Lögmannablaðið - 01.03.2010, Blaðsíða 16

Lögmannablaðið - 01.03.2010, Blaðsíða 16
16 < LÖGMANNABLAÐIÐ – 1 / 2010 Í bréfi sem stjórn Lögmannafélags Íslands hefur sent Dómarafélagi Íslands er minnt á mikilvægi þess að trúnaðarskylda lögmanna sé virt. Bent er á að á undanförnum mán uðum hafi ítrekað farið fram húsleitir í húsa­ kynnum lögmanns stofa hér á landi í tengslum við rannsóknir á meintum brotum skjólstæðinga lögmanna sem á þeim starfa. Hafi þessar húsleitir farið fram að und angengnum úrskurðum héraðs dómstóls, ýmist að beiðni sérstaks saksóknara eða efnahags­ brota deildar ríkislögreglustjóra. Í bréfinu er vísað til 22. gr. lög- mannalaga nr. 77/1998, um trúnaðar- skyldu lögmanna, sem áréttuð sé í Codex Ethicus fyrir lögmenn. Þar er skýrt kveðið á um að lögmaður skuli aldrei án endanlegs dómsúrskurðar, sem beint er að honum sjálfum, eða skýlauss lagaboðs láta óviðkomandi aðilum í té gögn og upplýsingar sem hann hefur fengið í starfi um skjól stæðing sinn eða fyrrverandi skjól stæðinga. Bent er á að trúnaðarskylda lögmanna sé ein af þeim grund- vallarreglum sem gilda um störf lögmanna alls staðar í hinum sið menntaða heimi. Tilvist þessarar reglu sé hluti af réttarvörslukerfinu enda hlutverk hennar að vernda rétt ein staklings til sanngjarnrar máls meðferðar fyrir dómi með því að hvetja til upplýsingagjafar og opinskárra sam skipta skjólstæðings við lögmann sinn án þess að eiga á hættu að slíkar upplýsingar séu notaðar gegn honum fyrir dómi. Án slíkrar opinskárrar umræðu um athafnir og/eða athafna leysi skjólstæðings sé lögmanni nánast ómögulegt að tryggja skjólstæðingi bestu mögulega ráðgjöf. Stjórn félagsins vísar til þess að sú ríka vernd um trúnað sem löggjafinn veiti skjólstæðingum lögmanna verði ekki rofin eða takmörkuð nema brýnir hagsmunir krefjist og þá jafnan aðeins samkvæmt skýlausu lagaboði eða að undangegnum dómsúrskurði. Í þessu felist að öll frávik frá meginreglunni beri að túlka þröngt og að gera verði ríka kröfu til dómstóla að þeir tryggi að ekki verði gengið lengra en nauðsyn krefur hverju sinni. Þannig verði að gera kröfu til þess að heimild til húsleitar sé vandlega rökstudd og sé takmörkuð við tiltekin gögn, á tilteknu tímabili, um nánar tiltekið efni. Sé þessa ekki gætt sé hætta á að gengið verði of langt gegn rétti skjólstæðings og þá um leið trúnaðar- skyldu lögmanna, sem aftur grafi undan réttarkerfinu í heild sinni. Loks segir í bréfi félagsins að íslenskt samfélag gangi nú í gegnum afar sérstaka tíma og ljóst að mikið álag verði á öllum helstu stoðum þess, þ.m.t. dómskerfinu. Slíkt megi þó ekki leiða til þess að gefnir verði afslættir af þeim grundvallarreglum sem hingað til hafa gilt, m.a. um réttláta málsmeðferð við rannsókn og meðferð máls fyrir dómi. Því hvetji stjórn Lögmannafélagsins Dómarafélag Íslands til að minna félagsmenn sína á að missa ekki sjónar af þessum grunvallarreglum í umróti komandi missera og brýni mikilvægi þess að rannsóknaraðgerðir af framan greindu tagi, sem beinast gegn lög mönnum og/eða öðrum sem trúnaðar- skyldur ná til, séu skýrt afmarkaðar og vandlega undirbúnar þannig að tryggt sé að ekki verði gengið lengra í slíkum aðgerðum en nauðsynlegt er. Afrit þessa bréf var send Rögnu Árnadóttur, dómsmála- og mannréttindaráðherra. II Húsleit á lögmannsstofum – trúnaðarskylda lögmanna Lögmannanámskeið Í lok febrúar s.l. hófst nýtt námskeið til öflunar réttinda til að vera hérðasdómslögmaður og er það í 14. sinn sem slíkt námskeið er haldið. Alls eru 69 þátttakendur skráðir á námskeiðið að þessu sinni, þar af 46 sem þreyta prófraunina í fyrsta sinn, en 23 þátttakendur eru af fyrri námskeiðum og aðeins skráðir í einstök próf. Þátttakendur á námskeiðinu koma frá öllum fjórum lagadeildum háskóla hér á landi sem útskrifa nemendur með fullnaðarpróf í lögfræði. Líkt og fjallað var um í 4. tbl. Lögmannablaðsins 2009, voru ríflega 1.550 nemendur skráðir í laganám við íslenska háskóla haustið 2009, en það svarar til um 0,5% landsmanna. Hvaða ályktanir draga má af þessari miklu ásókn í laganám er erfitt að segja en sjálfsagt hefur nokkuð gott atvinnuöryggi lögfræðinga í ríkjandi árferði einhver áhrif þar á auk almennrar fjölgunar nemenda sem stunda nám á háskólastigi. Þessi þróun hlýtur engu að síður að leiða hugann að því hvort raunverulega sé rými fyrir vaxandi fjölda lögfræðinga á næstu árum, að því gefnu að fjöldi þeirra sem útskrifast verði í sama hlutfalli og umrædd fjölgun nemenda. Einnig verður fróðlegt að sjá hversu hátt hlutfall nýrra lögfræðinga kemur til með að þreyta próf til réttinda til að vera héraðsdómslögmaður á næstu árum og jafnframt hversu hátt hlutfall lögfræðinga sem ljúka réttindanámskeiðum muni virkja málflutningsréttindi sín og gerast félagsmenn í Lögmannafélagi Íslands, en í þessu samhengi má nefna að félagsmönnum í Lögmannafélagi Íslands hefur fjölgað um ríflega 60% á undanförnum 10 árum. II Af vettvangi félagsins

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.