Lögmannablaðið - 01.10.2009, Blaðsíða 26

Lögmannablaðið - 01.10.2009, Blaðsíða 26
26 < LÖGMANNABLAÐIÐ 3 / 2009 Reynslan af sáttamiðlun í einkamálum Helgi I. Jónsson, dómstjóri Héraðsdóms Reykjavíkur Sáttamiðlun fyrir dómi byggist á þeirri grundvallarreglu að málsaðilar undir- gangast sáttameðferðina af fúsum og frjálsum vilja. Við sáttaumleitun kemur sáttamiðlari fram sem hlutlaus þriðji maður. Hann er ekki sérstakur ráðgjafi aðila heldur leitast hann við að hjálpa þeim við að finna leiðir til ráða málið til lykta. Sáttamiðlarinn kemur málum þannig fyrir að ábyrgðin hvílir á aðil- unum sjálfum við að leita leiða til lausnar deilu sem þeir eru sáttir við. Takist sættir ekki fer málið í aðalmeðferð og hættir þá sáttamiðlarinn afskiptum af málinu og annar dómari tekur við því. Sáttamiðlarinn er bundinn þagnar- skyldu varðandi það sem hann hefur komist að við meðferð málsins. Sátt og samlyndi Sættir með þessari aðferð má reyna í öllum málaflokkum. Sumir málaflokkar hafa þó reynst falla sérstaklega vel að þessu fyrirkomulagi, svo sem mál þar sem aðilarnir hafa hagsmuni af því að hafa samskipti sín í milli í framtíðinni, svo sem forsjármál, deilur milli ná- granna, mál milli verksala og verktaka og föst verslunarviðskipti. Mikilvægt er að hafa í huga að það eru heildar- hagsmunir sem skipta öllu máli og mál því oft leyst í víðara samhengi en hinn beinharði réttarágreiningur tekur til. Oft liggur í augum uppi að það eru sam- eiginlegir hagsmunir aðilanna að ná niðurstöðu í sátt og samlyndi með tilliti til þess að þeir þurfa að hafa samskipti sín á milli í framtíðinni. Sjálfgefið er að aðilar verða sjálfir að óska þessarar meðferðar og jafnframt að það sé sameiginlegur vilji þeirra að ná sáttum. Kostir sáttamiðlunar Telja verður að þessi málsmeðferð sé fljótvirkari, ódýrari og vinsamlegri en hefðbundin dómstólameðferð og án vafa í góðu samræmi við þá sam- félagsþróun að aðilarnir vilji hafa aukin áhrif á meðferð þeirrar deilu sem þeir standa en um er að ræða við hefð- bundna málsmeðferð. Tilkynning dómstólaráðs Þann 23. apríl 2007 gekk í gildi tilkynning dómstólaráðs nr. 2/2007 um sáttamiðlun fyrir dómi í einkamálum. Samkvæmt tilkynningunni getur héraðsdómari ákveðið að fram fari sáttamiðlun í samræmi við reglur tilkynningarinnar og við ákvörðun um hvort þessi leið verði farin skal litið til afstöðu málsaðila til sáttamiðlunar og þess hversu líklegt sé að sættir takist. Sáttamiðlari leitast við að draga fram þá hagsmuni aðila sem leitt geta til þess að máli verði lokið með sátt. Þá getur hann, ef sérstaklega stendur á, sett fram tillögu að niðurstöðu í máli og bent á atriði í málstað aðila sem máli geta skipt. Jafnframt skal litið til fyrri sátta umleitana í málinu og aðstöðu aðila að öðru leyti. Sáttafundir skulu haldnir utan dómsala og fyrir luktum dyrum. Einungis þeir héraðsdómarar sem lokið hafa nám- skeiði í sáttamiðlun leita sátta sem sáttamiðlarar. Langflestir héraðs- dómarar hafa lokið ofangreindu námskeiði sem hefur verið haldið tvisvar að tilhlutan dómstólaráðs. Tveir norskir dómarar hafa verið fengnir til að kenna á námskeiðunum og eru dómarar almennt sammála um að vel hafi þar til tekist. Góð reynsla en málafjöldi lítill Komið var upp í Héraðsdómi Reykja- vikur sérstöku herbergi til sáttaum- leitana um mitt ár 2008. Dómarar við dómstólinn eru vel meðvitaðir um þetta úrræði og hafa nokkrir þeirra reynt þetta fyrirkomulag oftar en einu sinni, en aðrir aldrei. Ekki liggur fyrir tölfræðileg úttekt um fjölda mála, sem farið hafa í þennan farveg frá því áðurnefnd tilkynning öðlaðist gildi, en nærri lætur að þau séu í kringum 20 og jafnframt að um 75% þeirra hafi verið lokið með sátt. Þrátt fyrir góða reynslu af þessu úrræði verður að telja málafjöldann lítinn. Ekki skal fullyrt hverju er um að kenna, en dómarar hafa haft á orði að lögmenn séu margir hverjir lítt eða ekki með- vitaðir um þennan málsmeð ferðar- möguleika. Sé sú raunin ber nauðsyn til þess að bæta þar úr. Umfjöllun

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.