Vísbending


Vísbending - 21.12.2015, Blaðsíða 13

Vísbending - 21.12.2015, Blaðsíða 13
13 Framsóknarflokkinn, Pétur Guðgeirsson síðar dómari og Einar Már Jónsson sem seinna átti eftir að kenna við Svartaskóla í Frans og skrifa merkar bækur. Þarna komu einnig Vésteinn Lúðvíksson rithöfundur, Valdimar Briem, Kristján Linnet, Guðmundur Hinriks- son auk Svavars, Atla og Maríu. Allt þetta unga fólk var við nám í Menntaskólanum í Reykjavík. Áhrifaríkasti leiðtogi vinstri manna á 20. öld „Einar var óvenjulega glæsilegur pólitískur leiðtogi, fæddur kennari, snjall skipuleggjari. Hann hafði mikla pólitíska útgeislun. Kommúnistaflokkurinn hafði yfir 30 % atkvæða á Akureyri upp úr 1930 undir forystu Einars meðan flokkurinn fékk langt innan við tíu prósent í Reykjavík. Einar var afskaplega hlýr maður í persónulegum sam-skiptum og hafði mikil áhrif á marga, þar á meðal mig. Ég hygg að ekki sé ofsagt að hann hafi verið sterkasti og áhrifaríkasti leiðtogi vinstri manna á síðustu öld. Ég tók þátt í fundi um Einar og minningu hans á dögunum hjá félagi sem starfar hér í Reykjavík og heitir Eldri Vinstri Græn og er hinn merkasti félagsskapur. Þessi hugmynd um annað og betra þjóðfélag sem byggði á jöfnuði og lýðræði átti afar greiða leið að hjarta mínu á þessum tíma. Ég var alinn upp við misjöfn kjör og þekkti bæði líf í bragga og fátækt sveitalíf. Andúðin á fátæktinni og þeirri niðurlægingu sem henni fylgir var rótgróin í manni. Löngunin eftir samfélagi sem byggði á öðru en auðsöfnun fárra á kostnað margra var því sterk og fullkomlega einlæg. Svo kom ég nestaður að heiman sterkri andstöðu gegn hersetunni og með þau þjóðernisviðhorf og bjarma sem lýsir frá Íslandssögu Jónasar frá Hriflu og allir sveitakrakkar lásu. Baráttan gegn hernum var lituð sterkri þjóðerniskennd og var í hugum margra í reynd sjálfstæðisbarátta. Þjóðin var nýlega sjálfstæð eftir erlenda áþján. Faðir minn var rómantíker. Hann stóð í sömu sporum og margir af hans kynslóð hér í Reykjavík, var í ágætri vinnu, byggði sína eigin íbúð og hlóð niður börnum, en hugurinn var alltaf fyrir vestan og að lokum seldi hann íbúðina og flutti aftur í sveitina þar hann byggði upp að nýju.“ Í ævisögu Svavars er því lýst hvernig barátta fjölskyldunnar í sveitinni var um leið baráttan við fátækt og skuldasöfnun og erfiði var hlutskipti hennar. „Þessi sama rómantík er í mér. Við eigum bústað vestur í Reyk- hólasveit þar sem við sitjum stundum með tárvot augu og horfum á Skarðsströndina og Snæfellsjökul. Þarna er einhver taug sem aldrei rofnar.“ Að bila í Ungó Kalda stríðið skipti þjóðfélaginu í fylkingar og menn tóku sér stöðu og héldu með sínu liði gegnum þykkt og þunnt. Baráttan var háð með skipulegum hætti á margvíslegum stöðum í samfélaginu. Tryggð vinstri manna við sinn málstað var rómuð ekki síður en hægri manna en í hópi sovétvina var sagt: Hann bilaði í Ungó. Þá er átt við að viðkomandi hefði snúið baki við sínum málstað þegar uppreisnin í Ungverjalandi var gerð 1956, þegar Sovétmenn beittu hervaldi til þess að bæla niður uppreisn alþýðu manna. Margir létu af trúnni á alræði öreiganna við þessi tíðindi. Kannast Svavar við þetta orðalag? „Ég hef aldrei skrifað upp á það sem var kallað alræði öreiganna en þetta var mjög algengt orðalag, fannst mér, um það leyti sem ég gekk til liðs við Æskulýðsfylkinguna 1960. En þessi átök birtust með margvíslegum hætti. Margir vildu gera upp við þá afstöðu sem Kommúnistaflokkurinn eða Sósíalistaflokkurinn höfðu haft á sinni tíð. Ég var alltaf gagnrýninn á afstöðu þeirra til Sovétríkjanna, en ég vildi aldrei ráðast að einstaklingum. Ég vildi t.d. aldrei dæma út í ystu myrkur þá félaga Einar Olgeirsson og Brynjólf Bjarnason eins og stundum heyrðist í Alþýðubandalaginu. Þeir voru að berjast við aðstæður síns tíma og ég vildi votta þeim mína virðingu fyrir það. Samt var margt í afstöðu þeirra, sérstaklega Brynjólfs, sem ég átti afar erfitt með að sætta mig við og það sama á við um Einar. Hann var á síðustu árum ósáttur við afstöðu mína til Sovétríkjanna og þess að við vildum ekki hafa flokksleg samskipti við valdaflokkana í Austur- Evrópu, en það breytti engu um persónulega vináttu okkar. En ég hafði samt alltaf hálfgerða andúð á þeim sem vildu upphefja sjálfa sig í núinu með því að benda á syndir forfeðranna. Mér fannst það allt að því ógeðfellt. Ég var alltaf heillaður af hugmyndinni um samfylkingu með litlum staf. Ef við viljum breyta samfélaginu þá verðum við að standa saman. Breið samstaða er eitt mikilvægasta aflið til breytinga og þá er brýnt að enginn hlaupist undan merkjum. Við kölluðum okkur sósíalista en komma í góðlátlegum tón. Stasimenn töldu að ég hefði verið að vinna fyrir bandarísku leyni- þjónustuna sem mér finnst enn dálítið skemmtilegt.

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.