Lögmannablaðið - 01.09.2004, Page 28

Lögmannablaðið - 01.09.2004, Page 28
28 Dómur Hæstaréttar Íslands í málinr. 325/2003, „málverkamálinu“, hefði átt að geta orðið kveikja að þarfri, faglegri, umræðu um sönnunar- gögn og sönnunarfærslu í refsimálum hér á landi. Í upphafi aðalmeðferðar málsins í héraði krafðist verjandi þess að ákæru- valdinu yrði synjað um að leiða nokkurn fjölda vitna fyrir dóm til skýrslugjafar. Meðal þeirra voru sér- fræðingar sem ritað höfðu greinar- gerðir um rannsóknir sínar og niðurstöður varð- andi málverk sem talin voru fölsuð. Höfðu grein- argerðir þeirra verið lagðar fram af hálfu ákæru- valds. Röksemdir verjandans fyrir kröfunni voru ítarlegar og því m.a. haldið fram að vitnin væru svo hagsmunatengd málinu, annað hvort vegna tengsla þeirra við kærendur eða vegna annarra tengsla, að vitnaskýrslur vitnanna væru sýnilega þarflausar í skilningi 4. mgr. 128. laga um með- ferð opinberra mála, oml. • „Dómur skal reistur á sönnunargögnum sem færð eru fram við meðferð máls fyrir dómi“, sbr. 1. mgr. 48. gr. oml. Johannes Andenæs segir í Norsk straffeprosess, 1984, bls. 166, um samhljóða ákvæði í 305. gr. norsku refsiréttarfarslaganna á þessa leið: Með ákvæðinu er tvennt gefið til kynna. Í fyrsta lagi skal dómur reistur á því sem fram hefur komið við hina munnlegu aðalmeðferð, en ekki á vitneskju sem fæst við lestur málsskjala. Í öðru lagi á einka- vitneskja dómarans um málsatvik ekki að hafa áhrif á úrlausn hans. Dómarinn verður að horfa fram hjá því sem hann hefur séð og heyrt utan réttar. Í þessari framsetningu Andenæs kristallast reglan um milliliðalausa málsmeðferð en jafn- framt snertir þetta reglur um opinbera og munn- lega málsmeðferð. Hans Gammeltoft-Hansen, segir í Strafferetspleje I, 1991, bls. 55, á þessa leið: Grunnreglan um munnlega málsmeðferð er ekki aðeins regla um form málsmeðferðar. Megin einkenni reglunnar birtast í þeim réttaráhrifum sem rekja má til þess að reglunni var ekki fylgt. Dómur verður einungis reistur á því efni sem flutt var fram munnlega. Grunnreglan um munnlega málsmeðferð á að vera ráðandi þegar kemur að afmörkun málsgagna. Upplýsingar og málsástæður sem kunna að koma fram í skriflegum gögnum máls skulu ekki not- aðar þegar dómur verður lagður á mál hafi þær ekki verið nefndar eða dregnar fram við aðalmeð- ferðina með því að málflytjandi vitni til efnis hinna skriflegu gagna, lesi það upp eða endursegi. Fullyrða má að reglum um milliliðalausa, opin- bera og munnlega málsmeðferð hefur ekki verið fylgt hér á landi í samræmi við lýsingar nefndra fræðimanna á reglunum og réttarframkvæmd í heimalöndum þeirra. Ef til vill koma frávik frá reglunum, einkum reglunni um munnlega máls- meðferð, greinilegast fram í því að skrifleg gögn, sem lögð hafa verið fram fyrir íslenskum dóm- stólum, eru yfirleitt ekki sundurgreind undir aðal- meðferð máls og raunveruleg sönnunargögn, sem dómur verður reistur á, afmörkuð eða dregin sér- staklega fram. Af því getur leitt að ekki liggi skýrt fyrir við dómtöku máls hvaða skrifleg gögn dóm- stóllinn megi eða muni taka til skoðunar og byggja úrlausn sína á. Ekki þarf þó að fara mörgum orðum um mikilvægi þess fyrir ákærða og verjanda hans, ekki síður en ákæruvaldið, að ljóst sé við meðferð máls, hvort sem meðferðin er munnleg eða skrifleg, hver sönnunargögnin eru sem dómstóllinn getur byggt dóm sinn á. • Augljóst er að í kröfu verjandans í málverka- málinu fyrir héraðsdómi um að ákæruvaldinu yrði 3 / 2 0 0 4 Ritað í tilefni af pistli formanns LMFÍ í Lögmannablaðinu, júníhefti 2004 Bogi Nilsson ríkissaksóknari

x

Lögmannablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.