Lögmannablaðið - 01.09.2004, Side 6

Lögmannablaðið - 01.09.2004, Side 6
6 Forsætisfundur norrænu lögmanna-félaganna fór fram á Álandseyjum dagana 26. – 28. ágúst s.l. Að þessu sinni voru fjögur megin málefni á dag- skrá fundarins, auk skýrslna lög- mannafélaganna um helstu þætti starf- semi þeirra frá síðasta forsætisfundi. Hagsmunaárekstrar í lög- mennsku Fyrsta mál á dagskrá fundarins snéri að hagsmunaárekstrum í lögmennsku. Í framsögu sinni um efnið gerði Anne Ramberg, framkvæmdastjóri sænska lögmannafélagins, grein fyrir þeirri þróun sem átt hefur sér stað á stærð og starfsemi lögmannsstofa í Svíþjóð undanfarin ár. Þar hefur miðlungsstórum og stórum lögmannsstofum fjölgað á kostnað ein- yrkja og þjónusta lögmanna hefur í vaxandi mæli færst úr málflutningi yfir í ráðgjöf, sérstaklega á sviði viðskipta- og fjármálalögfræði. Benti Anne á að um leið og þessi þróun hafi leitt til aukinnar hættu á hagsmunaárekstrum hafi gætt vissar eftir- gjafar gagnvart kröfu um trúnaðarskyldu þar sem lögmenn skýldu sér gjarnan á bak við svokallaða „Kínamúra“, þegar gætt væri andstæðra hags- muna innan sömu stofu. Taldi hún að við þessari þróun yrði að bregðast enda trúverðugleiki lög- manna í hættu. Nú þegar væri þrengt verulega að trúnaðarskyldu lögmanna af hálfu ríkisvaldsins m.a. með hertum reglum um aðgerðir gegn pen- ingaþvætti, lögum um varnir gegn hryðjuverkum o.fl. Trúnaðarsamband væri ekki eingöngu milli lögmanns og skjólstæðings heldur einnig á milli lögmanns og samfélagsins. Mikilvægt væri að sömu reglur giltu um þjónustu lögmanna, hverrar tegundar sem hún væri, enda væri trúnaður grund- vallaratriði í samskiptum lögmanns og skjólstæð- ings. Norrænu lögmannafélögin mættu ekki gefa slík grundvallar „prinsipp“ eftir og nauðsynlegt væri að skilgreina betur í siðareglum félaganna í hverju hagsmunaárekstrar væru fólgnir. Mætti í því sambandi taka mið af því sem fram kæmi í drögum að breyttum siðareglum sem unnið væri að innan CCBE. Fram kom í máli fulltrúa finnska lögmannafélagsins að innan þess hefði þegar farið fram nokkur umræða um að auknar kröfur til lögmanna í tengslum við hættu á hagsmuna- árekstrum m.a. með strangari ákvæð- um í siðareglum. Einnig kom fram að norska lögmannafélagið hafi þegar gefið út leiðbeiningar um efnið til sinna félagsmanna en þar í landi hafi einnig nokkrar af stærri lögmannsstofum haft frumkvæði að setningu vinnureglna þar sem lagðar væru línur í tengslum við hagsmunaárekstra. Stjórnun lögmannsstofa Anders Ryssdal, nýkjörinn formaður norska lögmannafélagsins, hafði framsögu um stjórnun lögmannsstofa. Benti Anders á að allra jafna stæðu lögmenn vel að stjórnun lögmannsstofa út á við, þ.e. gagnvart skjólstæðingum. Hins vegar vantaði víða töluvert upp á innri stjórnun stofa, t.d. gerð viðskiptaáætlana, fjárstýringu, faglega samsetningu starfsfólks, þjálfun þess o.fl. Við undirbúning opnunar lögmannsstofu væri að mörgu að hyggja, auk þess sem lögmenn yrðu að vera opnir fyrir faglegum og rekstrarlegum breyt- ingum og nýjungum í daglegum rekstri stofanna. Fram kom í umræðum um málefnið að vandamál tengd rekstri lögmannsstofa lægju fyrst og fremst hjá einyrkjum og smærri stofum, þar sem lög- menn hefðu tilhneigingu til að sjá um alla hluti sjálfir, þ.e. hefðu ekki starfsmenn til að sinna þessum málum eða keyptu slíka þjónustu utan frá. Þetta hefði oftar en ekki hamlandi áhrif á faglega þróun hlutaðeigandi lögmanna. Einnig kom fram að umbóta væri víða þörf í samskiptum eigenda 3 / 2 0 0 4 Forsætisfundur norrænu lögmannafélaganna: Hagsmunaárekstrar, stjórnun og afnám einkaréttar lögmanna Ingimar Ingason framkvæmdastjóri LMFÍ

x

Lögmannablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.