Fréttablaðið - 27.01.2016, Síða 54

Fréttablaðið - 27.01.2016, Síða 54
Alda Dís Arnardóttir, 22 ára snót úr Snæfellsbæ, bar sigur úr býtum í annarri þáttaröð Ísland Got Talent fyrir rúmu ári en hún hefur átt afar viðburðaríkt ár. Vildi vinna sem söngkona „Það er óhætt að segja að tilfinn­ ingin á úrslitakvöldinu hafi verið ólýsanleg, mér leið eins og ég væri búin að sanna fyrir sjálfri mér að þetta væri málið, ég ætti að vinna sem söngkona og það var það mikil­ vægasta fyrir mig,“ segir Alda Dís þegar hún rifjar upp þátttöku sína. Eflaust eru margar ástæður fyrir því að fólk reynir fyrir sér í þætti sem þessum, en sigurvegarinn hlýt­ ur vegleg verðlaun ásamt því að fá tækifæri til að koma sér á framfæri. „Aðalástæðan fyrir því að ég tók þátt í Ísland Got Talent var sú að ég vildi koma mér í þá stöðu að vinna sem atvinnusöngkona, og það virkaði. Þetta er búið að vera ótrú­ legt ár, ég kom fyrst fram í sjónvarpi í fjórða þætti Ísland Got Talent og það má segja að eftir það breyttist allt. Þetta var ótrúleg reynsla sem ég hlaut í kjölfar sigursins.“ Heiður að vinna með Bubba Við tók mikið ævintýri hjá Öldu Dís þar sem hún flaug út til Los Angeles til að vinna með upptökuteyminu StopWaitGo að nýju lagi. StopWait­ Go hefur verið að gera það gott í tónlistarbransanum. „Þetta var allt frekar stressandi, en það var frábært að fara út og kynnast strákunum, samstarfið gekk mjög vel. Á þessum tíma samdi ég textann við lagið Rauða nótt og eftir það fann ég hvað það var gott að vinna með þeim,“ segir Alda Dís. Fyrsta lag Öldu Dísar, Rauða nótt, fékk góðar viðtökur og spilun á útvarpsstöðvum landsins. „Það var þá sem ég fékk leyfi frá framleiðanda til að klára plötuna. Þetta var alveg ótrúlega spennandi, ég vissi alltaf að ég vildi verða laga­ höfundur. Bubbi Morthens á lag á plötunni minni og það var mikill heiður að fá að vinna með honum. Þetta tókst allt saman vel og ég er alveg ótrúlega stolt af sjálfri mér.“ Er smá fiðrildi Næsta verkefni Öldu Dísar er Söngvakeppni sjónvarpsins, þar kemur hún til með að flytja lagið Augnablik eftir Ölmu Guðmunds­ dóttir og James Wong. „Ég alveg dýrka þetta lag og ég hlakka mikið til. Boðskapur lags­ ins snýst um að lifa í núinu, en það er  mjög lýsandi fyrir mig akkúrat núna, þar sem ég er smá fiðrildi og á svo bágt með að vera í núinu, það er frábært að tengja svona vel við lagið.“ Það er óhætt að segja að Alda Dís eigi framtíðina fyrir sér í tónlistinni og að árið eftir sigurinn í Ísland Got Talent hafi verið og viðburðaríkt. „Þetta er búið að vera alveg frábært ár, ég tók að mér fullt af skemmtilegum verkefnum, meðal annars tók ég þátt í sjónvarpsþátt­ unum Rétti, einnig tók ég þátt í Áramótaskaupinu þar sem ég söng lagið Crystals  með hljómsveit­ inni Of Monsters and Men. Fram undan er áframhaldandi vinna í tónlist. Hver veit hvað gerist næst, allavega ætla ég að reyna að vera í núinu og einbeita mér að því sem ég er að gera núna,“ segir Alda Dís að lokum. Þriðja þáttaröðin af Ísland Got Talent hefst næstkomandi sunnu­ dag á Stöð 2. gudrunjona@frettabladid. SÍMAR AUGLÝSINGADEILDIR – AUGLÝSINGASTJÓRI: Svanur Valgeirsson svanur@365.is ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 512-5401: Gústaf Bjarnason gustaf@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@365.is, Sigfús Örn Einarsson sigfus@365.is, Svanhildur Ólöf Þórsteinsdóttir svansi@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Bryndís Hauksdóttir bryndis@365.is, Jóhann Waage johannwaage@365.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@365.is, FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Sólveig Gísladóttir solveig@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is Ólýsanleg tilfinning Rúmlega eitt ár er frá því að Alda Dís Arnardóttir bar sigur úr býtum í annarri þáttaröð Ísland Got Talent. Fyrsta plata Öldu Dísar kom út á árinu og ýmislegt annað hefur á daga hennar drifið. Alda Dís Arnardóttir vissi alltaf að hana langaði til þess að starfa sem söngkona. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR ListAmenn sem ALDA Dís vAnn með á árinu Bubbi StopWaitGo Steinunn Camilla Alma Guðjónsdóttir James Wong Ívar og Magnús Gunnar Helgason Baldvin Z FeriLL ÖLDu DísAr l Vann aðra seríu Ísland Got Talent í apríl. l Platan Heim í samstarfi við Stop Wait Go. l Útgáfutónleikar. l Dúett með Bubba Morthens. l Lag í sjónvarpsseríunni Rétti. l Upphafslag Áramótaskaupsins 2015. l Lagið Augnablik í Söngvakeppni sjónvarpsins sem fram fer í febrúar. ROMA svefnsófi Ljósgrátt, dökkgrátt, ljósbrúnt og rautt áklæði. Br: 200 D: 100 H: 50 cm. Svefnpláss: 120x200 cm. Fullt verð: 99.900 kr. Aðeins 79.920 kr. Afgreiðslutími Rvk. Mán. til fös. kl. 10–18 Laugardaga kl. 11–16 Sunnudaga kl. 13–17 www.dorma.is Holtagörðum 512 6800 Dalsbraut 1, Akureyri Skeiði 1, Ísafjörður NÝTTU TÆKIFÆRIÐ Komdu í Dorma ÚTSALAN í fullu fjöri ALLT AÐ 60% AFSLÁTTUR NATURE’S COMFORT heilsurúm Nature’s Comfort heilsudýna með Classic botni. Stærð: 180x200 cm. Fullt verð: 164.900 kr. 25% AFSLÁTTUR Val um svart eða hvítt PU leður eða grátt áklæði á botni. Aðeins 123.675 kr. Opið a lla daga í janúa r 2.925 kr. Fibersæng & Fiberkoddi PURE COMFORT 7.425 kr. PURE COMFORT koddi Fullt verð: 3.900 kr. PURE COMFORT sæng Fullt verð: 9.900 kr. Koddi Sæng 25% AFSLÁTTUR Holtagarðar | Akureyri | Ísafjörður | www.dorma.is NÝTTU TÆKIFÆRIÐ Komdu í Dorma 2.925 kr. NATURE’S COMFORT heilsurúm Nature’s Comfort heilsudýna með Classic botni. 25% AFSLÁTTUR af öllum stærðum Val um svart eða hvítt PU leður eða grátt áklæði á botni. Aðeins 123.675 kr. Verðdæmi 180 x 200 cm ÚTSALAN í fullu fjöri ALLT AÐ 60% AFSLÁTTUR Fibersæng & Fiberkoddi PURE COMFORT 7.425 kr. PURE COMFORT koddi Fullt verð: 3.900 kr. PURE COMFORT sæng Fullt verð: 9.900 kr. Koddi Sæng 25% AFSLÁTTUR Fullt verð: 164.900 kr. Opið all a daga í janúar Þú finnur útsölubæklinginn á dorma.is 20% AFSLÁTTUR Rakel Garðarsdóttir og Hrefna Sætran hafa sameinað krafta sína og þróað ungbarnamat sem kominn er í verslanir. Þetta í fyrsta skipti sem íslenskur barnamatur í krukkum kemur á markaðinn. „Eins og stendur er barnamatur­ inn Vakandi kominn í flestallar verslanir og dreifingin gengur mjög vel. Við Hrefna höfum unnið að því að útbúa uppskriftir og í kjölfarið fengum við úrtakshóp til að smakka matinn, það gerðum við til að fá sem bestu blönduna. Íslensk hrá­ efni þykja bera af enda vatnið okkar með tærasta móti, loftið hreint og mikið vandað til allrar framleiðslu á landinu,“ segir Rakel Garðarsdóttir ánægð með útkomuna. Þær stöllur sáu lítið af íslenskum matvælum ætluðum börnum í versl­ unum og hófu því að þróa mat sem innihéldi mikið af nauðsynlegum næringarefnum. Uglan Vaka, sem er auðkenni Vakandi, býður fram fjór­ ar tegundir í dag en þær eru Gulrót­ armauk og Rófu & blómkálsmauk sem ætlað er fyrir fjögurra mánaða börn og svo Íslenskur pottréttur og Grænmeti & perlubygg sem ætlað er fyrir níu mánaða börn og eldri. „Við erum strax byrjuð að þróa nýjar tegundir í vörumerkinu svo þetta verður mjög fjölbreytt matarlína fyrir börn, þar sem hollusta og nær­ ingarrík framleiðsla er í fyrirrúmi,“ segir Rakel Garðarsdóttir. – gjs Fjölbreytt matarlína fyrir ungbörn Vinkonurnar Rakel Garðarsdóttir og Hrefna Sætran hafa sameinað krafta sína og þróað ungbarnamat. MyND/BJÖRN ARNARSON ísLensk hráeFni þykjA berA AF enDA vAtnið okkAr með tærAstA mÓti, LoFtið hreint og mikið vAnDAð tiL ALLrAr FrAmLeiðsLu á LAnDinu. 2 7 . j a n ú a r 2 0 1 6 M I Ð V I K U D a G U r26 L í f I Ð ∙ f r É T T a B L a Ð I Ð 2 6 -0 1 -2 0 1 6 2 2 :3 5 F B 0 5 6 s _ P 0 5 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 3 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 4 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 8 4 7 -B E 5 8 1 8 4 7 -B D 1 C 1 8 4 7 -B B E 0 1 8 4 7 -B A A 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 0 5 6 s _ 2 6 _ 1 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.