Lögmannablaðið - 01.09.2004, Page 35

Lögmannablaðið - 01.09.2004, Page 35
35 í stjórn hans. Með dómi 1996:1199 var Þ sakfelldur fyrir umboðssvik og fjárdrátt gagnvart sjóðnum. Í dómi H 1998:4196 var Þ síðan dæmdur bótaskyldur með vísan til sakfellingar í áðurnefndum refsisómi. B. Þegar litið er til stöðu starfsmannsins Þegar meta á hvort víkja megi frá meginreglu 23. gr. skaðabótalaga verður að horfa til þess hvort eðlilegt sé að starfsmaðurinn stöðu sinnar vegna og þekkingar umfram vinnuveitanda sinn eigi fremur að bera tjónið en vinnuveitandinn. Er staða viðkomandi starfsmanns svo sérstaks eðlis séð í ljósi þess tjóns sem orðið hefur að eðlilegra sé útfrá varnaðarsjónarmiðum að hann beri tjónið en vinnuveitandinn. Í þeim tilvikum kemur til greina að víkja frá meginreglunni um að áhættan á að tjón verði í rekstri hvíli á vinnuveitandanum. C. Þegar litið er til atvika að öðru leyti. Varðandi þetta skilyrði hefur verið talið að líta megi til sömu sjónarmiða og er að finna í 1. mgr. 24. gr. skaðabótalaga, þó þannig að meiri líkur séu á að þessi sjónarmið leiði til þess að starfsmaður verður ekki gerður bótaskyldur en myndi vera ef um aðra tjónvalda en starfsmenn væri að ræða, þ.e. ekki þá sem falla undir 23. gr. skaðabótalaga.6 Þetta er í fullu samræmi við þau sjónarmið sem að baki 23. og 24. gr. skaðabótalaga búa, þ.e. að lækkun eða brottfall bótaábyrgðar starfsmanns skv. 23. gr. er meginregla en lækkun eða brottfall bótaskyldu á grundvelli 24. gr. er undantekningar- regla.7 Niðurstaða: Telja verður niðurstöðu Hæstaréttar í máli nr. 482/2003 í fullu samræmi við það sem hér hefur verið sagt um 23. gr. skaðabótalaga og þær for- sendur sem að baki niðurstöðu þeirra dómsmála liggja sem gerð hefur grein fyrir. Þannig veður t.d. ekki séð að Hæstiréttur hafi talið gáleysi fram- kvæmdastjórans í umrætt sinn vera stórkostlegt. Þá var því á engu stigi málsins haldið fram að um refsiverða háttsemi hans hafi verið að ræða.8 1 Alþingistíðindi. A-deild. 116. löggjafarþing, 1992–93, þingskjal 596, 326 . mál, kafli 4.10, Dansk Karnov. 23. gr. dönsku skaðabótalaganna, neðanmálsgrein nr. 111, Jens Møller og Michael S. Wiisbye: Erstatningsansvarsloven 6.utg., 2003, bls. 475 og Bo von Eyben og Helle Isager: Lærebog i erstatningsret, 5. utg., 2002, bls. 118. Hvað varðar tengsl íslensku skaðabótalaganna frá 1993 við dönsku skaðabótalögin þá segir eftirfarandi í greinargerð með íslensku lögunum: „Fyrirmynd þessa frumvarps er því dönsku skaðabótalögin frá 1984. – Ef frumvarpið verður að lögum verða íslenskar reglur á því sviði skaðabótaréttar, sem hér um ræðir, í stórum dráttum í samræmi við danskar, finnskar, norskar og sænskar reglur, en þær eru ávöxtur nokkurra áratuga starfs margra sérfræðinga. Við samningu athugasemda með frumvarpinu var mikið stuðst við grein- argerð sem fylgdi frumvarpi til dönsku laganna. Einkum á þetta við um athugasemdir við einstakar greinar. Meðal annarra rita, sem stuðst var við, má sérstaklega nefna ,,Erstatningsansvarsloven“ eftir Anders Vinding Kruse og Jens Møller, 2. útg. Kaupmannahöfn 1989, og ,,Erstatning og godtgørelse efter erstatningsansvarsloven og voldsoffer- loven“ eftir Bernhard Gomard og Ditlev Wad, útg. í Kaup- mannahöfn 1986.“ 2 Alþingistíðindi. 116. löggjafarþing, 1992–93, þingskjal 596, 326. mál, kafli 4.10. 3 Jens Møller og Michael S. Wiisbye, bls. 475. 4 Alþingistíðindi. 116. löggjafarþing, 1992-93, þingskjal 596, 326. mál, kafli 4.10. 5 Dansk Karnov. Neðanmálsgrein nr. 112, Jens Møller og Michael S. Wiisbye, bls. 475 og Bo von Eyben og Helle Isager, bls. 118. 6 Dansk Karnov. Neðanmálsgrein 112. 7 Gomard og Wad: Erstatning og godtgørelse efter erstatn- ingsansvarsloven og voldsofferloven. 1986, bls. 412. 8 Við ritun greinarinnar var stuðst við eftirfarandi dóma: Íslenskir: Dómur Hæstaréttar 27. maí 2004 í máli nr. 482/2003, H 1996:1199 og H 1998:4196. Danskir: U 1996:156 V, U 2002:1306 V og FED 1996: 1340. L Ö G M A N N A B L A Ð I Ð

x

Lögmannablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.