Fréttablaðið - 27.01.2016, Side 38

Fréttablaðið - 27.01.2016, Side 38
Um fimm prósent fyrirtækja á Íslandi sem eru í rekstri teljast framúrskar- andi samkvæmt Credit info. Alls hljóta 687 fyrir- tæki viðurkenn- inguna „Framúr- skarandi fyrirtæki“ hjá Credit info fyrir árið 2015. Nær fjórfalt fleiri fyrirtæki þykja framúr- skarandi nú en árið 2010 þegar viður- kenningin var veitt í fyrsta sinn, þá voru 187 fyrirtæki talin framúrskar- andi. Stefán Björnsson Önundarson, markaðsstjóri Creditinfo, segir fjölgun fyrirtækja vera til marks um batnandi efnahagslíf. Þó komi á óvart að sú atvinnugrein sem standi verst næst á eftir byggingariðnaði sé smásölu- verslun. Staða fyrirtækja í smásölu- verslun hafi versnað miðað við upp- gjör félaganna. Stefán á hins vegar von á því að framúrskarandi fyrirtækjum fækki á næsta ári vegna nýrra laga um árs- reikninga sem lögð hafa verið fram á Alþingi. Þar er kveðið á um að sekta verði fyrirtæki sem ekki hafi skilað ársreikningi fyrir 1. september. Til að teljast framúrskarandi þurfa fyrirtæki að hafa skilað ársreikningi sem sýnir hagnað síðustu þrjú ár, eiginfjárhlut- fall sé minnst 20 prósent, eignir séu yfir 80 milljónum og minni en 0,5 pró- sent líkur séu á vanskilum. – ih 5 prósent skara fram úr Stefán Björnsson Önundarson Svipmynd matthías páll imsland „Þetta er auðvitað feikilega spenn- andi verkefni. Við erum komin á seinni helming kjörtímabilsins og það eru enn mörg brýn úrlausnarefni sem blasa við okkur Íslendingum og sem ríkisstjórnin hyggst taka á,“ segir Matthías Páll Imsland. Matthías hefur verið ráðinn aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra. Hann var áður í vel- ferðarráðuneytinu hjá Eygló Harðar- dóttur. „Það kom fram hjá forsætisráð- herra þegar hann réð mig að hann vill setja enn meiri kraft í að klára þau verkefni sem koma fram í stjórnarsáttmálanum auk annarra sem unnið hefur verið að hjá ríkis- stjórninni,“ segir Matthías og bætir því við að eitt af stóru málunum akkúrat núna séu húsnæðismálin. „Og ég þekki það úr mínu fyrra starfi að mikil vinna hefur verið lögð í þær tillögur og að þær munu hafa mikil og jákvæð áhrif á framboðið af hag- stæðu húsnæði. Stórir hópar eru með húsnæðiskostnað sem er allt of hátt hlutfall af þeirra tekjum. Þarna geta stjórnvöld komið til móts við fólk enda er húsnæði grunnþörf og það hvernig þeim málum er háttað hefur mikil áhrif á lífsgæði fólksins í landinu. Matthías segist hlakka mikið til að vinna í forsætisráðuneytinu. „Það eru ekki margir sem fá að starfa svo nálægt þar sem stærstu ákvarðanir um þjóðarhag eru teknar. Maður á eftir að rifja þetta upp þegar maður situr í heita pottinum á gamals aldri og spjallar við aðra pottverja um landsmálin. Sú tilhugsun ýtir líka við manni að reyna að gera vel. Ég held að allir sem taka að sér störf á þessum vettvangi vilji geta litið stoltir um öxl,“ segir Matthías. Matthías lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Laugarvatni, BA-prófi frá Háskóla Íslands í stjórnmálafræði og síðar MS-prófi frá Háskólanum í Lundi í Svíþjóð. Áður en hann hóf störf í velferðar- ráðuneytinu vann hann sem ráð- gjafi fyrir erlend fyrirtæki á sviði framtaksfjárfestinga. Þar áður var Matthías framkvæmdastjóri rekstrarsviðs flugfélagsins WOW-air og fyrir stofnun þess var hann for- stjóri Iceland Express. Hann segist ekki geta gert upp á milli þess að vinna í einkageiranum og hjá hinu opinbera. „Það er þannig að þetta er mjög ólíkt en hvort tveggja skemmtilegt á sinni hátt. Þau verkefni sem ég hef verið með hjá hinu opinbera hafa verið með þeim hætti að þau hafa verið áhugaverð og krefjandi,“ segir Matthías. Hann tekur sem dæmi vinnuna í kringum Íbúðalánasjóð sem hafi verið bæði stórt og áhuga- vert verkefni. „En jafnvel þó að ég búist við að Sigmundur haldi áfram sem forsætisráðherra og telji að þjóðin hafi þörf fyrir það, þá finnst mér líklegra að framtíð mín liggi í einkageiranum.“ Áhugamál Matthíasar eru fótbolti og svo reynir hann að fara í ræktina á hverjum degi. Hann hefur mikinn áhuga á hreyfingu og að vera í nátt- úrunni. Matthías á hund sem heitir Sunna sem hann segir alveg stór- kostlegan karakter. „Reyndar enda göngutúrarnir oft með að ég þarf að halda á henni heim,“ segir hann. Kona Matthíasar heitir Sóley Ragn- arsdóttir og er lögfræðingur hjá Sam- keppniseftirlitinu. Matthías og Sóley eiga samtals fimm börn á aldrinum 7 til tæplega 15 ára. „Það er oft mikið fjör en ég er mikill pabbi og elska að eyða tíma með börnunum mínum.“ jonhakon@frettabladid.is Tíminn í ráðuneytinu verður rifjaður upp í heita pottinum Matthías Páll Imsland hefur verið ráðinn aðstoðarmaður forsætisráðherra. Hann segir það forréttindi að fá að vinna þar sem stærstu ákvarðanir um þjóðarhag eru teknar. Reynir að fara í ræktina á hverjum degi. Ágústa Sigrún Ágústsdóttir hefur gengið til liðs við Zenter ehf. sem mannauðsráðgjafi og markþjálfi. Ágústa hefur unnið í ferðageiranum við mannauðsmál í um tíu ár. Ragnhildur Vigfúsdóttir hefur einnig gengið til liðs við Zenter. Hún hefur unnið á flestum sviðum mannauðsmála. Hún var jafnréttis- og fræðslufulltrúi Akureyrarbæjar, lektor við Nordens Folkliga Aka- demi og vann sem starfsþróunar- stjóri hjá Landsvirkjun í 14 ár. – jhh Ganga til liðs við Zenter ÁgúSta Sigrún ÁgúStSdóttir Sjöfn Þórðardóttir hefur gengið til liðs við Podium ehf. Sjöfn hefur síðustu tvö árin starfað sem fram- kvæmdastjóri Landssambands sjálf- stæðiskvenna. Hún starfaði áður við kennslu í Hofsstaðaskóla í Garðabæ en hefur undanfarin misseri sinnt forfallakennslu hjá Grunnskóla Seltjarnarness samhliða öðrum störfum. Í tilkynningu kemur fram að Sjöfn hefur mikla reynslu af stjórnun í samskiptamálum og við- burðastjórnun. – jhh Til liðs við Podium Matthías Páll Imsland segir að vinnan í kringum Íbúðalánasjóð hafi bæði verið stórt og áhugavert verkefni. FréttaBlaðIð/ErnIr Sjöfn Þórðardóttir IFRS 16 Leigusamningar Á fundinum verður kynntur nýr reikningsskilastaðall um leigusamninga og farið yfir áhrif hans á reikningsskil og lykiltölur. Fundurinn er öllum opinn. Nánari upplýsingar og skráning á kpmg.is Fróðleikur á fimmtudegi | KPMG, Borgartúni 27 | 28. janúar | kl. 8:30 2 7 . j a n ú a r 2 0 1 6 M I Ð V I K U D a G U r8 markaðurinn 2 6 -0 1 -2 0 1 6 2 2 :3 5 F B 0 5 6 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 8 4 7 -D B F 8 1 8 4 7 -D A B C 1 8 4 7 -D 9 8 0 1 8 4 7 -D 8 4 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 0 5 6 s _ 2 6 _ 1 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.