Kauphöllin afgreiddi mun færri mál árið 2015 en 2014. Fréttablaðið/GVa „Fyrirtæki sem hegða sér á sam­ félagslega ábyrgan hátt standa sig betur en önnur með tilliti til arð­ semi, hagnaðar og orðspors,“ segir Mads Øvlisen, fyrrum stjórnarfor­ maður Lego og fyrrum stjórnarfor­ maður og forstjóri danska lyfjafyrir­ tækisins Novo Nordisk, og vísar þar til nýrra rannsókna. Mads hefur í áratugi verið tals­ maður þess að fyrirtæki hagi sér á samfélagslega ábyrgan hátt og mun flytja erindi á ráðstefnu Festu og Samtaka atvinnulífsins um sam­ félagslega ábyrgð á fimmtudaginn. Oft hefur verið fullyrt að megin­ markmið fyrirtækja sé að skila eig­ endum sínum hámarks arðsemi. „Mér hef aldrei fundist það gagnleg afstaða. Möguleikar fyrirtækja til að skapa og skila hagnaði velta ekki bara á því að vinna í þágu hluthafa. Ef þú ert að reka skapandi fyrirtæki þarftu að hafa traust samfélagsins til að sinna rannsóknum og þannig orðspor að háskólafólk vilji vinna hjá þér,“ segir Mads. „Lyfjafyrirtæki þurfa til að mynda að framkvæma tilraunir á dýrum þannig að dýraverndarsamtök reyni ekki að láta loka fyrirtækinu.“ Þá verði stjórnendur að vera til­ búnir að ræða samfélagslega ábyrgð við fleiri aðila en hluthafa sína. „Ég hef ekki trú á því að fyrirtæki geti sett sér markmið um samfélagslega ábyrgð í tómarúmi. Þau þurfa að ræða við sína helstu gagnrýnendur, sem oft eru frjáls félagasamtök og borgarar með aðra heimssýn en fyrirtækið.“ Hins vegar þyki fulltrúum margra fyrirtækja óþægilegt að ræða við aðila utan við fyrirtækið um sam­ félagslega ábyrgð. Mads bendir á að árið 2004 hafi hluthafar Novo Nordisk  komið ákvæði í samþykktir félagsins um að fyrirtækið yrði rekið á fjárhagslega, samfélagslega og umhverfislega ábyrgan hátt. „Með þessu gáfum við út að fyrirtækið gæti verið tilbúið að fórna skammtímaágóða til að stuðla að hagnaði til lengri tíma.“ Meðal helstu afurða Novo Nord­ isk eru lyf fyrir sykursjúka. Mads segir að fyrirtækið hafi sett sér það markmið að útrýma sykursýki. Það myndi um leið útrýma þörfinni fyrir lyf fyrirtækisins. Með því sé verið að breyta rétt en einnig sé markmiðið mjög hvetj­ andi fyrir starfsfólk fyrirtækisins enda sykursýki eitt mesta skaðræði sem herjar á mannkynið. Mads segir öll fyrirtæki geta hegð­ að sér á samfélagslega ábyrgan hátt, jafnvel þó þau starfi í umdeildum iðnaði. „Ég dæmi ekki. Það eru líf­ eyrissjóðir sem fjárfesta ekki í áfeng­ is­ eða tóbaksiðnaði. En þrátt fyrir að þú sért í þessum iðnaði tel ég að þú getir hagað þér á samfélagslega ábyrgan hátt. Til dæmis með því að tryggja að framleiðsla þín sé í sam­ ræmi við það sem megi búast við og mannréttindi þeirra sem tína tób­ akið séu virt.“ ingvar@frettabladid.is Ábyrgum fyrirtækjum gengur betur en öðrum Samfélagslega ábyrgum fyrirtækjum gengur betur en öðrum  að sögn Mads Øvlisen, fyrrum stjórnarfomanns Lego og Novo Nordisk. Fyrirtæki þurfi að geta átt samtal við sína hörðustu gagnrýnendur. Öll fyrirtæki geti verið ábyrg. Ég hef ekki trú á því fyrirtæki geti sett sér markmið um samfélagslega ábyrgð í tómarúmi. Þau þurfa að ræða við sína helstu gagnrýnendur. Mads Øvlisen, fyrrum stjórnarformaður Lego og Novo Nordisk Mads Øvlisen hvíslar í eyra Kjeld Kirk Kristiansen, þáverandi varaformanns stjórnar lego, á blaðamannafundi árið 2005. Mads segir stefnu lego um samfélagslega ábyrgð hafa verið ein ástæða þess að hann tók að sér stjórnarmennsku í fyrir- tækinu. Fréttablaðið/ePa 1.000 milljónir er upphæðin sem markaðurinn ofmetur virði N1 samkvæmt greiningu Capacent. Vöxtur með nú- verandi viðskipta- módeli verður að teljast frekar ólíklegur. Greining Capacent 2 7 . j a n ú a r 2 0 1 6 M I Ð V I K U D a G U r4 markaðuriNN 2 6 -0 1 -2 0 1 6 2 2 :3 5 F B 0 5 6 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 8 4 7 -C D 2 8 1 8 4 7 -C B E C 1 8 4 7 -C A B 0 1 8 4 7 -C 9 7 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 5 6 s _ 2 6 _ 1 _ 2 0 1 6 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.