Lögmannablaðið - 01.09.2004, Síða 23

Lögmannablaðið - 01.09.2004, Síða 23
23L Ö G M A N N A B L A Ð I Ð varð þriðji í röð þeirra sem luku prófi um leið og hann. Mörður hefur ekki farið í eiginlegt framhaldsnám, en fór þó skömmu eftir námslok við lagadeildina á Osló á Institut for sörett í nokkra mánuði að stúdera niðurjöfnun sjótjóna. Dómarastörf hefur Mörður aldrei reynt, en hefur sem lögmaður eytt nokkrum mánuðum í réttarsölum. Lögmannsstörf hefur Mörður hinsvegar stundað óslitið í yfir 30 ár og hefur flest árin flutt þetta 10 til 20 mál á ári, nú orðið lang mest fyrir Hæstarétti, en fulltrúar hans sjá um hin einfaldari mál fyrir héraðsdómstólum. Það er ekki hægt að segja annað en að málin hafi spannað allan sprengisand lögfræðinnar, þótt óneitanlega hafi sjó- og flutningarétturinn verið hans stóra fag. Mörður var stundum fenginn til að kenna við lagadeildina í gamla daga, m.a skaðabótarétt og sjórétt, en fljótlega komst hann að þeirri niðurstöðu að hann hefði hvorki tíma né efni á slíku og hætti, þrátt fyrir að nokkuð væri gengið á eftir honum af hálfu deildarinnar. Þessu næst voru talin upp ritstörf umsækjendanna og í þeim samanburði varð Mörður að viðurkenna að hann stóð þeim hæfustu langt að baki, þótt svo að honum finnist að margar greinargerðir hans fyrir dómstólum hafi verið býsna góðar. En það telur ekki í þessum samanburði. Mörður hefur rekið mörg mál fyrir hinum ýmsu stjórnsýslunefndum og úrskurðarnefndum fyrir skjólstæðinga sína, en aldrei setið í slíkri nefnd, en þetta var næsta atriðið sem upp var talið að skipti máli varðandi hæfnismatið. Fyrir einum tuttugu árum sat Mörður í einhverri norrænni laganefnd varðandi sjórétt, en sagði af sér eftir ágreining við samgönguráðuneytið um þóknun til hans. Reynsla hans varðandi lagasmíð er því nánast engin. Eftir að stjórnsýslulög nr. 37/1993 tóku gildi tók Mörður sér leyfi frá störfum í tvo mánuði með samþykki félaganna á stofunni og dvaldi í sumarbústað sínum í Borgarfiði og kynnti sér lögin og rit Páls Hreinssonar um þetta efni sérstaklega. Telur Mörður sig hafa haft mikið gagn af þessari pælingu í störfum sínum. Mörður var farinn að nálgast Reykjavík þegar vikið var að stjórnunarstörfum og reynslu á því sviði. Mörður hefur rekið lögmannsstofu um árabil í félagi við aðra þar sem milli 10 og 15 manns starfa að jafnaði. Hann hefur aldrei litið á sig sem stjórnanda og er ekki viss um að hvort hægt sé að segja að hann hafi stjórnunarreynslu. Mörður fann til vanmáttar eftir þessa umfjöllun alla og mundi þá allt í einu eftir því að hann á að flytja stórt mál í Hæstarétti í næstu viku, hringdi heim til sín og sagði konunni sinni að hann yrði lítið heima næstu daga vegna þess að hann þyrfti að undirbúa málflutninginn. Mörður er sannfærður um að hann hefði orðið aftastur í röðinni ef hann hefði sótt um stöðuna að þessu sinni. Þegar hann kom á stofuna hitti hann einn meðeiganda sinn og fóru þeir að ræða þá punkta sem dómararnir í Hæstarétti setja fram sem áhersluatriði varðandi hæfni. Voru þeir sammála um að þeir þyrftu að taka sig á ef þeir ætluðu einhvern tíma að ná sér í laun til æviloka. Verðmat og skipting dánar- og þrotabúa Áratuga reynsla við verðmat, sölu og skiptingu dánar- og þrotabúa. Svið þekkingar og þjónustu okkar nær yfir antik, listmuni, bækur, frímerki, húsbúnað, nytjamuni, tæki og tól. SANNGJARNT VERÐ. • Jónas Ragnar Halldórsson, antik- og listmunasali. Laugavegi 101, GSM 867 5117 – Bréfasími 552 8222 og sími 551 5222 Netfang: goco@simnet.is

x

Lögmannablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.