Fréttablaðið - 27.01.2016, Side 27

Fréttablaðið - 27.01.2016, Side 27
Kynslóðin sem er að útskrifast úr framhaldsskóla í dag þekkir ekki daglegt líf án netsins en þangað sækir hún að mestu afþreyingu á borð við tónlist, kvikmyndir og leiki, banka- og fjarskiptaþjón- ustu, ýmis þjónusta og varningur er keyptur þar eða skoðaður fyrir kaup og samskipti milli þessa hóps fara að miklu leyti fram gegnum netið. Einn fulltrúi þessarar kynslóð- ar er hinn tæplega 22 ára gamli Eyjamaður Sæþór Hallgrímsson, sem útskrifaðist um síðustu jól með hæstu einkunn af nýju stúd- entsbrautinni á tölvubraut Tækni- skólans. Eftir að hann flutti frá Vest- mannaeyjum til Reykjavíkur á sínum tíma stóð valið milli þess að klára félagsfræðina, þar sem hann átti tvær annir eftir, eða byrja frá grunni í nýju námi við tölvubraut. Hann segist strax hafa fundið að ákvörðunin hafi verið rétt og að námið hentaði honum mjög vel. „Ég kunni ýmislegt fyrir mér áður en ég hóf námið þannig að fyrstu annirnar voru ekkert svakalega krefjandi. Ég hafði t.d. aðeins fiktað í forritun með JavaScript og skoðað dálítið HTML/CSS. Það gaf mér forskot strax í byrjun.“ Fjölbreytt verkefni Verkefnin sem Sæþór og fé- lagar hans unnu í náminu voru af ýmsum toga. „Stærri verkefnin voru dálítið frjálslegri þar sem verkefnalýsingin var þá yfirleitt bara „búðu eitthvað til“. Stærstu verkefnin sem ég gerði voru ann- ars vegar pöntunarvefur fyrir bíó- hús sem var þriggja manna hóp- verkefni. Hins vegar var um að ræða 1X2 tippkerfi fyrir fótbolta- deildir. Seinna verkefnið er enn óklárað en ég stefni á það að halda áfram með það.“ Næst á dagskrá hjá Sæþóri er að hefja nám í tölvunarfræði við Há- skólann í Reykjavík næsta haust. Hann er þó ekki búinn að gera upp við sig í hverju hann muni sérhæfa sig en segir það þó tengjast vefn- um á einn eða annan hátt. „Í dag finnst mér veföppin mest spenn- andi auk þess að vinna með gögn og gagnagrunna. En hvort það yrði þá framendamegin, sem notandinn sér, eða í þróun þjónustunnar sem keyrir á bak við, það er ég ekki enn viss um.“ Hraðar breytingar Þótt Sæþór sé rúmlega tvítug- ur gerir hann sér ágætlega grein fyrir þeim mun sem er á lífi hans og foreldra hans þegar þau voru á sama aldri. „Auðvitað voru öll samskipti persónulegri hér áður fyrr. Á móti tók margt svo miklu lengri tíma áður fyrr. Ég er kannski 20 sekúndur að borga reikning í appinu á meðan hér áður fyrr þurfti fólk jafnvel að fara frá vinnu til þess að fara í bankann og bíða þar lengi í röð.“ En hvernig sér Sæþór fyrir sér þróunina á vefnum næstu 5-10 árin? Hann nefnir til sögunnar þróun á öppum yfir í veföpp en þau eru mun hagnýtari. „Þá virk- ar appið á öllum tækjum og ekki þarf að skrifa sér app fyrir hvert og eitt stýrikerfi. Þannig verður mun hagkvæmara að láta þróa app þar sem ekki þarf sér forritunar- teymi fyrir hvert og eitt umhverfi heldur myndi eitt teymi þróa vef- app sem allir gætu notað.“ Veföppin munu sækja á í framtíðinni Hinn 22 ára Eyjamaður Sæþór Hallgrímsson útskrifaðist um síðustu jól með hæstu einkunn af nýju stúdentsbrautinni á tölvubraut Tækniskólans. Framtíðin er full af tækifærum fyrir ungt fólk á þessu sviði og hann spáir því að veföppin munu vaxa mikið á næstu árum. „Ég kunni ýmislegt fyrir mér áður en ég hóf námið þannig að fyrstu annirnar voru ekkert svakalega krefjandi,“ segir Sæþór Hallgrímsson. Mynd/Anton Brink Margt tók svo miklu lengri tíma áður fyrr. Ég er kannski 20 sekúndur að borga reikning í appinu á meðan hér áður fyrr þurfti fólk jafnvel að fara frá vinnu til þess að fara í bankann. Sæþór Hallgrímsson SKÝRSLURFLOTASTÝRING NÝTING Á FLOTA AFSLÁTTARKERFIYFIRLIT SÖLUSKRIFSTOFUR       BÍLABÓKUNARKERFI SEM VIRKAR ÞRÓAÐ Í SAMSTARFI VIÐ ÍSLENSKAR BÍLALEIGUR www.smartmedia.is 588-4100 info@smartmedia.is 399.990* án vsk 100.000 afsláttur til 10. febrúar áður 499.990 (619.988 m/vsk) *verð miðast við staðlaða bílabókunarsíðu kynningarblað VeflAuSnir 27. janúar 2016 5 2 6 -0 1 -2 0 1 6 2 2 :3 5 F B 0 5 6 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 8 4 7 -C D 2 8 1 8 4 7 -C B E C 1 8 4 7 -C A B 0 1 8 4 7 -C 9 7 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 5 6 s _ 2 6 _ 1 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.