Lögmannablaðið - 01.09.2004, Blaðsíða 14

Lögmannablaðið - 01.09.2004, Blaðsíða 14
14 3 / 2 0 0 4 H v e r f a n d i l a n d a m æ r i l ö g m e n n s k u n n a r Ásgeir Á. Ragnarsson hdl. Reynsla af lögmanns- réttindum í NY Ritstjóri Lögmanna- blaðsins hefur beðið mig að fjalla um reynslu mína af lög- mannsréttindum í New York og hvernig slík réttindi kunni að nýtast lögmönnum á Íslandi. Starfsumhverfi íslenskra lögmanna er breytt.Hvort sem um er að ræða sifjamál, sakamál, skattamál eða fyrirtækjaráðgjöf, krafan er sú að menn viti sínu viti á því sviði sem þeir starfa á. Generalisminn er á undahaldi. Þetta er þróun sem átt hefur sér stað allt í kringum okkur á undanförnum árum og áratugum. Við erum e.t.v. aðeins á eftir, kannski vegna þess hversu fá við erum og hve lítill markaðurinn er. Hver sem skýringin kann að vera þá er stað- reyndin sú að umbjóðendur okkar gera sífellt meiri kröfur um sérþekkingu og skjóta afgreiðslu mála. Eitt af þeim sviðum lögfræð- innar sem hefur tekið hvað mestum breytingum á undanförnum árum er lögfræðileg ráðgjöf til fyrirtækja. Útrás íslenskra fyrirtækja og innrás erlendra fyrirtækja hefur leitt til þess að gerðar eru kröfur til lögmanna um að þeir sjái út fyrir heimahagann. Alþjóðleg viðskipti hirða ekki lengur um landamæri eða landsvæði. En er lög- mennskan orðin sama marki brennd? Alþjóðleg þróun Innan Bandaríkjanna er þróunin í þá átt að viður- kenna réttindi lögmanna milli ríkja í auknum mæli. Lögmannafélag Bandaríkjanna, American Bar Ass- ociation, hefur lagt til að lögmenn geti í auknum mæli fylgt málum umbjóðenda sinna eftir utan þeirra ríkja þar sem þeir hafa viðurkennd lögmanns- réttindi. Í Evrópu er þróunin einnig í þessa átt. Stærri lögmannsstofur í kringum okkur, sér- staklega í Bandaríkjunum og í Bretlandi, eru orðin alþjóðleg fyrirtæki. Jafnvel með starfsemi í nokkrum heimsálfum. Þær gera kröfur um að lög- menn þeirra geti veitt viðskiptavinum sem víð- tækasta ráðgjöf í sem flestum löndum, enda eru stærstu viðskiptavinir þeirra með starfsemi út um allan heim. Samrunar og kaup fyrirtækja Ísland hefur á undanförnum árum orðið vett- vangur alþjóðlegra samruna fyrirtækja. Þekkt er útrás íslenskra fyrirtækja sem oftar en ekki fela í sér kaup á erlendum fyrirtækjum, hvort sem það eru fjármálastofnanir, lyfjafyrirtæki, rannsóknar- fyrirtæki, smásölu- eða matvælafyrirtæki svo dæmi séu nefnd. Þá hafa erlend fyrirtæki í auknum mæli sýnt íslenskum fyrirtækjum áhuga. Í slíkum tilfellum eru viðskiptin og samningar sífellt að verða flóknari og viðameiri. Mikið er notast við engilsaxnesk form (stundum kallað “NY style“ eða “UK style“). Kollegar okkar á Norðurlöndum tala um sömu þróun. Reyndar er það svo að sum fyrirtæki á Norðurlöndunum sem stefna á alþjóðamarkað hafa tekið upp á því að hafa samningana, fundargerðir og önnur mikilvæg gögn fyrirtækisins á enskri tungu til að auðvelda erlendum fjárfestum eða samstarfsaðilum aðkomu síðar meir. Staðgóð þekking á réttarkerfum aðila viðskiptanna er mikilvæg eða jafnvel nauðsynleg í slíkum tilvikum. Sem dæmi má nefna nýleg kaup International Business Machines, Inc., (IBM), New York á ráð- gjafahluta PricewaterhouseCoopers, Ltd., UK. Gerður var rammasamningur (Master Stock and Purchase Agreement) milli aðilanna um heildar- kaupin. Honum til fyllingar voru gerðir stað- bundnir kaupsamningar (Local Purchase Agreem- ents) í nokkrum tugum landa, þ.m.t. á Íslandi. Um síðarnefndu samninga giltu lög hvers lands. Sam- ræma þurfti samningana að teknu tilliti til mis- munandi réttarreglna í New York og á Íslandi. Í yfirtökuboði ResMed, Inc. í Flögu hf. (nú Medcare Flaga hf.) í byrjun árs 2003 reyndi á mis- munandi reglur sem giltu um samruna og yfir- tökur annars vegar og útboð hins vegar. Þar sem

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.