Lögmannablaðið - 01.07.1998, Síða 3

Lögmannablaðið - 01.07.1998, Síða 3
Íönnum Alþingis á síðustudögum þingsins urðu tugirfrumvarpa að lögum, eins og venjulega. Þar á meðal var frumvarp til laga um lögmenn, en lögin munu taka gildi 1. jan- úar 1999. Eins og félagsmenn vita hófst undirbúningur aðlög- unar félagsins að nýju lögunum þegar á aðalfundi í marz með kosningu nefndar til að endur- skoða samþykktir og miðar því starfi eftir áætlun. Áður hafði síðasta stjórn skipað þrjá fyrr- verandi formenn, Gest Jónsson, Hákon Árnason og Þórunni Guðmundsdóttur, í nefnd til þess að endurskoða siðareglur lögmanna. Siðareglurnar eru að stofni frá 1960, en voru síðast endurskoðað- ar árið 1991, en sífellt þarf að hafa í huga, hvort þær svari kröfum tím- ans. Jafnvel þótt menn séu þeirrar skoðunar að til séu algild sannindi og kröfur til siðlegrar hegðunar breytist ekki í neinum meginatrið- um, eins og ritari þessari lína, þarf samt að taka tillit til breyttra að- stæðna, nýrra krafna og nýrra möguleika. Ráð Evrópsku Lögmannafélag- anna (CCBE) er að leggja loka- hönd á endurskoðun siðareglna sinna, sem gilda í samskiptum á milli landa Evrópska Efnahags- svæðisins og hljóta þær að verða viðmiðun við setningu þeirra siða- reglna, sem gilda munu innanlands í löndunum. Þetta er eitt af því sem veldur því að gæta þarf að endur- skoðun siðareglna lögmanna nú. Annað er að samkvæmt hinum nýju lögmannalögum er sú skylda lögð á hendur Lögmannafélagi Ís- lands að setja félagsmönnum sín- um siðareglur. Þriðja atriðið, sem ég vil nefna er að samkvæmt Mannréttindasáttmála Evrópu og túlkun hans af Mannréttindadóm- stólnum og nú Hæstaréttar Íslands er tjáningarfrelsi manna í umræð- um um opinber málefni miklu meira en var, jafnvel fyrir fáum árum. Dómstólarnir viðurkenna að í lýðræðisríki sé hvöss gagnrýni nauðsynleg til þess að frjó, opin og beinskeytt umræða leiði til lýðræð- islegrar skoðanamyndunar og bæti ákvarðanatöku. Í 18. gr. núverandi siðareglna LMFÍ er í 1. mgr. kveðið á um það, að lögmenn skuli sýna dómstólum fulla tillitsemi og virðingu í ræðu, riti og framkomu, en í 2. mgr. er sagt, að gagnrýni á störf og starfs- háttu dómstóla megi einungis hafa uppi á faglegum og málefnalegum grundvelli. Hér er að ýmsu að hyggja. Siðareglurnar hafa lög- menn sjálfir sett sér til þess að þær bindi þá alla á þeim sviðum, sem þær taka til. Hvort sem lögmönn- um líkar betur eða ver eru þeir skuldbundnir til þess að vera félag- ar í Lögmannafélaginu og hlíta siðareglum þess. Hvort sem lög- mönnum líkar betur eða ver, hafa þeir einnig einkarétt til málflutn- ings fyrir dómstólunum (og í könn- un meðal lögmanna veturinn 1996- 97 kom í ljós, að yfirgnæfandi meirihluti þeirra var fylgjandi þess- um einkarétti). Einkarétturinn legg- ur lögmönnum ótvírætt ýmsar skyldur á herðar, sem þægilegra gæti verið að vera laus við. Ein þessara skyldna er, að minni hyggju, að gæta hófsemdar í orðalagi, þeg- ar niðurstöður dómstóla eru gagn- rýndar. Ekki svo að skilja, að mál- efnaleg gagnrýni á dómsniðurstöð- ur sé ekki alltaf og allstaðar heim- il, jafnvel þótt einhverjum öðrum en gagnrýnanda þyki hún vera fjarri raunverulegum lögfræðileg- um rökum. En lögmenn verða, meðal annars í ljósi siðareglnanna, að gæta að því að dómstólar geta ekki svarað fyrir sig, eða að minnsta kosti er venja hérlendis að þeir geri það ekki. Dómarar líta svo á, að þeir hafi með dómi sín- 3Lögmannablaðið Jakob R. Möller, hrl. Hvöss gagnrýni og siðareglur lögmanna Lögmannafélag Íslands Álftamýri 9, 108 Reykjavík sími (telephone): 568-5620 bréfsími (telefax): 568-7057 tölvupóstur (E-mail): lmfi@tv.is Stjórn L.M.F.Í. Jakob R. Möller, hrl., formaður Ásgeir Thoroddsen, hrl., varaformaður Kristinn Bjarnason, hdl., ritari Sif Konráðsdóttir, hdl., gjaldkeri Sigurbjörn Magnússon, hrl., meðstjórnandi Starfsfólk L.M.F.Í. Marteinn Másson, framkvæmdastjóri Hildur Pálmadóttir, ritari Blaðið er sent öllum félagsmönnum. Ársáskrift fyrir utanfélagsmenn: kr. 1.500 + vsk. Verð pr. tölublað kr. 300 + vsk. Prentun: Borgarprent h.f. Umsjón auglýsinga: Öflun ehf., sími 561-4440 Einkarétturinn leggur lögmönnum ótví- rætt ýmsar skyldur á herðar ... Jakob R. Möller, hrl., formaður L.M.F.Í.

x

Lögmannablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.