Lögmannablaðið - 01.09.2004, Blaðsíða 30
30 3 / 2 0 0 4
Fréttir frá félagsdeild
„Það kólnar í lofti, því komið er
haust, í kuldablæ heyra má vetrarins
raust,“ kvað skáldið forðum og það
gerist nú enn og aftur. Eins og
venjulega á þessum árstíma tekur
starfsemi félagsdeildar mikinn fjör-
kipp. Búið er að skipuleggja nám-
skeið haustannar en að þessu sinni
er boðið upp á tíu námskeið. Boðið
er upp á þrjú fagnámskeið: Hug-
verkasamningar, ábyrgð sérfræðinga
og starfsábyrgðartryggingar og námskeið í
útlendingarétti. Námskeið til að auka almenna
færni eru nokkur; danskt lagamál, Jónsbók og
íslensk réttarsaga og boðið er upp á skaðabóta-
forritsnámskeið fyrir þá sem misstu af því á vor-
önn. Einnig er boðið upp á mjög hagstæð tölvu-
námskeið á netinu sem ég hvet alla
til að skoða nánar. Eins og venjulega
eru einnig námskeið til gamans og
að þessu sinni eru sjókajaknám-
skeið, grænmetisréttarnámskeið og
ljósmyndaranámskeið þar sem ljós-
myndari kennir þátttakendum
grunnatriði góðrar ljósmyndunar.
Rómarferð 6.-10. október
Undirbúningur fyrir Rómarferð félagsdeildar
stendur nú yfir en 77 hafa skráð sig í ferðina.
Félagsdeild hefur fengið Guðjón Rúnarsson
lögmann til að aðstoða við skipulagningu en
hann er formaður Ítalsk-íslenska verslunarráðs-
ins. Stefnt er að því að heimsækja ítalska lög-
mannafélagið, dómstól og fleira. Þeir sem
heima sitja verða upplýstir nánar um ferðina í
næsta Lögmannablaði.
Heimasíða LMFÍ –
upplýsingasíða fyrir lögmenn
Á heimasíðu LMFÍ eru samansafn upp-
lýsinga fyrir lögmenn. Þar má t.d. nefna að
handbók félagsins er nú alfarið gefin út á netinu
en í henni eru margs konar upplýsingar til hag-
ræðingar fyrir lögmenn. Undir tenglinum
„Athyglisverðar heimasíður“ er m.a. hægt að
nálgast upplýsingar um fjölda erlendra nám-
skeiða og ráðstefna sem LMFÍ fær sent. Þeir
lögmenn sem hyggja á námskeið erlendis er
bent á að skoða þennan tengil.
Tilboð í líkamsrækt
Iceland spa & fitness, sem í eru Baðhúsið, Sporthúsið og Þrekhúsið, bjóða meðlimum
félagsdeildar LMFÍ og fjölskyldum þeirra árskort á 27.900,- Tilboðið gildir til ágúst
2005. Athugið að tilboðið fæst aðeins í gegnum félagsdeild LMFÍ.
Eyrún Ingadóttir
Greiðsla árgjalda til
LMFÍ fyrir
yfirstandandi ár
Gíróseðlar vegna árgjalds til Lög-
mannafélags Íslands fyrir yfirstand-
andi ár, voru sendir félagsmönnum í
maí sl., en gjalddagi var 1. júní. Þeir
lögmenn, sem enn hafa ekki gengið
frá greiðslu árgjaldsins, eru hvattir til
að greiða það hið fyrsta. Einnig eru
þeir félagsmenn sem skulda eldri
árgjöld hvattir til að ganga frá
greiðslu án tafar, en ógreiddar gjald-
fallnar árgjaldsskuldir verða sendar í
lögfræðiinnheimtu innan tíðar.