Lögmannablaðið - 01.09.2004, Page 21

Lögmannablaðið - 01.09.2004, Page 21
21 færi. Þótt ástandið væri gott í samanburði við aðra hluta heimsins væri þetta goðsögn og breytingar alltof hægar. „Ég fullyrði að goðsögn eins og þessi stendur alvarlega í vegi fyrir því að á komist raun- verulegt jafnrétti. Önnur staðhæfing, sem ég er viss um að þið þekkið, er sú að haldið er fram að breytingarnar verði um síðir og að við þurfum að sýna smá þolinmæði. Gleymið því! Marianne Nivert, yfirmaður í stóru sænsku fjarskiptafyrir- tæki sagði eitt sin í viðtali við Wall Street Journal að þann dag sem hún myndi hitta eins margar heimskar konur og karla í stjórnarherbergjum þá fyrst gæti hún talað um jafnrétti kynja! Sums staðar er frekar hægt að tala um stöðnun eða aftur- för í jafnréttismálum og má þar nefna Ameríku sem dæmi. Árin 1983 og 2000 gerði ameríska lög- mannafélagið könnun þar sem spurt var m.a. um hvort þátttakendur tryðu því að konur og karlar í lögmennsku hefðu sömu möguleika og tækifæri. Mun fleiri töldu svo vera árið 1983 en árið 2000!“ Glerþakið Elisabet sagði að glerþakið héldi konum frá því að fá hæstu stöðurnar og verða meðeigendur í lög- fræðifyrirtækjum en glerþakið er að hluta til úr sambandi af væntingum, kröfum markaðarins (þ.e.a.s. viðskiptavina) og vali kvenna sjálfra. Elisabet ræddi um mismunandi áhrif sem það hefði á starfsframa kvenna og karla þegar stofnað væri til fjölskyldu. Kona yrði barnshafandi og það væri hennar val að eignast barn og hennar „vanda- mál“ sem hvorki fyrirtækið eða vinnuveitandi þyrfti að leysa. Þegar karl stofnaði fjölskyldu væri það álitið jákvætt, hann væri að axla ábyrgð og legði jafnvel harðar að sér en áður í starfi. Það sem væri konum fjötur um fót gæti verið jákvætt skref fyrir karla. „Konur líða þar með fyrir kyn- ferði sitt frá þeim degi sem þær stofna fjölskyldu. Þetta eru mýtur sem bæði konur og karlar eru haldin og það sem við getum gert til að losna við þær er að viðurkenna þær. Það er góð aðferð að líta í eigin barm og ræða um eigin viðhorf,“ sagði Elísabet. „Við vitum að fjölbreytileiki er styrkur, við þurfum að virða þekkingu, reynslu og hæfni annarra ef við viljum ná árangri í samkeppni. Við vitum það núna að fjölbreytileiki er ávísun á auð- legð ekki vandamál.“ Elisabet velti fyrir sér ástæðum þess hve fáar konur væru í stjórnunarstöðum. „Það eru eflaust margar ástæður fyrir því að konur hika við að taka ábyrgð sem leiðtogar. Eitt af þeim vandamálum sem forgöngukonur þurfa að glíma við er að þær eru fulltrúar síns kyns. Ef þeim mistekst er litið á það sem sönnun þess að konur séu ekki nógu hæfar og jafnvel ómögulegar. Þetta gerir það að verkum að það er jafnvel erfiðara og einmanna- legra fyrir þær sem ryðja brautina. Þetta gæti verið ein af mörgum skýringum þess að konur hika við að taka ábyrgðina sem leiðtogar, jafnvel þótt farið sé fram á það við þær. Það krefst því mikils af konum sem ryðja brautina og verða þar með fyrirmynd sér yngri kvenna, en er þess virði. Önnur skýring á fáum konum í stjórnunarstöðum gæti verið sú að hefðbundin stjórnun höfði ekki til þeirra. Og enn ein skýring gæti verið sú að konur taka forystuhlutverkið of alvarlega, þær verða jafnvel mæður starfsins. Við verðum að finna fleiri leiðir við að hvetja hvor aðra til að taka áhættuna af því að fara í leiðtogahlutverk í störf- um okkar. Við þurfum á samstöðu kvenna að halda.“ Elisabet sagði að ef hún ætti dóttur myndi hún segja henni eftirfar- andi: „Vertu ánægð með að vera kona. Vertu kvenleg og leiktu á þínum helmingi vallar- ins. Ekki reyna að verða karl. Þú getur það ekki. Engum líkar við eftirlík- ingu. Veldu þér góðan yfirmann. Finndu þér L Ö G M A N N A B L A Ð I Ð Fremst f.v. Erla S. Árnadóttir hrl., Helga Jónsdóttir borgarritari, Svala Thorlacius hrl., Anna Linda Bjarnadóttir hdl, Edda Andradóttir hdl., Bergþóra Ingólfsdóttir hdl., og Lára V. Júlíusdóttir hrl.

x

Lögmannablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.