Lögmannablaðið - 01.07.1998, Page 27
27Lögmannablaðið
Málþing L.M.F.Í. og D.Í. 5. júní
Málþing Lögmannafélags Íslands og Dómarafélags Íslands var haldið á Hótel Valhöll
á Þingvöllum föstudaginn 5. júní s.l. Á málþinginu fjölluðu Björn Friðfinnsson, ráðu-
neytisstjóri, og Davíð Þór Björgvinsson, lagaprófessor, um EES-rétt sem réttarheimild
í íslenskum rétti og hlutverk Eftirlitsstofnunar EFTA og EFTA-dómstólsins varðandi
framkvæmd EES-samningsins. Þá ávarpaði Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra,
þingið.
Eftir hádegi var fjallað um undirbúning og framkvæmd lagasetningar. Framsögu
höfðu Hrafn Bragason, hæstaréttardómari, Helgi Bernódusson, aðstoðarskrifstofustjóri
Alþingis og Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, hrl.