Lögmannablaðið - 01.07.1998, Page 26

Lögmannablaðið - 01.07.1998, Page 26
26 Lögmannablaðið Í Hæstarétti Noregs Ekki var frítt við að ég fyndi fyrir fiðringi í maganum að morgni 13. júní s.l., þegar fyrri ræðumaður „kæranda” stóð upp og gekk að málflutningspúlt- inu í aðaldómsalnum í nýlega endur- nýjuðu húsi Hæstaréttar Noregs, til þess að hefja keppni norrænna laga- nema. Fyrir varnaraðila, „Kalmarsam- bandið”, voru málflutningsmenn frá Bergen og í dómnum sátu dómarar við dómstóla Norðurlandanna. Málflutningskeppni í 13. sinn Norræna málflutningskeppnin, eins og hún hefur verið kölluð hér á landi, er löngu orðin vel þekkt meðal lög- manna og annarra lögfræðinga. Grunninn að þátttöku Íslendinga lögðu hæstaréttarlögmennirnir Gunnar Helgason og Garðar Garðarsson fyrir nærri þrettán árum. Síðan hafa líkast til um 80 laganemar skipað það íslenska lið sem staðið hefur að málflutningi í dómsölum Norðurlandanna til skiptis. Góður árangur íslenska liðsins Kvíði minn reyndist auðvitað ástæðulaus, keppnin fór vel af stað og þegar leið á morguninn kom í ljós að keppendurnir sex í íslenska málflutn- ingsliðinu sem kennt er við Lögberg, stóðu vel að vígi gagnvart norsku- og sænskumælandi mótherjum sínum. „Club Lögberg” sigldi inn í undanúrslit- in með glæsilegri frammistöðu og ör- uggum sigri á báðum andstæðingun- um í sínum riðli, sem kenndur er við Þór Vilhjálmsson, einn dómenda í keppninni. Eins og endranær tóku tólf lið þátt í keppninni frá lagadeildum norrænu háskólanna. Hvert lið teflir fram sex þátttakendum. Liðin útbúa hvert um sig greinargerðir sóknar og varnar í máli þar sem einstaklingur hefur kært meint brot „Kalmarsambandsins” gegn ákvæðum Mannréttindasáttmála Evr- ópu. Lögberg náði þriðja sæti í keppninni og auk þess fékk einn ræðumanna okkar, Guðmundur Óli Björgvinsson, verðlaun sem besti málflytjandi í okkar riðli. Aðrir keppendur voru þau Anna Kristín Úlfarsdóttir, Eva Bryndís Helga- dóttir, Guðríður Kristjánsdóttir, Kristín Benediktsdóttir og Sigþór Guðmunds- son. Metnaður keppenda var mikill og keppnisandi góður og var árangur liðs- ins í samræmi við það. Af samtölum við dómarana eftir keppnina ræð ég að þeim fannst okkar lið hafa staðið sig sérstaklega vel að þessu sinni. Í ár voru óvenjumargir eldri keppendur liðinu til aðstoðar og víst er að kepp- endur hafa fundið fyrir miklum vænt- ingum. Óhætt er að segja að þeir hafi svo sannarlega staðið undir þeim væntingum. Laganemarnir hafa líka öðlast dýrmæta þekkingu á reglum Mannréttindasáttmálans og ómetanlega reynslu í málflutningi, og munu að námi loknu hafa óumdeilanlegt forskot á skólafélaga sína, er kemur að undir- búningi og flutningi dómsmála. Hæstiréttur Íslands 1999 Gestgjafarnir að þessu sinni, Club Meltvedt frá Ósló, fóru með sigur af hólmi í úrslitum. Við lokaathöfnina í Hæstarétti Noregs bauð Guðrún Er- lendsdóttir hæstaréttardómari formlega til keppninnar á Íslandi á næsta ári, fyrir hönd Hæstaréttar Íslands. Fyrir hönd þátttakendanna, og sem fyrirsvarsmaður íslenska liðsins, vil ég færa þakkir öllum þeim lögmönnum og öðrum sem með framlögum sínum og annarri aðstoð gerðu okkur kleyft að taka þátt í keppninni. Lögmannafé- lagi Íslands eru færðar þakkir fyrir sinn trygga stuðning. Á næsta ári mun enn frekar reyna á stuðning velvildar- manna, en undirbúningur er þegar haf- inn að keppninni í Hæstarétti Íslands að ári. Guðmundur Óli Björgvinsson, Krist- ín Benediktsdóttir og Anna Kristín Úlfarsdóttir. Sif Konráðsdóttir hdl. Íslenska liðið í þriðja sæti í Norrænu málflutningskeppninni Guðríður Kristjánsdóttir, Sigþór Guðmundsson og Eva Bryndís Helgadóttir. Íslenskir málflytjendur í fullum skrúða í Hæstarétti Noregs.

x

Lögmannablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.