Lögmannablaðið - 01.07.1998, Síða 22
22 Lögmannablaðið
Þóknun lögmanns fyrir
sölu fasteignar – ágreining-
ur um vinnubrögð.
Þóknun lögmanns, semjafnframt rak fasteigna-sölu, lækkuð vegna van-
rækslu við sölu fasteignar.
Í erindi sóknaraðila (S),
sem barst stjórn L.M.F.Í.,
var farið fram á álit henn-
ar á þóknun fyrir sölu
fasteignar á vegum lög-
manns (L), sem rak fast-
eignasölu samhliða lög-
mannsstofu. Kaupendur
töldu sig hafa verið leynda
upplýsingum um fyrirhug-
aðar framkvæmdir á sam-
eign og kröfðust skaða-
bóta eða afsláttar. Seljandi
og kaupandi sömdu sín á
milli um 150.000 króna
lækkun kaupverðsins og
jafnframt um útgáfu afsals.
S, sem greitt hafði L kr.
170.000 í söluþóknun,
auk auglýsingakostnaðar
og virðisaukaskatts, krafð-
ist endurgreiðslu að hluta
af söluþóknuninni og
taldi sig ekki hafa fengið
þá þjónustu hjá L við
lausn ágreiningsins við
kaupanda, sem búast
hefði mátt við. L neitaði
endurgreiðslu.
S taldi sig hafa greitt fyr-
ir þjónustu, sem hefði
ekki verið innt af hendi,
þ.e. fyrir lokafrágang og
útgáfu afsals fyrir íbúð-
inni. Þá taldi S þjónustuna
hafa verið ófullnægjandi
og leitt til tjóns fyrir sig.
Ófullnægjandi þjónusta
eða ráðgjöf, sem ylli sér
tjóni, veitti sér rétt til að
krefjast endurgreiðslu
þóknunar að hluta eða
öllu leyti. L hefði áskilið
sér hæstu leyfilegu þókn-
un, 2% af söluverði fast-
eignarinnar. Yrði talið að
L ætti rétt til þóknunar
yrði að lækka hana veru-
lega þar sem þjónustan
hefði reynst ófullnægj-
andi.
L mótmælti staðhæfing-
um um slæleg vinnubrögð
og ófullnægjandi þjónustu
sem röngum og meiðandi.
Kjarni málsins hefði verið
sá að S hefði leynt upplýs-
ingum um fyrirhugaðar
framkvæmdir. S hefði við-
urkennt þetta í verki með
því að veita afslátt af sölu-
verði. S hefði skuldbundið
sig til að veita tilteknar
upplýsingar, þ. á m. yfirlit
um stöðu hússjóðs auk
upplýsinga um yfirstand-
andi eða væntanlegar
framkvæmdir, en vanrækt
þá skyldu. Reynt hefði
verið af hálfu fasteignasöl-
unnar að jafna ágreining
samningsaðila, án árang-
urs. Ekki hefði staðið á
því að ganga frá sölunni
með því að útbúa afsal,
sem reyndar hefði verið
gert. Hefði það legið til-
búið á fasteignasölunni.
Eftir því hefði hins vegar
ekki verið leitað af hálfu S
og yrði hann að bera hall-
ann af því.
Að mati stjórnar L.M.F.Í.
kom ekkert fram í málinu
sem benti til þess að L eða
starfsmenn fasteignasöl-
unnar hefðu neitað samn-
ingsaðilum um þá þjón-
ustu að annast útgáfu af-
sals og annan frágang.
Samningsaðilar hefðu
sjálfir ákveðið að annast
útgáfu afsalsins án þess
að leita liðsinnis L. Taldi
stjórnin S því ekki eiga
rétt til lækkunar á sölu-
þóknun til L af þessari
ástæðu.
Stjórnin taldi, með vísun
til 2. kafla laga um fast-
eigna- og skipasölu, nr.
34/1986, þá skyldu hvíla á
fasteignasala að hann afl-
aði nauðsynlegra upplýs-
inga um ástand fasteignar,
þ. á m. upplýsinga um
fyrirhugaðar framkvæmdir
á vegum húsfélags. Gæti
fasteignasalinn ekki skotið
sér á bak við stöðluð
ákvæði í söluumboði, þar
sem seljandi tæki að sér
að afla þessara upplýs-
inga. Skylda fasteignasal-
ans væri sjálfstæð að
þessu leyti og þyrfti hann
m.a. að standa kaupand-
anum skil á upplýsingun-
um. Jafnframt taldi stjórn-
in ljóst að S hefði vitað
um fyrirhugaðar fram-
kvæmdir þó ekki væri
ljóst að hve miklu leyti
þeim upplýsingum hefði
verið komið til kaupanda.
Að mati stjórnar L.M.F.Í.
vanræktu L og starfsmenn
fasteignasölunnar skyldur
sínar sem milligöngu-
menn við sölu fasteignar S
með því að afla ekki full-
nægjandi upplýsinga um
ástand hins selda húsnæð-
is og fyrirhugaðar fram-
kvæmdir á því. Ef upplýs-
Úrskurðir og álitsgerðir
stjórnar L.M.F.Í.