Lögmannablaðið - 01.09.2004, Blaðsíða 26

Lögmannablaðið - 01.09.2004, Blaðsíða 26
Námskeið haustannar 26 3 / 2 0 0 4 •Að leika sér með matinn! – 13. október Námskeið í gerð græn- metisrétta þar sem sköpun- argleði í eldhúsinu ræður ríkjum. Þátttakendum er skipt niður í smærri hópa sem hver um sig töfrar fram frábæra rétti úr uppskrift- ahefti sem fylgir með. Í lokin verður svo sameiginleg máltíð. Markmið námskeiðsins er að þátttakendur fái góða yfirsýn yfir þær lystisemdir sem jurtaríkið hefur upp á að bjóða til matargerðar, einnig að örva sköpunargleðina og löngun til að leika sér með mat- inn. Kennarar: Valentína Björnsdóttir, meistarakokkur og framkvæmdastjóri Móður Náttúru, og Guðbjörg Gissurardóttir, höfundur mat- reiðslubókarinnar „Hristist fyrir notkun“. Staður: Móðir Náttúra v/Gufunesveg. Tími: Miðvikudagur 13. október kl. 17:30- 22:00. Verð: Kr. 8.500,- en fyrir félaga í félagsdeild kr. 7.500,- •Jónsbók og íslensk réttarsaga – 19. október Hluti Jónsbókar frá 1281 er enn í gildi og ákvæði úr henni næstum árlega notuð við dóma. Jónsbók, með seinni tíma réttarbótum, var nánast einráð sem veraldleg lög Íslendinga fram á 18. öld. Á nám- skeiðinu verður texti Jónsbókar notaður til að veita yfirsýn yfir réttarþróun á Íslandi frá lokum 13. aldar og fram á 19. öld. Stóridómur frá 1564 verður einnig skoðaður og ýmsar skipanir aðrar sem þörf þótti á til hliðar við Jónsbók, auk norsku laga frá 1687 sem lögleidd voru að hluta á 18. öld. Kennari: Már Jónsson, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands. Hann hefur búið texta Jónsbókar til útgáfu sem kemur á markað um miðjan október. Staður: Kennslustofa LMFÍ, Álftamýri 9, Rvík. Tími: Þriðjudagur 19. október kl. 16:00- 19:00. Verð: Kr. 10.000,- en fyrir félaga í félagsdeild kr. 8.000,- • Athugið: Hin nýja útgáfa Jónsbókar verður á sérstöku tilboðsverði fyrir þátttakendur námskeiðs- ins. •Útlendingaréttur – 26. október Farið verður yfir breytingar á lögum um útlend- inga, dvalarleyfi, atvinnuleyfi og réttindi pólitískra flóttamanna á Íslandi. Skoðuð verða mál sem komið hafa upp. Umræður í lokin. Kennarar: Hilmar Magnússon hrl. hjá Lögskilum og Hildur Dungal lögfræðingur hjá Útlend- ingastofnun. Staður: Kennslustofa LMFÍ, Álftamýri 9, Rvík. Tími: Þriðjudagur 26. október kl. 16:00 - 19:00 Verð: kr. 15.500,- en fyrir félaga í félagsdeild kr. 12.500,- •Skaðabótaforritsnámskeið – 3. nóvember Sl. vetur sóttu um 60 lögmenn námskeið um skaðabótaforrit SÍT, Sambands íslenskra tryggingafé- laga, sem það lét útbúa til útreiknings á bótum vegna líkamstjóna sem gera ber upp samkvæmt reglum skaðabótaréttarins. Nú hefur verið ákveðið að bjóða upp á eitt námskeið á haustönn fyrir lög- menn sem misstu af því þá. Námskeiðið er haldið í samstarfi við SÍT og tölvufyrirtækið Vigor, sem hann- aði forritið. Á námskeiðinu verður farið yfir viðmót og upp- bygginu kerfisins, ásamt viðhaldi grunnskráa sem kerfið byggir útreikninga sína á, s.s. töflur yfir vísi- tölur og framfærslu. Farið verður yfir skráningu ólíkra mála og þátttakendur vinna raunhæf verkefni. Þátt- takendur fá í hendur námskeiðsgögn sem innihalda m.a. kerfishandbók og forritið sjálft. • Athugið: Þátttakendur verða að vera minnst sjö til að námskeiðið verði haldið. Kennarar: Ólafur Þórðarson kerfisfræðingur og Vil- borg Hjartardóttir þjónustufulltrúi. Staður: Kennslustofa TölvuMynda, Holtasmára 1, Kópavogi. 8.hæð. Tími: Miðvikudagur 3. nóvember kl. 13:00- 16:30 Verð: Kr. 30.000,- en fyrir félaga í félagsdeild LMFÍ kr. 28.000,- Skráning fer fram hjá félagsdeild í síma 568 5620 eða með tölvupósti á netfangið: eyrun@lmfi.is

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.