Lögmannablaðið - 01.03.2010, Blaðsíða 6

Lögmannablaðið - 01.03.2010, Blaðsíða 6
6 < LÖGMANNABLAÐIÐ – 1 / 2010 Umfjöllun Íslenskir lögmenn metnaðarlausir á Netinu? Vefsíður lögmanna gegna vaxandi hlutverki í starfsemi þeirra. Langflestar lögmannsstofur halda úti vefsíðu þar sem meðal annars finna má upplýsingar um starfsemi þeirra og starfsfólk. Lögmannablaðið fékk til liðs við Soffíu Kristínu Þórðardóttur, ráðgjafa hjá TM Software, sem hefur víðtæka reynslu við gerð veflausna fyrir mörg af stærri fyrirtækjum landsins, til að meta heimasíður íslenskra lögmannsstofa. Skoðaðar voru heimasíður hjá tæplega þrjátíu lögmannstofum og voru gæði þeirra mjög mismunandi en almennt má segja að gæðin hafi verið minni en búast hefði mátt við. Fáar lögmannstofur auglýsa starfsemi sína með hefðbundnum hætti og því eru vefsíður þeirra á netinu helsti snertiflöturinn við mögulega viðskiptavini og í raun andlit stofunnar út á við. Kom það þess vegna nokkuð á óvart miðað við öfluga starfsemi margra þessara fyrirtækja hversu lítill metnaður væri lagður í að halda úti góðri vefsíðu. Við mat á gæðum á vefsíðum lögmannsstofa voru nokkrir þættir lagðir til grundvallar. Má þar nefna útlit og yfirbragð, tæknilegir eiginleikar, aðgengi og notendavæni síðunnar, gæði og magn upplýsinga á síðunni, hvort og að hve miklu leyti upplýsingar væru aðgengilegar á erlendum tungumálum, hvort til staðar væri vefgreining sem nýtist stofunni til að halda utan um upplýsingar um heimsóknir á síðuna, og síðast en ekki síst hvort einhverjir lagalegir fyrirvarar væru á síðunni vegna efnis sem þar væri sett fram og meðferð persónu upplýsinga. Vefsíður JP lögmanna og Lögmanna við Austurvöll þóttu standa framarlega þegar kom að upp lýs- ingagjöf á heimasíðunni. Vefsíða Lögmanna við Austurvöll var aðeins önnur af tveimur stofum sem hafði kort af stað- setningu á síðunni. Hún skar úr með afgerandi hætti þegar kom að því að hafa skýrar upplýsingar um meðferð persónuupplýsinga og höfundarrétt á efninu sem birtist á síðunni. Nokkuð hvimleitt var þó að upplýsingar um starfsmenn stofunnar opnuðust í svokölluðum popp-upp glugga. Vefur JP lögmanna er efnismikill og nýtir sér þar að auki svokallaðar RSS veitur til að birta upplýsingar um nýsamþykkt lög og fréttir frá dómsmálaráðuneytinu. Einnig þótti kostur að aðgangur að málum í brennidepli var aðgengilegur beint á forsíðu vefsins þó stofan haldi ekki út eiginlegri fréttasíðu. Vefurinn var einnig meðal þeirra fáu sem birtu einhvers konar fyrirvara um efni síðunnar.

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.