Fréttablaðið - 27.01.2016, Side 34

Fréttablaðið - 27.01.2016, Side 34
 Forgangsröðun á efni og uppsetningu þess ætti að vera í takt við þarfir notenda. Því auðveldara sem notendur eiga með að nota vefinn því öflugri verður vefurinn með tilliti til leitarvélabestunar, sölu og bættrar ímyndar fyrirtækisins. Pétur Rúnar Guðnason Mikilvægasti þátturinn í undirbún­ ingi á vef er að þekkja notendur og greina hverjar þarfir þeirra eru að sögn Péturs Rúnars Guðnasonar, markaðsstjóra Stefnu. „Forgangs­ röðun á efni og uppsetningu þess ætti að vera í takt við þarfir not­ enda. Því auðveldara sem notend­ ur eiga með að nota vefinn því öfl­ ugri verður vefurinn með tilliti til leitarvélabestunar, sölu og bættrar ímyndar fyrirtækisins.“ Hvernig næ ég athygli leitarvéla? „Við aðstoðum viðskiptavini okkar við að hugsa hlutina út frá þörfum notenda, hugsa út fyrir vörufram­ boðið og horfa til hvers konar ráð­ gjafar og hagnýtra upplýsinga sem notendur leita að. Þannig geta þeir sem gúgla eftir hagnýtum upplýs­ ingum ratað inn á þjónustuna sem fyrirtækið veitir. Fyrirtækin sjálf eru sérfræðingar í þörfum sinna viðskiptavina,“ segir Pétur. Þjónusta, þjónusta, þjónusta Að sögn Péturs er eitt af því mikil­ vægasta fyrir góðan vef að vef­ stjóri eigi ekki bara auðvelt með að uppfæra vefinn heldur að hann hafi ánægju af því. „Okkar nálgun grundvallast á öflugu þjónustuborði sem viðskiptavinir okkar greiða ekki sérstaklega fyrir aðgang að en að auki erum við með okkar eigið vefumsjónarkerfi, en ummæli not­ enda þess tala sínu máli.“ Ummælin má lesa hér annars staðar á síðunni. Aðgengi tryggt, óháð skjástærð og fötlun Hjá Stefnu er tryggt að aðgengis­ mál séu í lagi. „Glænýr vefur Ör­ yrkjabandalags Íslands er stærsta verkefni okkar á þessu sviði og óhætt að segja að við séum búin að ganga í gegnum frábæran skóla sem kemur viðskiptavinum okkar til góða í framtíðinni. Bætt aðgengi þýðir ekki alltaf aukaleg fjárút­ lát, heldur lýtur fyrst og fremst að því að fylgja stöðlum og tækni­ legum úrræðum sem eru í boði,“ lýsir Pétur. Hann nefnir einnig að vefurinn þurfi jafnframt að virka snurðulaust á stórum sem smáum skjáum. „Það býður upp á skemmti­ lega möguleika þar sem í snjall­ síma nýtist vel að hugað hafi verið að forgangsröðun og texta sé hald­ ið knöppum og hnitmiðuðum. Fjöl­ margir vefir okkar fyrir fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög taka mið af þessu, svo sem slippbarinn.is, hekla.is eða vma.is þar sem búið er að huga sérstaklega að upplifun not­ enda á smærri skjáum.“ Opin og heiðarleg samskipti Nálgun starfsfólks Stefnu á vefsíð­ ugerð og hugbúnaðarþróun er að horfa á verkefnin út frá þjónustu og samvinnu. „Árangursríkt samstarf byggist á því að talað er hreint út. Opin og heiðarleg samskipti þýða að óvissu er haldið í lágmarki og verk­ þættir, tímalína og umfang verk­ efna eru uppi á borðum.“ Stefna er með öflugt hugbúnað­ arhús sem sérhæfir sig í vefmál­ um, stórum sem smáum. „Við erum með skrifstofur á Akureyri og í Kópavogi en að auki erum við með starfsmenn í Hrísey og Uppsölum í Svíþjóð.“ Allar nánari upplýsingar má finna á stefna.is. Yfir 1000 vefir velja Stefnu Starfsfólk Stefnu hefur unnið að hönnun, forritun, greiningu og ráðgjöf fyrir mörg hundruð vefi. Sú reynsla gefur góðan grunn til að aðstoða jafnt stóra sem smáa sem til fyrirtækisins leita með uppsetningu á vefsvæðum til að veita upplýsingar, taka við pöntunum, sölu á vörum og þjónustu og mörgu öðru. Fjölmörg jákvæð ummæli viðskiptavina Stefnu bera vott um góða þjónustu og vönduð vinnubrögð. Pétur Rúnar Guðnason, markaðsstjóri Stefnu, segir að eitt af því mikilvægasta fyrir góðan vef sé að vefstjóri eigi ekki bara auðvelt með að uppfæra vefinn heldur að hann hafi ánægju af því. MYND/STEFÁN Ummæli viðskiptAvinA tAlA sínU máli l Egill Jóhannsson, forstjóri Brimborgar, hefur mikinn áhuga á vefmálum og leggur fyrirtæk­ ið mikla áherslu á að mæla ár­ angur: „Leitarvélabestun var eitt af mikil vægari markmiðum með innleiðingu á nýju vefumsjónar­ kerfi. Starfsmenn Brimborgar höfðu unnið mikla greiningar­ vinnu áður en vefirnir voru hann­ aðir og ein af stóru ástæðum þess að Moya­vefumsjónarkerfið var valið var vegna þess hvern­ ig kerfið leysir leitarvélabestun á einfaldan en um leið skilvirkan hátt. Á aðeins nokkrum vikum náðust flest okkar markmið um leitarvélabestun fyrir alla nýju vefina og fyrir þrjá fyrstu vefina sem hafa verið í loftinu í nokkra mánuði hafa öll markmið náðst.“ l Icelandair Hotels sam­ steypan hafði áður verið í Dru­ pal, en ekki fengið þjónustu sem hentaði hennar þörfum við það kerfi. Erla Sigurlaug Sigurð- ardóttir er ritstjóri Icelandair hótela: „Við skiptum yfir í Moya vefumsjónar kerfi Stefnu og er kerfið einkar þægilegt og not­ endavænt. Stefna sýnir fag­ leg og vönduð vinnubrögð og er þjónustan náin, persónuleg og á mannamáli. Okkur hefur fundist gaman að vinna með Stefnu og það er nánast eins og við séum með þá í húsi hjá okkur, þetta gengur svo vel.“ l Halldór Arinbjarnarson er upplýsingastjóri Ferðamála- stofu: „Ég hef langa reynslu af vinnu með ýmsum vefumsjónar­ kerfum og vefstofum. Þar skipt­ ir mestu þekking og hæfni þess starfsfólks sem maður á viðskipti við. Ég gef starfsfólki Stefnu fyrstu einkunn fyrir afbragðs þjónustu og öguð vinnubrögð.“ l Sigríður Huld Jóhanns- dóttir er aðstoðarskólameist­ ari VMA: „Við hönnun síðunn­ ar fengum við starfsfólk Stefnu í lið með okkur og fengum góða faglega leiðsögn á öllum þátt­ um í tengslum við uppsetningu heimasíðunnar þar sem áhersl­ an var á þau tæki sem nemend­ ur nota helst til að skoða heima­ síðuna, til dæmis í gegnum sím­ ana sína.“ l Sædís Alexía er verkefna­ stjóri hjá Akraneskaupstað, sem nýlega hlaut verðlaun fyrir besta sveitarfélagavefinn: „Pers­ ónuleg og góð þjónusta, snögg­ ir í svörum, jákvæðir, lausnamið­ aðir, stanslaus þróun og eftir­ fylgni. Þetta eru orð sem lýsa samskiptum Akraneskaupstað­ ar og Stefnu. Þeir fá okkar topp­ meðmæli og við hlökkum til frek­ ara samstarfs.“ l Fannar Ásgrímsson er mark­ aðsstjóri Arctic Adventures, en nýverið fór nýr vefur, dive­ silfra.is , í loftið: „Samstarfið við starfsfólk Stefnu var auðvelt og árangursríkt og sýndu þau frum­ kvæði og útsjónarsemi þegar kom að því að leysa tæknilega annmarka sem upp komu við að samþætta síðuna við bókunar­ kerfi okkar. Við gefum Stefnu okkar bestu meðmæli og hlökk­ um til að starfa með þeim áfram.“ VEFlAuSNIR Kynningarblað 27. janúar 201612 2 6 -0 1 -2 0 1 6 2 2 :3 5 F B 0 5 6 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 8 4 7 -F 4 A 8 1 8 4 7 -F 3 6 C 1 8 4 7 -F 2 3 0 1 8 4 7 -F 0 F 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 B F B 0 5 6 s _ 2 6 _ 1 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.