Lögmannablaðið - 01.07.1998, Blaðsíða 20

Lögmannablaðið - 01.07.1998, Blaðsíða 20
Nýlega kom út fyrstahefti nýs tímarits,sem ber heitið Skatta- og tollatíðindi og er samstarfsverkefni fjár- málaráðuneytisins, yfir- skattanefndar, ríkistolla- nefndar og ríkisskattstjóra. Í þessu nýja tímariti er ætlunin að birta helstu úr- skurði yfirskatta- nefndar og r í k i s - t o l l a - nefndar, sem tald- ir eru hafa for- d æ m i s - gildi. Þá verða birtir í t ím a r i t i n u dómar sem varða skatta- og tollamál, þ.m.t. dómar í refsimálum á þessu réttar- sviði. Ennfremur verða kynntar nýjungar í löggjöf í skatta- og tolla- málum og stjórn- valdsreglur. Í formála ritnefnd- ar í þessu 1. hefti tímaritsins kemur fram að yfirskatta- nefnd og ríkistolla- nefnd meta sjálfar hvaða úrskurðir verða birtir. Hins vegar verða birtir allir dómar, sem varða álagningu eða ákvörðun skatta og tolla, bæði héraðsdómar og dómar Hæstaréttar Ís- lands. Undanskildir verða dómar er lúta að inn- heimtu gjalda nema sér- stök ástæða þyki til ann- ars. Skatta- og tollatíðindum er ætlað að koma út þrisvar á ári. Fyrsta heftið nær til dóma og úrskurða sem fallið hafa á tímabilinu janúar til maí 1997. Á yfir- standandi ári verða gefin út 5 hefti þannig að útgáf- an ætti að vera komin í reglulegt horf strax á næsta ári. Ritnefnd Skatta- og tollatíðinda skipa Margrét Gunnlaugsdóttir (ábyrgðarmaður), Ólafur Ólafsson og Friðgeir Sig- urðsson. Rit- stjóri er Guðrún Agnes Þor- s te insdót t i r, með aðsetur að Rauðarár- stíg 10, Reykjavík. Skatta- og tollatíðindi nýtt tímarit 1. hefti 1. árgangs hins nýja tímarits, Skatta- og tollatíð- inda. 20 Lögmannablaðið

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.