Lögmannablaðið - 01.03.2010, Blaðsíða 26

Lögmannablaðið - 01.03.2010, Blaðsíða 26
26 < LÖGMANNABLAÐIÐ – 1 / 2010 Samkvæmt lögum nr. 77/1998 um lögmenn hefur Lögmannafélag Íslands með höndum margþætt eftirlitshlut verk með lögmönnum. Eftirlitshlutverk Lögmannafélagsins hefur aukist gríðarlega á síðustu tíu árum, enda hefur félagsmönnum fjölgað um ríflega 60% á þessu tímabili. Þessi mikla fjölgun lögmanna og sú staðreynd að nýir lögmenn koma nú úr lagadeildum a.m.k. fjögurra háskóla, hefur haft í för með sér að lögmenn og dómarar þekkja síður deili á lögmönnum en áður og því hætta á að nauðsynlegar upplýs ingar, t.d. um gjaldþrot eða refsidóma lögmanna, berist félaginu ekki. Jafnframt hafa þessar breytingar leitt til þess almennt að „manuelt“ eftirlit félagsins með félagsmönnum er því sem næst orðið óframkvæmanlegt. Til að tryggja betur lögbundið eftirlit Lögmannafélagsins hefur stjórnin kannað möguleika á reglubundinni samkeyrslu ýmissa opinberra upplýs- inga og tiltekinna viðskiptaupplýsinga einkafyrirtækja við skrá félagsins yfir lögmenn með virk málflutningsréttindi. Þær upplýsingar sem hér um ræðir eru t.a.m. úr sakaskrá, skrá Lánstrausts hf. um gjaldþrot, skrár íslenskra vátrygg- ingarfélaga um gildar starfsábyrgðar- tryggingar lögmanna á hverjum tíma og loks upplýsingar fjármálastofnana um skráða fjárvörslureikninga lögmanna. Með slíkri samkeyrslu upplýsinga mætti tryggja mun nákvæmara eftirlit og leiða fyrr í ljós atvik sem haft geta áhrif á málflutningsréttindi lögmanna og þá um leið bregðast fyrr við með viðeigandi hætti. Hefur félagið þegar fengið jákvæð viðbrögð frá þeim aðilum sem leitað hefur verið til en Persónu vernd hafði áður staðfest að vinnsla slíkra persónuupplýsinga geti stuðst við heimildir í 8. og 9. gr. laga nr. 77/2000, að því gættu að farið sé að öllum kröfum þeirra laga. Lögmannafélagið mun á næstu vikum vinna að frekari útfærslu þeirra eftir litsferla sem um ræðir í samráði við hlutaðeigandi og Persónuvernd. II Samkeyrsla upplýsinga vegna lögbundins eftirlits með lögmönnum Beiðni um niðurfellingu málflutningsréttinda Í byrjun árs sendi stjórn Lögmannafélags Íslands beiðni til dómsmála- og mannréttindaráðherra, um niðurfellingu málflutningsréttinda 17 félagsmanna vegna vanskila á fjárvörsluyfirlýsingum vegna ársins 2008, sem skila þurfti fyrir 1. október 2009, samkvæmt inntaki 2. mgr. 23. gr. lögmannalaga nr. 77/1998. Í framhaldi af aðgerðum félagsins skiluðu ellefu lögmenn inn fullnægjandi yfir- lýsingum, tveir lögmenn kusu að leggja inn mál flutn ings- réttindi sín en mál þriggja lögmanna eru enn í meðförum ráðuneytisins. II Af vettvangi félagsins Smiðshöfða 1 • Sími 587 9800 • http//www.gagnageymslan.is

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.