Fréttablaðið - 27.01.2016, Side 30

Fréttablaðið - 27.01.2016, Side 30
Kóder mun bjóða upp kynningar- námskeið í forritun sem eiga að vera aðgengileg öllum, til þess að sýna börnum og unglingum að allir geti lært forritun. „Þetta ætlum við að gera með því að hafa lág námskeiðsgjöld og jafn- vel bjóða upp á frí pláss ef nægar skráningar fást. Einnig viljum við bjóða upp á sérstök námskeið fyrir stelpur,“ segir Helga og bætir við að þau komi til með að ráða fleiri leiðbeinendur á næstunni og biðja því bæði stelpur og stráka í tölvun- arfræðinámi eða með bakgrunn í forritun að hafa samband á koder@ koder.is. Á að auka jöfnuð Jón segir upphaflegu hugmynd- ina ekki endilega hafa snúist um forritunarkennslu heldur hafi hún komið upp í umræðum um hvern- ig þau gætu stofnað eitthvert sam- félagsverkefni sem myndi auka jöfnuð í samfélaginu. „Mjög fljótt þróaðist hugmyndin út í það að halda námskeið til að kynna for- ritun fyrir börnum og ungling- um á aldrinum níu til sextán ára. Sú hugmynd lá beint við, bæði vegna þess að við höfum öll á ein- hvern hátt tengst forritunarheim- inum en líka vegna þess að þessi hæfni verður sífellt verðmætari í samfélaginu. Þar sem það er ekki enn boðið upp á forritunarkennslu í grunnskólunum og forritunar- námskeið eru ekki ódýr, er hætta á að einungis börn og unglingar sem koma frá tekjuháum heimil- um geti sótt sér slíka þekkingu,“ segir hann. „Hugmyndin þróaðist líka fljótt út í það að reyna eftir fremsta megni að bjóða upp á sérstök stelp- unámskeið, til þess að auka fjölda kvenkyns forritara, sem hafa hing- að til verið í minnihluta. Sú hug- mynd þróaðist bæði út frá minni eigin reynslu og reynslu Helgu, af því að hafa haft litla innsýn inn í hvað forritun var þegar við vorum að alast upp, auk þess að hafa skort sjálfstraust til að kynna okkur það. Þessa reynslu ætlum við að nýta í að efla sjálfstraust og forritunar- þekkingu hjá stelpum framtíðar- innar,“ segir Elísabet. Þau segja að stuttu eftir að verkefnið hafi verið sett á lagg- irnar hafi það nánast stökkbreyst þegar þau fengu styrk fyrir kaup- um á búnaði frá CCP og gátu þau því skipulagt fyrstu námskeiðin strax í kjölfarið. Vilja auka hlut stelpna Aðspurð að því hvers vegna þau standi í þessu segjast þau vita hvað það sé skemmtilegt og gefandi að kynna fólk fyrir nýrri þekkingu og fylgjast með því uppgötva eigin hæfileika og öðlast getu á nýju sviði. „Við vitum líka hvað það getur verið skemmtilegt og skap- andi að forrita og viljum að sem flestir kynnist því. Það er líka sér- stakt áhugamál hjá okkur að auka sjálfstraust stelpna á hinum ýmsu sviðum, ekki síst til að þær kynn- ist sviðum sem margir telja vera fremur áhugasvið stráka. Því vilj- um við breyta því það geta allir verið með,“ segir Helga og brosir. Elísabet segir öll börn græða á því að kunna að forrita, því forrit- un byggir á rökfræði og sköpun. „Nú orðið eru tölvur og forritun notuð í nánast hvað sem er, allt frá bílum til brauðrista. Að hafa öðlast grunnskilning á því hvernig tölvur og forritun virka er því mikilvæg færni í nútímasamfélagi.“ „Börn og unglingar læra að nota tölvur, snjallsíma og önnur stafræn tæki en þau þurfa líka að læra hvern- ig hægt er að nota þessi tæki, ekki bara sem afþreyingu, heldur sem verkfæri til að skapa eitthvað frá eigin brjósti,“ bætir Jón við. Námskeiðin byrja í febrúar Fyrstu námskeiðin verða haldin í Sandgerði í febrúar og verður það nokkurs konar tilraunaverk- efni. Í mars verða haldin nám- skeið í Reykjavík í samvinnu við skóla- og frístundasvið Reykja- víkurborgar. Þau verða auglýst þegar nær dregur og hægt er að fylgjast með því á www.koder.is og á Facebook-síðu Kóder. „Flest- ar fyrirspurnirnar hafa þó komið frá landsbyggðinni og við erum að setja saman þriggja daga helgar- námskeið til að geta mætt þeirri eftirspurn,“ segir Elísabet. Helga bætir við að þau hafi einnig feng- ið fyrir spurnir frá grunnskólum sem vilja bjóða upp á námskeið fyrir kennara og starfsfólk. „Við erum gríðarlega spennt fyrir þeim vettvangi. Þannig erum við skrefi nær að koma forritun inn í grunn- skólana ef kennarar hefja sjálf- ir kennslu og í kjölfarið myndast vonandi meiri þrýstingur frá kenn- urum á að forritun verði innleidd í aðalnámskrá grunnskólanna.“ Forritun verður æ verðmætari hæfni Kóder eru nýstofnuð samtök sem vilja auka forritunarþekkingu almennt en þó sérstaklega meðal barna og unglinga. Að verkefninu standa þau Helga Tryggvadóttir, Jón Guðmundsson og Elísabet Ólafsdóttir. Sérnámskeið verða fyrir stelpur til að auka áhuga þeirra á forritun. Þau Helga Tryggvadóttir, Elísabet Ólafsdóttir og Jón Guðmundsson standa að nýstofnuðu samtökunum Kóder sem ætlað er að auka forritunarþekkingu almennt en þó sérstaklega meðal barna og unglinga. MYND/ERNIR Íslensku vefverðlaunin, uppskeru- hátíð vefiðnaðarins, verða hald- in í Gamla bíói á föstudaginn. „Verðlaunin hafa verið veitt í fimmtán ár,“ segir Unnur Mjöll S. Leifsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka vefiðnaðarins, SVEF, sem standa fyrir hátíðinni. Hún segir að rekja megi upphaf Ís- lensku vefverðlaunanna til árs- ins 2000 þegar vefnum www.strik. is voru veitt fyrstu verðlaunin. En hvaða þýðingu hefur það fyrir fyrirtæki að hljóta verðlaun á há- tíðinni? „Þetta er fyrst og fremst hvatning og viðurkenning bæði fyrir fyrirtækin sjálf og atvinnu- greinina í heild. Það er verið að hampa þeim sem lagt hafa mikla vinnu í vefina sína og eru jafnvel með framúrstefnulegar pælingar,“ segir hún og bætir glettin við: „Svo er það auðvitað frábær auglýsing fyrir vefina sem hljóta verðlaunin.“ Dómnefnd skipuð sérfræð- ingum í vefmálum hefur metið hátt á annað hundrað verkefna sem send voru inn í ár. Hægt er að sjá vefina sem tilnefnd- ir eru á síðunni vefverdlaun.is. Verðlaunahátíðin hefst klukkan 17 í Gamla bíói en hún er öllum opin. Íslensku vefverðlaunin veitt á föstudag Íslensku vefverðlaunin verða veitt með pomp og prakt í Gamla bíói á föstu- daginn. Hátíðin er öllum opin. Veitt verða verðlaun í fimmtán flokkum: l Besti íslenski vefurinn l Besta hönnun og viðmót l Val fólksins – Félagsmenn SVEF velja þann vef sem þeim þótti at- hyglisverðastur á árinu l Frumlegasti vefurinn l Aðgengilegir vefir l Vefmiðlar l Non-profit vefir l Opinberir vefir l Öpp/Veföpp l Markaðsherferðir á netinu l Þjónustusvæði starfsmanna l Þjónustusvæði viðskiptavina l Einstaklingsvefir l Fyrirtækjavefir (lítil og meðalstór fyrirtæki) l Fyrirtækjavefir (stærri fyrirtæki) vEFlausNIR Kynningarblað 27. janúar 20168 2 6 -0 1 -2 0 1 6 2 2 :3 5 F B 0 5 6 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 8 4 7 -C D 2 8 1 8 4 7 -C B E C 1 8 4 7 -C A B 0 1 8 4 7 -C 9 7 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 5 6 s _ 2 6 _ 1 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.