Lögmannablaðið - 01.06.2005, Page 15

Lögmannablaðið - 01.06.2005, Page 15
15 þessi samskipti séu góð, en um leið heiðarleg. Þarna á milli þarf að ríkja gagnkvæmt traust og virðing, sem og skilningur á starfi hvors um sig. Gildir þetta einnig um samskipti blaðamanna og dómstóla. Ég hef ekki mikla reynslu af sam- skiptum við dómstóla en reynsla mín af sam- skiptum við lögmenn er almennt góð og þá í þeim tilvikum þegar greiður aðgangur er að þeim. Sumir lögmenn virðast ekki átta sig á hlutverki fjölmiðla og kjósa stundum að svara ekki skila- boðum eða neita að tjá sig. Í vissum tilvikum getur það verið skiljanlegt en það ætti oftast að vera lögmanni og umbjóðanda hans í hag að réttar upplýsingar séu birtar. Sem betur fer eru þessi viðbrögð hverfandi og mér sýnist að meðal yngri lögmanna sé betri skilningur á starfsumhverfi okkar blaðamanna en meðal eldri lögspekinga. Lögmenn mega heldur ekki misnota fjölmiðla, reyna að afvegaleiða þá eða fegra hlut umbjóð- enda sinna. Blaðamaður þarf að geta treyst því að upplýsingar frá lögmönnum séu sagðar af heiðar- leik og bestu vitund. Í seinni tíð hafa kröfur á sér- þekkingu blaðamanna verið að aukast, ekki síst þar sem þjóðfélagið verður æ flóknara og fjöl- breyttara. Ég reikna ekki með því að útskrifaðir lögfræðingar muni flykkjast til starfa á fjöl- miðlum þannig að blaðamenn, sem langflestir hafa annars konar menntun en úr lagadeild, verða áfram háðir sérþekkingu lögmanna. Mikilvægt er að upplýsingar frá ,,sérfræðingum“ séu settar rétt fram og á skiljanlegu máli. Tími til úrvinnslu frétta er oft knappur, blaða- og fréttamenn vinna undir mikilli tímapressu og hafa því þörf fyrir upplýsingar fyrr en seinna. Ég myndi telja það til mikilla bóta að Lög- mannafélagið og Blaðamannafélagið stæðu oftar að námskeiðshaldi, þar sem félagsmenn gætu miðlað af reynslu sinni og þekkingu. Ég sat eitt slíkt námskeið hjá lögmönnum og hafði gagn og gaman af. Lögmenn hefðu einnig gott af því að setjast á skólabekk og fá leiðsögn í samskiptum við fjölmiðla. Þessar stéttir starfa það mikið saman að þær hefðu gott af því að hittast oftar. Þær eiga ýmislegt sameiginlegt og þurfa að starfa saman í sátt og samlyndi. L Ö G M A N N A B L A Ð I Ð

x

Lögmannablaðið

Slag av riti:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1670-2689
Mál:
Árgangir:
30
Útgávur:
116
Registered Articles:
699
Útgivið:
1995-í løtuni
Tøk inntil:
2024
Útgávustøð:
Keyword:
Lýsing:
Lögmannablaðið inniheldur greinar um lagaleg málefni, fréttir og tilkynningar frá Lögmannafélagi Íslands og er sent til allra félagsmanna. Útgáfudagar blaðsins eru í mars, júní, október og desember

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Link to this issue: 2. tölublað (01.06.2005)
https://timarit.is/issue/384271

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.

2. tölublað (01.06.2005)

Actions: