Lögmannablaðið - 01.03.2004, Page 13

Lögmannablaðið - 01.03.2004, Page 13
13 beiti sér fyrir því að frumvarpinu verði breytt í meðförum þingsins sem hér segir: „Niður verði felldar allar greinar frumvarpsins aðrar en þær sem nú verða taldar: 1. gr., 2. gr., 3. gr., 1.,3. og 4. mgr. 4. gr. svo og 15. til 17. gr. og 19. til 20. gr.” Fundurinn beinir því til stjórnar LMFÍ að hún skipi nefnd 9 félagsmanna undir forystu formanns félagsins og hafi nefndin það verkefni að gaum- gæfa nauðsynlega heildarendurskoðun á lög- mannalögum. Í starfi nefndarinnar verði einkum kannað, hvernig félagsaðild og handhöfn lög- mannsréttinda verði bezt fyrir komið og þar hafðar til hliðsjónar tilgangsskyldur félagsins samkvæmt 2. gr. samþykkta þess. Starfi nefndar- innar skal ljúka með gerð tillagna um breytingar á lögmannalögum og eftir atvikum samþykktum félagsins. Nefndin ljúki störfum eigi síðar en svo, að tillögur hennar verði lagðar fyrir aðalfund félagsins 2005. Áskorun til stjórnar Lögmannafélags Íslands, um að leggja til við dómsmálaráðherra eftirfar- andi breytingu á núgildandi lögum nr. 77/1998 um lögmenn: „Við 3. mgr. 9. gr. laga nr. 77/1998 bætist nýr málsliður: Þá getur ráðherra með sama hætti vikið frá 4. tl. 1. mgr. ef umsækjandi hefur starfað sem hér- aðsdómslögmaður samtals í 10 ár.” L Ö G M A N N A B L A Ð I Ð FUNDUR Í FÉLAGINU Aðalfundur Aðalfundur Lögmannafélags Ís- lands 2004 verður haldinn föstu- daginn 26. mars nk., kl. 14:00 í Skála, Radisson SAS Hótel Sögu. Dagskrá: 1. Aðalfundarstörf samkvæmt 8. gr. samþykkta fyrir Lögmannafélag Íslands. 2. Reglur um endurmenntun lögmanna. 3. Kosning í stjórn Námssjóðs og bókasafnsnefndar. 4. Önnur mál. Að loknum aðalfundi LMFÍ verð- ur haldinn aðalfundur félags- deildar LMFÍ. Dagskrá: 1. Aðalfundarstörf samkvæmt 6. gr. reglna um félagsdeild LMFÍ. 2. Tillaga stjórnar um breytingu á reglum félagsdeildar LMFÍ. 3. Önnur mál. Stjórn Lögmannafélags Íslands

x

Lögmannablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.