Lögmannablaðið - 01.03.2010, Blaðsíða 23

Lögmannablaðið - 01.03.2010, Blaðsíða 23
LÖGMANNABLAÐIÐ – 1 / 2010 > 23 múgæði fjöldans er ávallt nærri sturlun.“ Þrýstingurinn á dómstólana að „dæma þessa andskota“ verður mjög mikill. Hættan er þegar orðin sýnileg af því að hinir sérstöku saksóknarar fari að minnsta kosti alveg á mörk valdsviðs síns samkvæmt lögum nr. 135/2008 og þar með óvarlega í meðferð rannsóknar- og ákæruvalds hinna sérstöku sak sóknara. Aðrar þjóðir þurftu á tuttugustu öld að glíma við mjög alvarlegar afleiðingar stórkostlegra hremminga og tókst mjög misjafnlega. Eftir síðari heimsstyrjöld þurftu Norðmenn meðal annars að gera upp við þá sem gengið höfðu á mála hjá þýzka innrásarhernum og hernáms liðinu og með því og fleiri verkum framið landráð. Þótt nærri sextíu og fimm ár séu frá lokum styrjaldarinnar er beiting refsiheimilda í Noregi eftir stríð ennþá efni rannsókna og deilna þar í landi. Norðmönnum var ýmsum refsað samkvæmt lögum sem ekki voru komin í gildi fyrr en eftir að verkin voru framin, dauðarefsing var tekin upp á ný og önnur refsiviðurlög, sem ekki höfðu áður verið til, voru fest í lög. Alls voru 45 manns dæmdir til dauða og 37 teknir af lífi. Til samanburðar má benda á, hvernig tekið var á málum í Suður-Afríku eftir að aðskilnaðarlög voru afnumin og ríkisstjórn aðskilnaðarsinna komið frá völdum. Þeir sem viðurkenndu brot sín, hvítir og svartir, fyrir Sannleiksráðinu voru ekki dregnir fyrir dóm. Þótt fjarri fari því að við getum borið ástandið hér saman við það sem var í Noregi eftir stríð eða í Suður-Afríku fyrir 15 árum, er samt þegar orðið ljóst að tilhneigingin til þess að setja afturvirkar reglur er þegar komin af stað. Ég óttast ekki í sjálfu sér, að íslenzkir dómstólar taki upp á því að beita afturvirkum refsiákvæðum, en það er fleira að varast. Í ákæru- og dómvenjum hafa mótazt mjög ákveðnar reglur um frestun ákæru, skilorðsbindingu dóma og annars tillits sem taka skal mið af við ákvörðun refsinga, sbr. VI. og VIII. kafla almennra hegningarlaga. Óttast má, að dómstólar verði fyrir miklum þrýstingi að sniðganga þær venjur sem mótazt hafa um slíka framkvæmd. Þótt í smáu sé, sér þessa þegar merki í dómum héraðsdómstóla svo og í málum af öðrum toga, sem beint eða óbeint tengjast hruninu. Hvers á samfélagið að krefjast af réttinum Einhvern tíma á ofanverðri síðustu öld var hinn kunni kínverski stjórnmála- leiðtogi Sjú en Læ spurður hver hann teldi hafa verið áhrif Frönsku stjórnar- byltingarinnar tæpum 200 árum fyrr, hann svaraði því til að of snemmt væri að segja til um það. Svipað mætti ef til vill segja um Hæstarétt Íslands á 90 ára afmæli réttarins, of snemmt er að segja til um áhrif hans. Hitt er ekki of snemmt að hugleiða, hvers samfélagið á að krefjast af réttinum. Samfélagið á rétt á því, að Hæstiréttur láti ekki undan ómálefnalegum þrýstingi, hvaðan sem hann kemur og fari í störfum sínum einungis eftir lögunum. ----------------------------- ORATOR félag laganema hélt hátíðarmálþing 16. febrúar 2010 í tilefni af 90 ára afmæli Hæstaréttar. Greinin var flutt sem erindi á málþinginu. Í greininni er sleppt ýmsum persónulegum atriðum, sem frekar eiga heima í erindi en grein. Af vettvangi félagsins Nýlega barst Lögmannafélagi Íslands erindi frá dómstólaráði, þar sem leitað er umsagnar félagsins um drög að viðmiðunarreglum ráðsins um málskostn aðarákvarðanir á áritaðar stefnur í útivistarmálum, samkvæmt 113. gr. laga nr. 91/1991. Í svari stjórnar Lögmannafélagsins er gerður fyrirvari um lagalega heimild ráðsins til að ákvarða með samræmdum hætti málskostnað í einkamálum. Sömu sjónarmið eigi við og um fjárhæð þóknunar í gjafsóknarmálum enda þótt lýsa megi ánægju með að viðurkenndar séu tilteknar lág- marksfjárhæðir málskostnaðar í útivistarmálum. Hins vegar mótmælir Lögmannafélagið því að í umræddum reglu- drögum sé hvergi að finna heimild til handa dómara að ákvarða málskostnað á grundvelli hagsmunatengingar, sem dómstólar hafi þó fram til þessa viðurkennt sem viðmiðunargrundvöll. Þess í stað séu settar sérstakar skorður við ákvörðun málskostnaðar umfram kr. 500.000. Bendir Lögmannafélagið á að óeðlilegt sé að viðurkenndum reglum um hagsmunatengingu þóknunar sé varpað fyrir róða þar sem þær endurspegli í raun þá miklu ábyrgð sem á lögmönnum hvílir við rekstur stærri mála. II Drög að viðmiðunarreglum dómstólaráðs um málskostnaðarákvörðun á áritaða stefnu í útivistarmáli

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.