Lögmannablaðið - 01.09.2004, Síða 32

Lögmannablaðið - 01.09.2004, Síða 32
Íslenskur sigur í Norrænu málflutnings- keppninni Norræna málflutningskeppn-in var haldin í 20. sinn í júní síðastliðnum og að þessu sinni í Reykjavík. Íslenska liðið fór með sigur af hólmi í lokavið- ureigninni í dómhúsi Hæsta- réttar, en Club St. Erik frá Stokkhólmi lenti í öðru sæti. Þrátt fyrir að íslenska liðið hafi margoft komist í undanúrslit í keppninni er þetta í fyrsta sinn sem liðið kemst í tveggja liða úrslit. Sigurinn var sætur og verðskuldaður, en íslenskur keppandi var valinn ræðumaður síns riðils og liðið hafði hlotið mjög góða einkunn fyrir skrif- legar greinargerðir sínar. Pen- ingaverðlaun voru veitt, 15.000 sænskar krónur, frá Sporrong- fjölskyldunni í Svíþjóð, en keppnin var upphaflega kennd við frægasta mál Svía fyrir Mannréttindadómstólum, Spor- rong-Lönnroth málið, sem fjall- aði um eignaréttarákvæði mann- réttindasáttmálans. Norræna málflutningskeppn- in er haldin árlega til skiptis í höfuðborgum Norðurlandanna. Tólf lið málflutningsklúbba nemenda frá tíu háskólum taka þátt í keppninni. Fyrirkomulag er þannig að starfandi lögmenn veita málflutningsklúbbi for- mennsku en klúbbarnir eru svo misjafnlega mikið í tengslum við lagadeildirnar á hverjum stað. Keppnisstjórnin er í Stokk- hólmsháskóla og dómendur koma frá Mannréttindadómstóli Evrópu og æðstu dómstólum Norðurlandanna. Íslenski málflutningsklúbb- urinn, Club Lögberg, hafði veg og vanda að öllum undirbúningi keppninnar hér á landi, í sam- starfi við keppnisstjórnina í Stokkhólmsháskóla. Í tengslum við keppnina komu hingað til lands um 170 erlendir gestir; laganemar, dómarar og lög- menn, en alls komu á þriðja hundrað manns að keppninni með einum eða öðrum hætti. Laganemar frá Orator, fyrrum keppendur og formaður klúbbs- ins, Sif Konráðsdóttir hrl., sáu um undirbúning keppnishalds- ins, en starfsfólk héraðsdóms Reykjavíkur og Hæstaréttar aðstoðuðu einnig keppnisdag- ana sjálfa. Heiðursformaður klúbbsins, Gunnar Helgason hrl., stóð við bakið á klúbbnum eins og undanfarna tvo áratugi. Undirbúningur íslenska liðsins var undir styrkri stjórn Bjargar Thorarensen prófessors og Kristínar Benediktsdóttur að- stoðarmanns hæstaréttardómara og fyrrum keppanda. Fjölmargir lögmenn, LMFÍ, dómsmála- ráðuneytið og nokkur fyrirtæki styrktu keppnina í ár sem endra- nær en þátttaka íslensku laga- nemanna í keppninni hefur frá upphafi verið háð velvilja lög- manna. sonar dómara, Eggerts Óskarssonar héraðsdóm- ara, Jakobs R. Möller hrl., og Ragnars Aðalsteins- sonar hrl. Að loknum pallborðsumræðum sleit Hjördís Hákonardóttir, formaður DÍ, málþinginu og bauð málþingsgestum að þiggja léttar veitingar. Þeirra nutu menn í blíðunni utandyra, þar sem málefni dagsins og reyndar fjölmörg önnur mál voru rædd manna á meðal. Fundarstjóri og stjórnandi umræðna á málþing- inu var Sigurður Tómas Magnússon héraðsdómari, sem stýrði þinginu af festu og öryggi. Þátttaka á málþinginu var góð, en það sóttu um 130 manns. 32 3 / 2 0 0 4 Íslenska vinningsliðið frá Club Lögberg, f.v.: Þórunn Pálína Jónsdóttir, Hrafnhildur Gunnarsdóttir, Ari Karlsson, Hervör Pálsdóttir, Sesselja Sigurðardóttir og Heiða Björg Pálmadóttir. F.v. Eyvindur Gunnarsson hdl., Lúðvík Örn Steinars- son hdl., Karl Ó. Karlsson hdl., Karl Georg Sigur- björnsson hrl. og Björn Þorri Viktorsson hdl.

x

Lögmannablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.