Fréttablaðið - 27.01.2016, Side 24

Fréttablaðið - 27.01.2016, Side 24
 „Það skiptir höfuðmáli fyrir alla í rekstri að reka aðgengilegar vef- síður enda sýnir sig að neytend- ur leita ekki bara upplýsinga um vörur og þjónustu á netinu, þar er uppspretta gríðarlegra viðskipta,“ segir Jón Örn Guðbjartsson, sviðs- stjóri markaðs- og samskiptasviðs hjá Háskóla Íslands, en hann kenn- ir jafnframt vefviðskipti við UIBS- háskólann í Barcelona. „Þeir sem bjóða ekki upp á við- skipti á netinu eru þannig að glata miklum tækifærum. Ævin týralegur vöxtur hefur verið í sölu á netinu undanfarin ár og reiknað er með að heildarsala í gegnum netgáttir verði 1.922 trilljónir Bandaríkja- dala á þessu ári. Þetta eru stjarn- fræðilegar tölur. Þá hefur hegð- un neytenda breyst þar sem sífelld aukning er í viðskiptum í gegnum snjallsíma. Það er því orðið lykilat- riði að vefsíður svari öllum notend- um, hvort sem þeir nota snjalltæki, spjaldtölvur eða hefðbundnar far- tölvur. Sérfræðingar spá að fjöldi snjallsímanotenda verði á þriðja milljarð þegar á þessu ári og það er mjög áhugaverð tala þegar við horf- um á að allt mannkynið er röskir sjö milljarðar.“ Jón Örn segir að mikilvægt sé að rekstraraðilar hafi einnig mjög virk svæði á samfélagsmiðlum, þótt þau reki öflugar heimasíður. „Þótt fyrir- tæki reki kröftug vefsetur með við- skiptagáttum er ekki síður mikil- vægt að þau séu með virkar síður á samfélagsmiðlum. Samfélagsgáttir eins og Facebook bjóða upp á gríð- arlega möguleika í auglýsingum, sem ná til afar stórs hluta af mark- hópum, ekki síst hér þar sem hátt hlutfall landsmanna er með síður á Facebook. Þá bjóða samfélags- gáttir upp á mjög virka tengingu vörumerkisins við neytendur. Ný- legar kannanir sýna að hartnær 90 prósent notenda á Face book segj- ast líka við a.m.k. eitt vörumerki á samfélagsmiðlinum. Helmingur not- enda þar segir að þeir finni gagn- legri upplýsingar um vörur og vöru- merki á Face book en á hefðbundnum heimasíðum fyrir tækjanna. Þegar fyrirtæki opna hefðbundnar vefsíð- ur, þá þurfa þau ekki síður að horfa í tilveruna á samfélagsmiðlum.“ Þegar Jón Örn er spurður um þær síður sem honum líkar við nefn- Ævintýralegur vöxtur á internetinu Á síðustu árum hefur neysla fólks á netinu gjörbreyst. Bankinn er í tölvunni, ferðalög, vörur og þjónusta. Talið er að þeir sem bjóða ekki upp á viðskipti á netinu glati miklum tækifærum. Flestir Íslendingar nýta sér netið á einhvern hátt. Jón Örn Guðbjartsson, sviðsstjóri markaðs- og samskiptasviðs hjá Háskóla Íslands, sem jafnframt kennir vefviðskipti við UIBS-háskólann í Barcelona.   RóbeRt FaRestveit hagfræðingur hjá ASÍ „Ég nota vefsíður fyrirtækja mjög mikið og vil hafa upplýs- ingarnar aðgengilegar og fljót- sóttar. Mér finnst að upplýs- ingar ættu að vera vel sýnileg- ar og að verð á vörum eigi að koma fram. Vefsíða 66°Norður er til dæmis afskaplega þægileg í notkun. Ég hef keypt töluvert í gegnum netið en ég nota það mjög mikið til að afla mér upp- lýsinga um vörur.“ DR. Gunni Tónlistarmaður „Mér finnst mikilvægt að vef- síður fyrirtækja séu aðgengileg- ar. Ég fer töluvert inn á heima- síður þegar ég er að leita að ein- hverju sérstöku. Ég vil að það sé auðvelt að finna það sem maður leitar að. Ég nota bæði Ebay og Amazon nokkuð mikið. Ég hef keypt eitt og annað í gegnum netið frá útlöndum.“ Sérhæfum okkur í WordPress og öryggismálum Sóltún 26 - 105 Reykjavík - Kt. 540998-2809 - Sími: 550 0250 ir hann strax heimasíðu Ice landair. „Þetta er öflug síða og gagnleg sem ég nota mikið en flugrekstur hefur breyst í heild sinni með tilkomu nets- ins. Áður ráku flugfélög heimsins velflest fjölda verslana fyrir sölu á flugmiðum en allt landslagið í flug- rekstri hefur breyst. Í dag fara þessi viðskipti fram á netinu með sjálfs- afgreiðslu. Þótt neytendur þurfi að afgreiða sig sjálfir líta þeir flestir á þetta sem bætta þjónustu. Þarna eru í raun viðskiptavinirnir að færa gögn í innri kerfi fyrirtækjanna. Ég verð auðvitað líka að nefna heima- síðu Háskóla Íslands sem geymir gríðar lega mikilvæg gögn um allt nám í Háskólanum auk þess sem allar umsóknir koma í gegnum netið. Kannanir sem við höfum gert hér sýna að 98 prósent umsækjenda leita gagna á heimasíðunni okkar áður en þeir velja sér nám.“ Jón Örn segist sjálfur kaupa tals- vert í gegnum netið. „Þetta eru samt oftast vörur eins og flugmiðar, hótel- gisting og bækur. Ég nota vefsvæði oft til að skoða vörur áður en ég festi kaup á þeim í raunheiminum, en að auki nota ég hjálparvefi eins og dohop til að finna hagstæðustu flugleiðirnar og fargjöldin.“ Jón Örn segir að með net- inu hafi neytendur fengið áber- andi rödd sem heyrist vel. „Bókunarvélar hótela bjóða t.d. upp á álit frá þeim sem þegið hafa þjón- ustuna og þannig er öðrum neytend- um hjálpað að velja góða bjóðend- ur og sniðganga þá sem standa ekki við gefin loforð. Áður var þekkt að fyriræki segðust stjórna vörumerk- inu sínu en með netinu hefur þetta færst meira yfir í að reyna að hafa áhrif á vörumerkið. Vald neytenda yfir vörumerkinu hefur þannig auk- ist með netinu, segja sérfræðing- arnir, enda færa neytendur sjálf- ir upplýsingar inn á netið um þjón- ustuna og vörumerkin í gríð og erg sem hefur svo áhrif á hegðun neyt- enda.“ veflaUSnIr Kynningarblað 27. janúar 20162 2 6 -0 1 -2 0 1 6 2 2 :3 5 F B 0 5 6 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 8 4 7 -E F B 8 1 8 4 7 -E E 7 C 1 8 4 7 -E D 4 0 1 8 4 7 -E C 0 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 A F B 0 5 6 s _ 2 6 _ 1 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.