Lögmannablaðið - 01.09.2004, Blaðsíða 13

Lögmannablaðið - 01.09.2004, Blaðsíða 13
Stéttarfélög í Frakklandi eru enda stórt áhrifaafl í frönskum stjórnmálum. Þá er franskur stjórn- sýsluréttur nokkuð frábrugðinn íslenskum stjórn- sýslurétti. Í Frakklandi eru sérstakir stjórnsýslu- dómstólar til hliðar við almenna dómstóla sem taka á einkamálum og opinberum málum. Þrjú dómsstig eru innan stjórnsýslunnar – allt upp í hæstarétt í stjórnsýslumálum (Conseil d’Etat). Stjórnsýsluréttur í Frakklandi er líka efnislega frábrugðinn einkamála- og opinberum rétti þar sem hann byggist meira upp á fordæmum en skrifuðum lögum.“ Hvað með lögmannsstarfið milli þessara tveggja landa, gilda sömu lögmál um það? „Að mörgu leyti er lögmannsstarfið líkt því sem gerist á Íslandi. Lögmenn í Frakklandi lifa við meira regluverk en við gerum hér á Íslandi. Lögmenn eru einnig með mjög sterkt stéttarfélag í Frakklandi og hef ég fengið nokkrar tilkynningar um að lög- menn ætli í mótmælagöngur vegna breytinga sem verið er að ræða á lögum eða reglum um lögmenn. Ég hef nú ekki orðið svo frægur að mæta í eina slíka enn, hvorki í Frakklandi né á Íslandi – ég man nú ekki í svip- inn eftir síðustu mótmælagöngu lögmanna á Íslandi!“ Hefur þú þurft að nota þessi frönsku lögmannsréttindi eftir að þú fluttir aftur til Íslands? „Þau hafa nýst mér að mestu leyti við að afla mér viðskipta frá fyrirtækjum sem tengjast Frakklandi á einhvern hátt. Ein- staklingar hafa einnig mikið leitað til mín vegna skilnaðarmála en einhvern veginn virðast hjónabönd Íslendinga og Frakka ekki vera traustasta stoð samfélagsins. Ég tók eitt slíkt mál að mér þegar ég var nýlega kominn til Íslands og hef ekki viljað taka slíkt aftur að mér.“ Myndir þú mæla með því við lögmenn að þeir öfluðu sér einnig lögmannsréttinda í öðrum löndum? „Já, hiklaust – mér hefur fundist maður geta litið á íslensku lögin útfrá örlítið öðrum sjónarhóli eftir að hafa lært um lög annars lands. Þar að auki gefur það manni ágæta innsýn í menningu annars lands að þurfa að læra lög þess. Svo er bara mikil- vægt að hleypa heimdraganum.“ 13 mikið í frönsku til að vera viss! Seinni prófin gengu þó betur svo þetta slapp allt saman.“ Varstu áður kominn með réttindi á Íslandi? „Já, ég fékk réttindi til málflutnings fyrir hér- aðsdómi árið 1994. Ég man að þegar við fengum réttindin okkar í París var það við hátíðlega athöfn í dómsal áfrýjunarréttar Parísar (Cour d’appel) sem eru glæsileg salarkynni. Við urðum að vera klædd í skikkjurnar sem lögmenn bera við málflutning í athöfninni og við sórum eið fyrir framan dóminn. Mér hefur alltaf fundist að gera mætti meira úr athöfninni sjálfri hér heima, þ.e. þegar lögmenn taka við skírteinum sínum.“ Starfaðir þú sem lögmaður í Frakklandi í ein- hvern tíma? „Nei, ég var aldrei staðsettur í Frakklandi eftir að ég fékk réttindin í París en hef mikið verið í tengslum við Frakkland síðan og fer þangað mjög reglulega.“ Er lagaumhverfið í Frakklandi ólíkt því sem við eigum að venjast? „Að vissu leyti er það ólíkt. Áður en Napóleon lét semja Code Civil í byrjun 19. aldar var Frakk- land skipt upp í Civil Law svæði í norðri og Common Law svæði í suðri. Nú á dögum er Frakkland með Civil Law kerfi eins og er á Íslandi. Þó má segja að lögin á vissum réttar- sviðum séu nokkuð ólík íslenskum lögum. Sér- staklega má nefna að vinnuréttur er frábrugðinn því sem gerist á Íslandi en réttindi launþega í Frakklandi eru nokkuð víðtækari en gerist hér. L Ö G M A N N A B L A Ð I Ð Eftir að hafa svarið eiðinn í dómssalnum veittu lögmenn skírteinum viðtöku í sal franska lögmannafélagsins.

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.