Fréttablaðið - 27.01.2016, Síða 26

Fréttablaðið - 27.01.2016, Síða 26
 Hægt er að fá tilbúna vefi frá 99.900 kr. m.vsk. hjá Davíð & Golíat. „Sérstaða okkar snýr að stórum hluta að þeirri heildarþjónustu sem við bjóðum í vefhýsingu en hún gerir fyrirtæki betur í stakk búin að mæta þörfum um hraða, öryggi og aðgengi,“ segir Yngvi Tómasson hjá Davíð & Golíat og bendir á að þekking á hýsingu og tengdum lausnum sé ekki síður mikilvæg en vefsíðugerðin sjálf. „Vefsíðugerð í dag snýst síðan ekki bara um að koma upp fal- legum vef sem við leggjum þó vissulega mikla áherslu á, held- ur er mikilvægt að hafa vef- inn farsíma- og spjaldtölvuvæn- an, ásamt því að tryggja öryggi og aðgengi að vefnum þannig að hann sé alltaf í lagi og allt- af snöggur til að mæta þörfum þeirra sem vafra um hann.“ „Einnig er orðið nauðsynlegt að beita leitarvélabestun fyrir vefi og nýta samfélagsmiðla eins vel og hægt er,“ segir Yngvi, en þau hjá Davíð og Golíat bjóða upp á sérstakan heildarpakka fyrir fyrirtæki þar sem boðið er upp á vef með leitar vélabestun ásamt örnámskeiði í notkun sam- félagsmiðla. Þjónusta vefi sem aðrir hafa smíðað Hjá Davíð & Golíat vinna tækni- menn og forritarar sem hafa sér- þekkingu á Word press, Joomla og fleiri vefumsjónarkerfum. „Þannig getum við einnig þjónu- stað fyrirtæki sem eru nú þegar með vefsíður. Í stað þess að fjár- festa í nýjum vef frá grunni geta þau fengið þjónustu hjá okkur við að uppfæra og betrumbæta vef sinn,“ segir hann. Öryggið er mikilvægt Yngvi útskýrir að hýsingarkerfi D&G sé með sérhæfðan stuðn- ing fyrir til dæmis Wordpress og Joomla sem geri uppfærslur og viðhald mun auðveldara. „Þetta er mikilvægt enda mikil þörf á því að vera með öryggismálin í lagi til að tryggja að vefurinn sé ávallt virkur.“ Yngvi segir samstarf D&G við Cloudflare gera þeim kleift að beintengja vefi og spegla út á netið. „Þannig verjumst við DDOS-árásum sambærilegum þeim sem stjórnarráðin og fleiri lentu í vegna hvalveiðistefnu Ís- lendinga.“ Allt á einum stað Yngvi segir flesta viðskiptavini Davíðs & Golíats kjósa að fá alla þjónustu á einum stað en D&G býður upp á nettengingar, póst- þjónustu, tölvuþjónustu, vefsíðu- gerð og alla almenna afritun og hýsingu. „Þetta gerir margt auð- veldara fyrir fyrir tækin sem vita hvert þau eiga að leita til að fá upplýsingar eða aðstoð.“ Þjónusta innan lands sem utan Davíð og Golíat hefur vaxið mikið frá því fyrirtækið var stofnað 2007 og hefur smíðað vefi fyrir fjölda innlendra fyrir- tækja, ríkisstofnana og einstak- linga. Auk þess hefur það smíð- að vefi fyrir erlenda aðila. „Þar mætti helst nefna vefinn fyrir Golden Hat Foundation sem breska leikkonan Kate Winslet er í forsvari fyrir og auk þess höfum við unnið fyrir norska tímaritið Verdens Gang,“ segir Yngvi og bendir á vefsíðuna www.dg.is til frekari glöggvun- ar. Öflug hýsing og auðveldari uppfærsla Davíð & Golíat er alhliða tölvu- og fjarskiptafyrirtæki sem sinnir ekki aðeins vefsíðugerð heldur býður upp á öfluga heildarþjónustu í vefhýsingu. Fyrirtækið hefur smíðað vefi fyrir innlenda og erlenda aðila en þjónustar auk þess vefi sem fólk hefur nú þegar sett upp. „Nauðsynlegt er að beita leitarvélabestun fyrir vefi og nýta samfélagsmiðla,“ segir Yngvi. MYND/ErNir Á hádegisfundi Skýrslutækni- félagsins (SKÝ) sem haldinn var í síðustu viku undir heitinu „Stærsta útflutningsgrein þjóð- arinnar og vefmálin þróast með“ kom meðal annars fram að vefmál skipta öllu máli fyrir fyrirtæki í ferðaþjónustunni hér á landi. Sífellt færist í vöxt að ferða- menn skipuleggi sjálfir fríin sín án beinnar þátttöku hefðbundinna ferðaskrifstofa. Það þýðir aukn- ar kröfur á smærri aðila í ferða- þjónustunni, t.d. hér á landi, við að vanda betur til vefmála sinna að sögn Hildar Óskarsdóttur, vefstjóra hjá Flugfélagi Íslands. Hún situr í faghópi um vefstjórn- un hjá SKÝ sem skipulagði fund- inn. „Faghópurinn hefur skipulagt fjölda viðburða í vetur og að þessu sinni beindum við sjónum okkar að ferðaþjónustunni sem er orðin stærsta útflutningsgrein þjóðar- innar.“ Áhugaverð erindi Að sögn Hildar standa íslensk ferðaþjónustufyrirtæki sig al- mennt mjög vel þegar kemur að vefmálum og samfélagsmiðlarn- ir hafa bætt margs konar spenn- andi nálgun við markaðssetning- una. Markmið fundarins var að sögn Hildar að leiða saman aðila úr ferðaþjónustu sem hafa vefmál á sinni könnu, deila reynslusögum og heyra hvernig fyrirtæki eru að nálgast vefmálin. „Erindin voru mjög áhugaverð og gagnlegar um- ræður áttu sér stað. Þau sem fluttu erindi voru Gunnar Thorberg Sig- urðsson frá Kapli, Bragi Þór Ant- oníusson frá TripCreator, Auður Ösp Ólafsdóttir frá IheartReykja- vík og Hjalti Már Einarsson frá Nordic Visitor.“ Í erindi Gunnars kom m.a. fram sláandi mynd af öllu því sem ætl- ast er til að fólk í vefstjórnun komi að í starfi sínu en vefstjórar þurfa að fylgjast gríðarlega vel með öllu því sem er í boði. Gunnar, sem hefur komið að gerð mjög stórra vefja í ferðaþjónustu, hafði einn- ig tekið saman heimsóknir á ís- lenska ferðavefi og séð að heim- sóknafjöldinn helst í hendur á milli þeirra. Janúar er greinilega lang- stærsti mánuðurinn á árinu en þá eru ferðamenn í upplýsingaöflun og eru að spá í því hvað hægt sé að gera á Íslandi. Hjalti Már Einarsson frá Nordic Visitor, sem er í raun ferða- skrifstofa á netinu með sérsniðnar pakkaferðir fyrir einstaklinga og hópa, sagði í erindi sínu að vefur fyrirtækisins væri miðpunktur starfseminnar þar sem öflug og hnitmiðuð markaðssetning færi fram. „Hann nefndi líka að vefur þeirra gegndi ekki bara hlutverki sölu heldur einnig til að byggja upp traust viðskiptavinarins sem oft er að treysta þeim fyrir háum fjárhæðum.“ Bragi Þór Antóníusson frá TripCreator sagði frá starfsemi fyrirtækisins sem stílar inn á fyrrgreindan ferðamannahóp. „Á vef þeirra geta ferðamenn sett saman ferðina sína sjálfir og bókað allt með einum hnappi; ferð- ir, gistingu og bílaleigu. Starfs- menn fyrirtækisins vinna einnig úr þeim fyrirspurnum sem ber- ast gegnum spjallið og ná þannig að lagfæra margt í þjónustu sinni.“ Traust skiptir máli IheartReykjavik, vefur Auðar Aspar, er að sögn Hildar gott dæmi um lítið fyrirtæki sem er að gera mjög góða hluti. Um er að ræða n.k. blöndu af bloggi og ferðavef. „Í dag hefur bloggið breyst í lítið ferðaþjónustufyrirtæki en hefur ekki aðgang að miklum fjármun- um. Hún tók ákvörðun í upphafi að selja ekki auglýsingar á bloggið og heldur ekki færslur með það í huga að byggja upp traust.“ Hildur var ánægð með mæting- una á fundinn. „Fulltrúar fjölda fyrirtækja í ferðaþjónustu mættu og þátttaka þeirra hvetur okkur sem vinnum að fræðslumálum fyrir hönd SKÝ hvað varðar vefi og vefumhverfi áfram til að halda slíka viðburði.“ Ferðaþjónustan stendur sig vel Vefmálin skipta öllu máli fyrir fyrirtæki í ferðaþjónustu á Íslandi. Sífellt fleiri ferðamenn skipuleggja ferðir hingað sjálfir sem um leið leggur auknar kröfur á smærri aðila í ferðaþjónustunni. Fundað var um þessa þróun á hádegisfundi Skýrslutæknifélagsins á dögunum. Íslensk ferðaþjónustufyrirtæki standa sig almennt mjög vel þegar kemur að vefmálum og samfélagsmiðlarnir hafa bætt margs konar spennandi nálgun við markaðssetninguna að sögn Hildar Óskarsdóttur, vefstjóra hjá Flugfélagi Íslands. MYND/ErNir Vefsíðugerð í dag snýst ekki bara um að koma upp fallegum vef sem við leggjum þó vissulega mikla áherslu á, heldur er mikilvægt að hafa vefinn farsíma- og spjaldtölvuvænan, ásamt því að tryggja öryggi og aðgengi að vefnum þannig að hann sé alltaf í lagi og alltaf snöggur til að mæta þörfum þeirra sem vafra um hann. Yngvi Tómasson Á vef þeirra geta ferðamenn sett saman ferðina sína sjálfir og bókað allt með einum hnappi; ferðir, gistingu og bílaleigu. Hildur Óskarsdóttir VEFlausNir Kynningarblað 27. janúar 20164 2 6 -0 1 -2 0 1 6 2 2 :3 5 F B 0 5 6 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 8 4 7 -D B F 8 1 8 4 7 -D A B C 1 8 4 7 -D 9 8 0 1 8 4 7 -D 8 4 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 0 5 6 s _ 2 6 _ 1 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.