Lögmannablaðið - 01.03.2010, Blaðsíða 15

Lögmannablaðið - 01.03.2010, Blaðsíða 15
LÖGMANNABLAÐIÐ – 1 / 2010 > 15 skattyfirvöldum. Á meðan liggja umrædd gögn í innsigluðum kössum. Á sama tíma og skattyfirvöld stóðu í stappi við lögmannsstofurnar kom úrskurður frá Skattedirektoratet í ótengdu máli sem einnig varðaði kröfu skattyfirvalda um aðgang að gögnum. Þar var um að ræða kröfu um afhend- ingu gagna vegna skatteftirlits eftir norskum lögum um tekjuskatt. Samkvæmt þeirri löggjöf hvílir upplýsingaskylda á skattgreiðendum sem svipar til 94. gr. íslenskra laga um tekjuskatt með einni mikilvægri undantekningu. Í 5. mgr. 94. gr. íslensku laganna er kveðið á um að trúnaðar- og þagnarskylduákvæði annarra laga víki fyrir upplýsingaskyldu. Norsk lög um tekjuskatt innihalda ekki slíka undantekningu frá þagnar- skyldunni. Fyrirtækið sem neitaði afhendingu gagna gerði það á grundvelli þess að ekki væri skýr lagaheimild í umræddri löggjöf fyrir aðgangi að þeim vegna þess að þau féllu undir þagnar- og trúnaðarskyldu lögmanna. Skattedirekt- oratet staðfesti þessa túlkun í úrskurði sínum. Í kjölfarið hófust mikil blaðaskrif og sitt sýndist hverjum: • Skattyfirvöld vísuðu til tillagna skattsvikanefndar og kölluðu á laga- breytingar sem miðuðu að því að rýmka heimildir þeirra til upplýsinga- öflunar. Telja skatt yfirvöld að ríkir samfélagslegir hagsmunir séu fyrir því að upplýsa slík mál og að því þurfi þagnar skyldan að víkja. • Norska lögmannafélagið lagði áherslu á að þagnarskyldan væri hornsteinn vestrænna réttarríkja og mikilvægt að hún yrði ekki látin víkja fyrir upplýsingaskyldunni. Benti lögmannafélagið á að tillögur um undantekningar frá þagnar skyldunni væru ekki gerðar af illum ásetningi heldur í þeim tilgangi að upplýsa erfið mál og sporna til að mynda við peningaþvætti og skattsvikum. Þess vegna væri líka vandasamt að draga sanngjörn mörk milli þagnar- skyldunnar og þarfar yfirvalda til þess að afla upplýsinga. • Einstakir lögmenn bentu á að skatt- yfirvöld hefðu nú þegar ríkar heimildir til þess að krefja skatt- skylda aðila um aðgang að upp- lýsingum úr bókhaldi, svo og önnur gögn er varða reksturinn, þar með talin bréf og samninga. Þagnar- skyldan væri forsenda þess að skjólstæðingar gætu trúað lögmanni sínum fyrir viðkvæmum upplýsingum í trausti þess að viðkomandi lög- maður verði ekki skikkaður til þess að veita yfirvöldum þessar upp lýs- ingar seinna án samþykkis skjól- stæðings síns. Í Noregi fer nú fram pólítísk umræða um tillögur skattsvikanefndar auk þess sem beðið er úrskurðar Skattedirekt- oratet í ofangreindu skattaskjólsmáli. Þýðing fyrir íslenska lögmenn Inntak og eðli þagnarskyldunnar samkvæmt norskri og íslenskri löggjöf er hið sama enda byggja þessi lönd lagahefð sína á sama grunni. Þá er þagnarskyldan vernduð á grundvelli 8. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu um friðhelgi einkalífs og þegar um verjendur er að ræða er þagnarskyldan vernduð á grundvelli 6. gr. um réttindi sakborninga til réttlátrar málsmeðferðar fyrir dómi. Bæði íslenska og norska lögmannafélagið eru aðilar að evrópsku lögmannasamtökunum CCBE með sömu siðareglur. Þagnarskyldan skipan ríkan sess í evrópskum samkeppnisrétti. Vísað er til dóms Evrópudómstólsins í máli Akzo Nobel þar sem því var slegið föstu að gögn milli sjálfstætt starfandi lögmanns og skjólstæðings hans, féllu undir trúnaðarsamband lögmanns og skjól- stæðings og væru því undanþegin rannsókn Framkvæmdarstjórnarinnar í samkeppnismáli. Þess misskilnings gætir oft að þagnarskyldan sé til fyrir lögmenn og að tilgangurinn sé að breiða yfir glæpsamlegt athæfi. Það er vitaskuld ekki rétt. Hlutverk lögmanna er ekki einungis að veita skjólstæðingum sínum ráð heldur einnig að stuðla að því að við töku stjórnvaldsákvörðunar sé gætt málefnalegra sjónarmiða. Þagnarskyldan er forsenda þess að skjólstæðingar lögmanna trúi þeim fyrir öllum upplýsingum og allir eiga að geta treyst því að þessar upplýsingar komi ekki fyrir augu annara nema samkvæmt skýru lagaboði og að slíkar upplýsingar verði ekki notaðar gegn þeim. Í ljósi þeirrar umræðu sem nú á sér stað meðal bæði norskra og íslenskra lögmanna um þagnarskylduna er einsýnt að lögmenn þurfa oft að slá skjaldborg um þessi mikilvægu réttindi borgaranna.

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.